Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1978, Page 5

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1978, Page 5
FORSlÐUMYNDIN Veggskreyting í Iðnaðarbankanum I deiglunni EFNI: Sigmar Ármannsson: Hugleiðingar i tileíni nýrra hlulafé- lagalaga............................2 Óskar GuÖmundsson: Skilyrði hagkvæmrar verkmenntunar 6 Sigurðúr Kristinsson: Sænska iðnþingið. Formannaskipti . 8 Sigmar Ármannsson: Öryggiseftirlil - Vinnuslys .... 10 Umsagnir um frestun Eftaaðildar . . 14 Nýtt Iðnfræðsluráð...................20 Sveinn Hannesson: Fjárlagafrumvarpið...................21 Iðnaðarmannafélagið í Hafnarfirði 50 ára.............................22 Ásgrímur P. Lúðviksson: Meistarafélag húsgagnabólstrara 50 ára ............................24 Afmæliskveðja. Finn Gulbransen 60 ára ...............................25 F'ramhaldsskólafrumvarp..............26 Aðalsteinn Jónsson: R. i. Málningarrannsóknir .... 31 TÍMARIT IÐNAÐARMANNA Útgefandi: I.ANDSSAMIIAND IÐNAÐARMANNA Ritstjórar: SIGURÐUR KRISTINSSON ÞÓRLEIFUR JÓNSSON Setning og prentun: Prentsmiðjan Hólar hf. Þegar síðasta hefti Timaritsins kom út að loknum Alþingis- kosningum sl. sumar ríkti algjör óvissa um stjórnarmyndun. Úr- slit kosninganna lágu þó fyrir og mestar likur fynr vinstrt stjórn. 1 leiðara er vikið í stórum dráttum að helstu vandamálum sem úrlausnar bíða nýrra valdhafa, og gerð glögg grein fyrir afstöðu Landssambands iðnaðarmanna. Þegar þetta er ritað hefur ný vinstri stjórn tekið við og tekst nú á við vandamál islenskra efna- hagsmála. Við embœtti iðnaðarráðherra hefur tekið Hjörleifur Guttormsson, liffrœðingur, sem jafnframt stigur sin fyrstu spor sem alþingismaður. Timarit iðnaðarmanna bíður Hjörleif velkominn til starfa og endurtekur að það gengur heilshugar til samstarfs við hann um öll þau margvíslegu mál sem úrlausnar bíða. Ráðherrann hefur nú þegar kynnt sig að þvi að hafa vilja til lausnar á margvíslegum vanda, sem að steðjar, eins og fyrirrenn- ari hans i þessu veigamikla starfi. Hann hefur á ótrúlega stuttum tima getað gert sér grein fyrir málum og hefur vilja til að leysa þau, en til þess þarf hann auk samstarfs við iðnaðinn, skilning sinna meðráðherra til lausnar á viðkomandi máli. Samstarfsnefnd um iðnþróun hefur verið sett á laggirnar að tilhlutan ráðherra og á Þórleifur Jónsson, framkvœmdastjóri L. i., sceti i henni og er hann þar tneð tengiliður okkar við stjórnvöld og jwi brýnt að honum sé gerð grein fyrir ýmsu þvi, sem iðn- greinar vilja koma á framfœri við nefndina. í deiglunni eru margvísleg mál, sem að er unnið á vegum Latidssambandsins og önnur i undirbúningi. Á síðasta sambands- stjórnarfundi voru kosnar undirbúningsnefndir Iðnþings, og þeirra biða mikil störf, t. d. á sviði skipulagsmála, en þar er brýnt að huga nánar að framtiðarlausn ýmissa þátta i innra skipulagi, m. a. um starfsform og samvinnu aðila ,bœði til að ná betri ár- angri, svo og til að forðast stöðnun. I deiglunni er undirbúningur að frekari kynningu á iðnaðinum i framlialdi þeirrar iðnkyningar, sem framkvæmd var i samstarfi við ýmsa aðila, en ekki liefur tekist að fá samstarf um framhald á, og þvi hefur stjórn L. i. nú ákveðið að standa sjálf að þeirri kynnitigu og eru áœtlanir i undirbúningi. Mikið starf er nú unnið á vegum L. i. og aðildarfélaga þess og framundan blasa við fjölmörg verkefni sem þarf að takast á við. Sameinum krafta vora til átaks og framfara. S. K. 1 TÍMARIT IÐNAÐARMANNA

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.