Tímarit iðnaðarmanna - 01.05.1978, Blaðsíða 43

Tímarit iðnaðarmanna - 01.05.1978, Blaðsíða 43
námstíma fyrir föndurnám í verknámsskóla að viðbættu sumarfríi árlega er farið að ganga býsna- mikið á þann tíma, sem eftir er og ætlaður er til að hljóta þjálfun í verklega náminu. Húsasmíðin er það fjölbreytt og margbrotin, að það þarf að standa nokkuð skipulega að verki ef liægt á að vera að veita viðunandi kennslu og þjálfun í henni á skömmum tíma. Og í þriðja lagi eru laun nema það há, miðað við fullgilda sveina, að meist- arar hafa síður en svo hag af að hafa nema, og beinlínis kaupa of dýran vinnukraft nema að beita þeirn í einföldustu verk þar, sem þeir geta skilað eðlilegum afköstur. Og þá er auðvitað ekki um raunverulegt nám að ræða. Og liver verður svo niðurstaðan? Eigum við að hafa þetta svona áfrarn og telja okkur trú um að þetta sé nokkurnveginn í lagi? Segja að breytt- ir vinnuhættir leiði af sér breyttar námskröfur. Sjálfsagt væri hægt að segja það. Það væri m. a. hægt að leggja niður sveinspróf og útskrifa nem- anda sem svein er hann hefur lokið námstíma sín- um. Og eins og ástandið er nú, mundi jrað litlu breyta. En ætli við verðurn nú ekki flest sammála um það að til lítils er að gaspra um verkmenningu og aukna menntun iðnaðarstéttanna á iðnþingum, iðnsýningum og öðrum stórhátíðum iðnaðarins ef við látum svo iðnkennsluna drabbast niður í algera lágkúru og bíðurn eftir því í róiegheitum að við allt í einu eiguni aðeins raunverulega iðn- verkamenn í faginu í staðinn fyrir lærða og þjálf- aða iðnaðarmenn. En að því hljótum við að stefna með óbreyttum háttum. Að vísu er nú mikið farið að ræða um breyt- ingu á iðnnáminu og leggja beri meistarakerfið niður o. s. frv. Og vonandi verður fundin skyn- samleg lausn og farsæl á þessu máli í náinni framtíð. En trúað gæti ég að nokkur tírni líði þar til sú breyting tekur gildi. En meðan við búum við það fyrirkomulag, sem nú er og verið hefur, megurn við ekki sofna á verðinum. Ekki slaka á kröfunni um það að allir þeir, sem fara í nám fái viðunandi kennslu. Þó iðnaðarmenn og iðnmeistarar fyrri tíma hafi gert meira að því að hanna verk sín sjálfir, og hafi að því leyti verið meira skapandi í starfi sínu heldur en nú gerist, megum við ekki gleyma að arkitektinn eða hönnuðurinn leggur ætíð hug- mynd sína í hendur smiðnum og þar verður hún að veruieika. Hendur hans ljúka verkinu. Meðan höndin er hög við sinn hefil og sög ráða listanna lög, segir Davíð Stefánsson í söng iðnaðarmanna. Ef til vill eru það liinar högu hendur iðnaðar- mannsins, á ýmsum sviðum, sem skapa þau lista- verk, sem mest áhrif hafa á okkur og rnest móta okkur daglega í lífi og starfi. Húsbúnaður s. s. borð, stólar, skápar, borð- búnaður og áhöld allskonar. Allir þessir hlutir geta verið listaverk, sem hafa álrrif á okkur dag- lega. Tréverk í steinhúsi getur verið svo fallegt og vel unxrið að það hafi áhrif á okkur eins og mál- verk á veggjunum. Fallega unnið múrverk með ýmsum tilbrigðum, málning vel gei'ð með þægi- legum litum, allt þetta gerir okkur umhverfið þægilegt og við njótum listar á heimilum okkar, á vinnustað eða hvar sem við erum í slíku um- hverfi. Allt eru þetta verk handverksmanna, ef til vill ekki öll hönnunin eir handbragðið og allur frá- gangur þessara hluta. Og við getum lraldið áfram. Á öllum nrögu- legum hlutum rekumst við á hairdbragð iðxrað- armannsins. Sagt er: „Fötin skapa mamrinir“ og „nrikið er skraddarans puird“. Þarna segir að lrandbragð fagmannsins ráði úrslitium um það hvort fólk líti vel eða illa út. Fallega framreidd- ur matur getur borið vitni listfengi Jrugar og Jrandar. Hvar senr við grípum niður, alls staðar verða fyrir okkur liandverk iðnaðarnrannsins, allt frá risaþotum til hverskonar unrbúða. Ég vil svo enda þessi orð mín á því að segja við ykkur, ungu smiðir: Berið virðingu fyrir hand- verkinu, sem þið lrafið lrelgað krafta ykkar. Reyn- ið að þroska liæfileika ykkar innan þess, og leggið nretnað ykkar í að vinna lrvert verk með alúð og kostgæfni, og munið, að ykkar pund getur líka verið stórt eins og skraddarans. Gleynrið heldur ekki að að baki þeinr réttindum sem þið Irafið Irlotið í dag liggur margra áratuga barátta hug- sjónamanna, sem Iröfðu manndónr til að lyfta sér upp úr nreðalnrennskuirni á hverjum tíma og jxika stéttinni upp til þeirra réttinda og félags- legu stöðu, sem hún nýtur í dag. Þetta er arfur frá þeim og gjöf til framtíðarinn- ar. Og það er ykkar að taka við og halda merkinu á lofti. Iðnaðarmenn! Munið að þetta er ykkar blað. TÍMARIT IÐNAÐARMANNA TÍMARIT IÐNAÐARMANNA 37

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.