Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1978, Síða 15

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1978, Síða 15
Línurit 1 Vinnuslys 1970-1977 Atvinnugrein 0/0 5 10 15 20 Fiskiðnaður 7,0 Matvæla- og fóðurvöruiðnaður 3,4 Vefnaðar- og fataiðnaður 5,1 Prentiðnaður 1,0 T résmíðaiðnaður 13,7 Skinnaiðnaður 1,4 Stein-, leir- og gleriðja 1,8 Málmiðnaður 19,5 Efnaiðnaður 2,2 Byggingaiðnaður og verkl. framkv. 22,1 Flutninga- og birgðastörf 15,3 Rafmagnsiðnaður 1,1 Þjónustugreinar 3,0 Aðrar atvinnugreinar 3,4 Linurit 1 sýnir skiptingu vinnuslysa ejtir atvinnugreinum. Skiptingin er sýnd i hlutföllum (%) af heildartölu allra slysa, sem til- kynnt hafa veriö á árunum 1970—1977. Flest slysin verða i byggingariðnaði við verklegar jramkvœmdir, en par með er ekki sagt að petta séu hœttulegustu atvinnugreinarnar. Þar sem erfitt hefur reynst að ná i áreiðanlegar tölur um mannfjölda i sumum at- vinnugreinum, er erfitt að segja til um hver sé þeirra hœttulegust. Þó má geta þess, að i iðngreinum verða flest slys á hvert mannár i trésmiðaiðnaði. vinnustað, svo að dauði verkamanns hljótist af, eða verði verkamaður fyrir slysi, sem er þess eðlis, að gera megi ráð fyrir að dórni læknis, að al- rnann atryggingarnar verði bótaskyldar, skal vinnuveitandi tilkynna það öryggiseftirlitinu svo fljótt sem verða má og eigi síður en að einum sólarhring iiðnum. Öryggiseftirlitið skal láta framkvæma rannsókn á orsökum slyssins. - Verði verkamaður veikur af sjúkdómi, sem stafar af at- vinnu hans, skal tilkynna það á sama hátt og þegar um slys er að ræða . . .“ í áðurgreindri skýrslu um starfsemi öryggiseftirlitsins kemur fram, að stundum vill það gleymast að tilkynna vinnuslys til Öryggiseftirlits ríkisins, og að áliti starfsmanna eftirlitsins er það miður, því það torveldi þær rannsóknir, sem gerðar eru til þess að koma í veg fyrir vinnuslys. Afleiðingar þess að fullnægja ekki tilkynning- arskyldu, þegar slys ber að höndum, geta þó ver- ið aðrar heldur en í skýrslunni greinir. Úrlausnir dómstóla um skaðabótaskyldu atvinnurekenda sýna nefnilega, að atvinnurekandinn getur orðið að bera áhættuna af því, að tilkynna ekki slys til Öryggiseftirlits ríkisins. Sönnunarbyrðin fyrir or- TÍMARIT IÐNAÐARMANNA sökum slyss, þar sem starfsmaðurinn krefst bóta úr hendi vinnuveitandans, flyst yfir á hinn síðar- nefnda. Frásögrr tjónþola um orsakir slyss yrði því lögð til grundvallar, ef ætla má, að sönnunar- skort megi rekja til vanrækslu á tilkynningar- skyldu. A ðstœðurnar breytast þvi þannig, ati i stað þess, að starfsmaðurinn verður að sanna, að slys hafi hlotist af skaðabútaskyldri hdttsemi at- vinnurekandans, þd verður atvinnurekandinn nú að sýna frarn á, að ltann beri ekki skaðabóta- ábyrgð vegna slyssins. Vinnuveitandinn ber því hallann af þeim sönnunarskorti sem ætla má, að leiði af vanrækslu tilkynningaskyldunnar. Þessu til skýringar skal hér rakinn hæstaréttardómur frá árinu 1962. Málavextir voru þeir, að 55 ára gamall verkamaður, hafði á hendi gæslu flökun- arvélar í hraðfrystihúsi einu í Reykjavík. Önnur flökunarvél var í sama sal og sneri hún hornrétt á þá fyrrnefndu. Þrír starfsmenn unnu við livora vél. Verkamaðurinn slasaðist á hendi með þeim afleiðingum að hann missti tvo fermstu köggla á vísifingri og löngutöng vinstri handar. Baugfing- ur og litlifingur sömu handar urðu og talsvert krepptir. Verkamaðurinn vildi rekja orsakir 11

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.