Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1978, Blaðsíða 12

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1978, Blaðsíða 12
í septembermánuði s.l. var sænska Iðnþingið haldið í Sundsvall dagana 25.-26. Á þingið var boðið forsetum og framkvæmdastjórum systur- samtakanna á hium Norðurlöndunum. Héðan mættu þeir Sigurður Kristinsson og Þórleifur Jónsson. Fyrr á árinu, eða í maímánuði, var hald- ið aukaþing og þar var samþykkt að SHIO eða Sverige Hantverks- och Industriorganisation og Familjeföretagen, sem einnig er mjög stórt sam- band sameinuðust. Þá var það einnig vitað að Stig Stefanson, sem verið hefur formaður SHIO s.l. 20 ár, myndi ekki gefa kost á sér til endur- kjörs. Hinir eiginlegu þingfundir stóðu í tvo daga. Fyrri daginn voru afgreidd hin ýmsu mál og á- lyktanir, sem fyrir þinginu lágu, en þau voru fjölmörg og vel undirbúin fyrir þingið. Flest málin, sem fyrir þingið eru lögð, eru komin frá aðildarfélögum, þannig að þau hafa sent stjórn sambandsins málin með ósk um að þau verði lögð fyrir þingið. Stjórnin lætur síðan nefndir vinna í viðkomandi málum, fær um þau álit og umsögn og sendir ályktanirnar síðan, ásamt sinni umsögn í einu lagi með þeim málum sem hún hyggst leggja fyrir þingið, til allra aðildarfélag- anna áður en til þingsins kemur. Þarna voru fjöl- mörg mál aígreidd á tiltölulega skömmum tíma, vel undirbúin og fulltrúar höfðu mótaða afstöðu til þess. Seinnipart fyrri dagsins fór fram nokkurs kon- ar kveðjuathöfn, þar sem Stig Stefanson var þökk- uð margvísleg störf hans fyrir samtökin um 20 ára skeið. Fulltrúar systursamtakanna fluttu þarna allir ræður og færðu Stig miklar og góðar þakkir fyrir forystu hans um fjölmörg mál um tveggja áratuga skeið. Sigurður Kristinsson flutti Stig þakkir og kveðjur frá íslenskum iðnaðar- mönnum í Landssambandi iðnaðarmanna og Sænska iðnþingið Formannaskifti Sigurður Kristinsson Slig Stefanson formaður i 20 ár, en lét nú af störfum, ra'ðir hér við cflirmann sinn, Sven Olav Traff. þakkaði sérstaklega alla þá vinsemd sem Stig og hans ágæta kona, Marta, hafa ávallt sýnt í garð íslendinga, hann kallaði þau hjón til sín og af- hendi þeim gjafir, sem örlítinn þakklætisvott fyr- ir þeirra miklu störf. Þarna voru einng heiðraðir margir starfsmenn SHIO fyrir margháttuð störf hjá samtökunum. Að þessu loknu voru kallaðir til sviðs Finn Gulbransen, blikksmíðameistari og forseti Nor- ges Handverkerforbund, Eivind Halle, fram- kvæmdastjóri sömu samtaka, Sigurður Kristins- son, forseti Landssambands iðnaðarmanna og Matti Niemi, formaður finnsku samtakanna og voru þeir allir sæmdir gullorðu Sveriges Hant- verks og Industriorganisation. Síðar um kvöldið var svo hátíðaveisla sem stóð með miklum glæsibrag fram á nótt. Daginn eftir var þingi fram haldið við af- greiðslu og umræður mála, m. a. kom þá Tor- björn Felldin, forsætisráðherra til þings og flutti erindi og skýrði frá helstu hugmyndum og að- gerðum stjórnvalda varðandi iðnað. Þinginu lauk síðdegis þennan dag með stjórnarkoningu. Nýr formaður var kjörinn einróma Sven Ola Tráff, en hann hefur verið formaður Familje- företagen og verið þar mikilvirkur í forystu. Hann hefur verið í forystu bílgreinamanna og vel þekktur meðal stéttarbræðra sinna hér heima, auk þessa er Tráff þingmaður og hefur þar beitt sér fyrir umbótum sænskum iðnaði til hagsbóta. Um leið og við kveðjum og þökkum Stig fyrir störfin á liðnum árum, bjóðum við Ola Tráff hjartanlega velkominn til samstarfs og þykjumst fullvissir um að þekking hans og dugnaður að þessum málum muni verða norrænu samstarfi iðnaðarmanna lyftistöng í framtíðinni. 8 TIMARIT IÐNAÐARMANNA

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.