Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1978, Blaðsíða 9

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1978, Blaðsíða 9
ist vissra réttinda sem minnihluti. I „anpartssel- skab" er samsvarandi minnihlutavernd bundin við þá aðila, sem ráða a. m. k. 14 af hlutafénu. Minnihlutaverndin kemur m. a. fram í rétti til að krefjast aukafunda, sbr. samsvarandi ákvæði í 80. gr. 2. mgr. ísl. laganna, sem setur mörkin við 1/5 hluta, í rétti til að krefjast þess, að félagi sé slitið með dómi, sbr. samsvarandi ákvæði í 115. gr. ísl. laganna um \/5 hluta, og í rétti til að krefjast skaðabóta vegna tjóns af völdum stjórnarmanna félagsins, endurskoðenda og framkvæmdastjóra, sbr. samsvarandi ákvæði í 133. gr. 2. mgr. ísl. lag- anna um i/5 hluta. Ársreikningar Bæði í „aktieselskab" og í „anpartsselskab" er skylt að senda ársreikninga ásamt endurskoðunar- skýrslu til þeirra yfirvalda, sem annast hlutafé- lagaskráninguna, sbr. samsvarandi ákvæði í 105. gr. ísl. laganna. Sé hlutafé í „anpartsselskab" minna en 2.000.000 dkr. er þó ekki skylda að senda ársreikningana í heild sinni, heldur aðeins aðalniðurstöðurnar. Þess ber að geta, að eftir að gögn þessi eru komin til dönsku hlutafélagaskrár- innar, á almenningur rétt á að kynna sér þau. III. Verður friðhelgi um einkamálefni hluta- félaga rofin? í íslenskum lögum er mönnum ákveðinn viss réttur til þess að vera sér um einkamál sín og refsing lögð við því að raska þeim friði. Það er ekki einungis fólk, sem þessi réttindi á heldur verður og að gera ráð fyrir því, að svipað geti átt við um stofnanir og fyrirtæki. Þannig er unnt að líta svo á, að ýmislegt er varðar fjármál fyrirtækis og rekstur almennt sé einkamál þess. Ýmsir aðilar utan fyrirtækisins, t. d. skattyfirvöld, eiga þó rétt á að kynna sér gögn varðandi reksturinn. Aðilar þessir eru yfirleitt bundnir þagnarskyldu um þau mál, sem þeir komast að í sýslan sinni. Samkvæmt eldri hlutafélagalögum (1. nr. 77/ 1921) bar lögreglustjórum í hverju lögsagnarum- dæmi landsins að halda hltafélagaskrá. Er hluta- félag var skrásett bar að afhenda hlutafélaga- skránni ýmis gögri með upplýsingum um félagið, t. d. stofnsamning þess og samþykktir. Allt til þessa dags hefur hverjum og einum verið heimilt að kynna sér gögn þessi hjá hlutafélagaskrá. Þá var og ákvæði um það í lögunum, að aðalniður- stöðu reikninga hlutafélaga skyldi tilkynna til hlutafélagaskrár ár hvert. Ákvæði þessu virðist lítið eða ekkert hafa verið framfylgt, en líta verð- ur svo á, að öllum hefði verið frjálst að kynna sér niðurstöðutölur þessar eins og önnur gögn hluta- félagsskrárinnar. í 145. gr. hinna nýju hlutafé- lagalaga segir, að viðskiptaráðherra annist skrán- ingu allra íslensku hlutafélaga og útibúa erlendra hlutafélaga og haldi hlutafélagaskrá. Við skrán- ingu hlutafélags verður sem fyrr að afhenda hluta- félagaskránni tiltekin gögn, er hafa að geyma upp- lýsingar um hið nýstofnaða félag. Þá er svo fyrir mælt í 105. gr. 3. mgr. laganna, að eigi síðar en mánuði eftir samþykkt ársreikningsins, þó ekki síðar en tíu mánuðum eftir lok reikningsárs, skal staðfest endurrit hans ásamt endurskoðunar- skýrslu hafa borist til hlutafélagaskrár. Með árs- reikningum skulu fylgja staðfestar upplýsingar um, hvenær hann var samþykktur og hvaða á- kvörðun aðalfundur tók um ráðstöfun á hagnaði eða jöfnun á tapi. í 145. gr. 2. mgr. hlutafélagalaganna er kveðið svo á, að ráðherra sé heimilt að veita almennan aðgang að lilutafélagaskránni, þ. m. t. reikningum hlutafélaga. Sem áður getur, er meginreglan sú í Danmörku, að almenningi leyfist að kynna sér allar heimildir hlutafélagaskrárinnar um hluta- félög. Slíkt er e. t. v. ekki óeðlilegt í löndum, þar sem nokkuð er um almenningshlutafélög og al- gengt er að hlutabréf gangi kaupum og sölum. Fólk á heimtingu á því að fá að kynna sér nokkuð rekstur fyrirtækis áður en það tekur ákvörðun um að leggja fram fé í reksturinn með hlutabréfa- kaupum. Málið horfir hins vegar við með öðrum hætti hér á landi þar sem hlutafélög eru í flestum tilvikum lítil og hluthafar fáir. Það telst til und- antekninga, að hlutabréf slíkra félaga fari á al- mennan markað. Ekki er því ljóst hvaða tilgangi það þjónar, að óviðkomandi fólk geti af einskærri forvitni rannsakað rekstur slíkra hlutafélaga. Við- semjendum þessara fyrirtækja ætti að vera í lófa lagið að fá nauðsynlegar upplýsingar beint frá forráðamönnum fyrirtækjanna áður en gengið er til samninga, og eftir atvikum hætt við fyrirhuguð viðskipti, fái þeir ekki fullnægjandi upplýsingar. Nauðsynlegu öryggi í viðskiptalífinu yrði því ekki stefnt í tvísýnu, þótt takmörkuð yrði heimild al- mennings til þess að kynna sér gögn í fórum hlutafélagaskrárinnar eins og t. d. ársreikninga og endurskoðunarskýrslur. Vel getur þó verið, að annað eigi að gilda í þeim tilvikum, sem um til- tölulega stór almenningshlutafélög er að ræða. Gera verður þær kröfur að farið verði varlega í sakimar þegar ákvarðað verður í hvaða mæli eigi að veita almennan aðgang að hlutafélagaskánni. Taka verður tillit til sérkenna íslenskra hlutafé- laga og meta þær aðstæður, sem skapast í fámennu þjóðfélagi þar sem allir þekkja alla. Friðhelgi um einkamálefni hlutafélaga né annarra félaga má ekki rjúfa. TIMARIT IBNAÐARMANNA

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.