Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1978, Side 6

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1978, Side 6
Margir hafa haft á orði, að skriffinnskan, er at- vinnurekstri fylgdi, færi vaxandi xneð ári hverju. Atvinnurekendur væru neyddir með lagaboðum og fyrirmælum stjórnvalda að eyða tíma sínurn í alls konar formsatriði, afskipti hins opinbera af innri málum fyrirtækja ykjust stöðugt. Hafi fyrir- tækin beinlínis orðið að auka mannafla sinn til þess eins að sinna þessu pappírsfargani. Ýmsir eru og þeinar skoðunar, að ástandið eigi enn eftir að versna í þessum efnum, samþykki Alþingi frum- varp það, er lagt hefur verið fram um stað- greiðslukerfi skatta. Sem kunnugt er samþykkti Alþingi ný lög um hlutafélög á s.l. vori, þ. e. lög nr. 32/1978. Öðlast þau gildi 1. janúar 1980 að meginefni til. Sjálf- sagt hafa flestir verið sammála um það, að nauð- syn hafi borið til að setja ný hlutafélagslög, þar sem félagsform þetta hefur mikla þýðingu í ís- lenskum atvinnurekstri, en hlutfélög hérlendis eru fjölmörg. Flest joeirra eru hins vegar mjög lítil. Ófrávíkjanlegar kröfur, sem gerðar eru í nýju hlutafélögunum um stofnun hlutafélaga, stjórnun þeirxa og rekstur almennt, eru bæði ítarlegar og strangar. Spurning er, hvort kröfurn- ar séu ekki óþarflega strangar, þegar um lítil fyr- irtæki er að ræða. Ekki er víst, að hagsmunum hins opinbera né öryggi viðskiptalífsins sé stefnt í hættu, þótt litlum lilutafélögum væri veitt meira svigrúm til að ráða eigin málum heldur en hin nýju lög gera ráð fyrir. I. Samnorrœn hlutafélagalöggjöf. íslensk og dönsk lög um hlutafélög. Hin nýju íslensku hlutafélög eiga sér nokkurn aðdraganda, en árið 1961 hófst að tilhlutan Norðurlandaráðs norræn samvinna til undirbún- Hugleiðingar í tilefni nýrra hlutafélagalaga Sigmar Ármannsson, lögfræðingur L. i. ings samiæmdri hlutafélagalöggjöf. Nefnd sú, sem um mál jxettafjallaði.lauk störfum árið 1969. Höfðu jxá verið samdar tillögur að hlutafélagalög- um fyrir öll Norðurlöndin, að undanskildu ís- landi. Árangur samstai'fs þessa hefur verið að konra í Ijós á síðustu árum. Þannig urðu Danir fyistir til að setja sér ný hlutafélagalög, eftir að nefndarálitið lá fyrir. Var }>að árið 1973. Fylgja jxau í meginatriðum samnorrænu tillögunum. Á hinurn Norðurlöndunum hafa og verið samþykkt ný lög um hlutafélög. Hafa þau í mörgu byggt á norræna álitinu. Nokkurra frávika gætir þó í ýms- um gieinum eftir löndum. Við samningu íslenska frumvarpsins til laga um hlutafélög voru samnorrænu tillögurnar hafðar að leiðarljósi, en einnig var tekið mið af dönsk- um tillögum og hltafélagalögum. Þá segir í at- hugasemdum, sem fylgdu íslenska frumvarpinu, að einnig hafi „verið reynt að líta til íslensks fjár- hagskerfis og þjóðfélagshátta“. Lög og réttur Noi'ðurlanda eru lík í mörgum og veigamiklum ati'iðum. Stafar þetta vafalaust af því, að réttarlxugmyndir íbúa jxessara landa eru áþekkar. Samning stórra og flókinna lagabálka er viðamikið verk, sem oft krefst xnikils tíma og mannafla. Við setningu laga hafa íslendingar jxví oft reynt að hagnýta sér það starf, sem innt lxefur verið af hendi vegna sambærilegrar lagasetningar hinna Norðurlandanna. Oftast hafa þó fyrirmynd- irnar vei'ið sóttar í smiðju Dana, enda di'egur ís- lensk löggjöf töluverðan dám af þeirri dönsku. Sögulegar skýringar á því eru alkunnar. í rétti sumra landa er gerður gTeinarmunur á hlutafé- lögum eftir stærð þeiiTa, og er jxá einkum tekið mið af upphæð hlutafjárins og fjölda hluthafa. Ýmsar kröfur, sem gerðar eru til stærri hlutafélag- TÍMARIT IÐNAÐARMANNA 2

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.