Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1978, Blaðsíða 15

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1978, Blaðsíða 15
Línurit 1 Vinnuslys 1970-1977 Atvinnugrein 0/0 5 10 15 20 Fiskiðnaður 7,0 Matvæla- og fóðurvöruiðnaður 3,4 ^^^— Vefnaðar- og fataiðnaður 5,1 ^_^_^_ Prentiðnaður 1,0 ^ Trésmíðaiðnaður 13,7 Skinnaiðnaður 1,4 ^_ Stein-, leir- og gleriðja i,8 \mm Málmiðnaður Efnaiðnaður 2,2 ^^_ Byggingaiðnaður og verkl. framkv. Flutninga- og birgðastörf 15,3 Rafmagnsiðnaður ¦¦ Þjónustugreinar 3,0 ^^^_ Aðrar atvinnugreinar 3,4 ^^^_ Linurit 1 sýnir skiplingu vinnuslysa eftir atvinnugreinum. Skiptingin er sýnd i hlutföllum (%) af heildartölu allra slysa, sem til- kynnt hafa verið á árunum 1970—1977. Flest slysin verða i byggingariðnaði við verklegar framkvamdir, en þar mcð er ekki sagt að þetta séu hattulegustu alvinnugreinarnar. Þar sem erfitt hefur reynst að ná i áreiðanlegar tölur um mannfjölda i sumum at- vinnugreinum, er erjitt að segja til um hver sé þeirra hœttulegust. Þó má geta þess, að i iðngreinum verða flest slys á hvert inannár i trcsmiðaiðnaði. vinnustað, svo að dauði verkamanns hljótist af, eða verði verkamaður fyrir slysi, sem er þess eðlis, að gera megi ráð fyrir að dómi læknis, að al- mannatryggingarnar verði bótaskyldar, skal vinnuveitandi tilkynna það öryggiseftirlitinu svo fljótt sem verða má og eigi síður en að einum sólarhring liðnum. Öryggiseftirlitið skal láta framkvæma rannsókn á orsökum slyssins. - Verði verkamaður veikur af sjúkdómi, sem stafar af at- vinnu hans, skal tilkynna það á sama hátt og þegar um slys er að ræða ..." I áðurgreindri skýrslu um starfsemi öryggiseftirlitsins kemur fram, að stundum vill það gleymast að tilkynna vinnuslys til Öryggiseftirlits ríkisins, og að áliti starfsmanna eftirlitsins er það miður, því það torveldi þær rannsóknir, sem gerðar eru til þess að koma í veg fyrir vinnuslys. Afleiðingar þess að fullnægja ekki tilkynning- arskyldu, þegar slys ber að höndum, geta þó ver- ið aðrar heldur en í skýrslunni greinir. Úrlausnir dómstóla um skaðabótaskyldu atvinnurekenda sýna nefnilega, að atvinnurekandinn getur orðið að bera áhættuna af því, að tilkynna ekki slys til Öryggiseftirlits ríkisins. Sönnunarbyrðin fyrir or- sökum slyss, þar sem starfsmaðurinn krefst bóta úr hendi vinnuveitandans, flyst yfir á hinn síðar- nefnda. Frásögn tjónþola um orsakir slyss yrði því lögð til grundvallar, ef ætla má, að sönnunar- skort megi rekja til vanrækslu á tilkynningar- skyldu. Aðslœðurnar breytast þvi þannig, að i stað þess, að starfsmaðnrinn verður að sanna, að slys hafi hlotist af skaðabótaskyldri hdttsemi at- vinnurekandans, þá verður atvinnurekandinn nú að sýna fram á, að hann beri ekki skaðabóta- ábyrgð vegna slyssins. Vinnuveitandinn ber því hallann af þeim sönnunarskorti sem ætla má, að leiði af vanrækslu tilkynningaskyldunnar. Þessu til skýringar skal hér rakinn hæstaréttardómur frá árinu 1962. Málavextir voru þeir, að 55 ára gamall verkamaður, hafði á hendi gæslu flökun- arvélar í hraðfrystihúsi einu í Reykjavík. Önnur flökunarvél var í sama sal og sneri hún hornrétt á þá fyrrnefndu. Þrír starfsmenn unnu við hvora vél. Verkamaðurinn slasaðist á hendi með þeim afleiðingum að hann missti tvo fermstu köggla á vísifingri og löngutöng vinstri handar. Baugfing- ur og litlifingur sömu handar urðu og talsvert krepptir. Verkamaðurinn vildi rekja orsakir TIMARIT IÐNAÐARMANNA 11

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.