Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1978, Blaðsíða 18

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1978, Blaðsíða 18
Skoðana- ágreiningur F.Í.I. og L.I. Með bréfi frá 12. okt. 197S óskaði iðnaðar-, viðskipta- og fjármálaráðuneytið eftir ábend,- ingum frá Landssambandi iðn- aðarmanna og Félagi islenskra iðnrekenda um nolikur atriði. En i samstarfsyfirlýsingu stjórn- málafloltkanna er tekið fram að „samkeppnisaðastaða iðnaðarins verði tekin til endurskoðunar og og spornað verði með opinber- urn aðgerðum gegn óeðlilegri samkeppni erlends iðnaðar m. a. með frestun tollalœkkana.“ Á Bréf til iðnaðar ráðuneytis frá L.I. Stjóin Landssambands iðnað- armanna hefur tekið til umfjöll- unar erindi ráðuneytisins dags. 12. okt. 1978, þar sem óskað er ábendinga í sambandi við end- urskoðun á samkeppnisaðstöðu iðnaðarins og opinberar aðgerðir til að sporna við óeðlilegri sam- keppni erlends iðnaðar. Það er kunnara en frá þarf að segja, að samtök iðnaðarins hafa á undanförnum árum óskað úr- bóta á ýmsum aðstöðumálum ís- lensks iðnaðar. Má þar einkum nefna lánamálin, þ. e. skort á lánsfé og háa vexti, skattamál og langvarandi ranga gengisskrán- ingu, háa tolla af aðföngum og fjárfestingarvörum, hátt orku- vegum fyrrnefndra ráðuneyta var settur á fót starfshópur til að fjalla um framkvæmd þessara stefnumiða. Vegna þessa var beð- ið um svör við eftirtöldum atr- iðum: 1. Rökstuðning fyrir nauðsyn á nefndum aðgerðum, m. a. varðandi frestun tollalœkkana. 2. Hvaða aðgerða sé einlium þörf til að ná fyrrgreindum mark- miðum, þ. e. um bœtta sam- keppnisaðstöðu iðnaðarins og opinberar hömlur við óeðli- legri samkeppni. 3. Mismunandi viðhorf með til- liti til afkomu einstakra greina iðnaðarins i þessu samhengi, en upplýsingar þar að lútandi eru ófullnœgjandi eða liggja ekki fyrir. í framhaldi af þessu bréfi spunnust nokkrar bréfaskriflir. Bœði Félag isl. iðnrekenda og Landssamband iðnaðarmanna svöruðu þessu bréfi. En í þessum svörum kemur fram nokkur skoðanaágreiningur milli sam- takanna og til þess að félagar i Landssambandi iðnaðarmanna og aðrir geti betur gert sér grein fyrir stefnu Landssambandsins og í hverju skoðanaágreiningur milli samtakanna er fólginn, þá birtast hér á eftir bréf þau, er samtökin sendu ráðuneytunum. Jafnframt er birt bréf sem F.i.i. sendi til forsœtisráðherra. Vegna þess sem þar kom fram taldi stjórn L. i. nauðsynlegt að senda forsœtisráðherra og iðnað- arráðuneytinu annað bréf þar sem skoðanir og stefna L. i. er enn frekar útskýrð. Og fylgir þetta bréf einnig. verð, innborgunarskyldu og tvö- faldar ábyrgðir við hráefnakaup o. s. frv. Allt eru jretta atriði, sem kalla á aðgerðir af opinberri hálfu, en jafnframt er Ijóst, að erfitt er að rökstyðja aðgerð, eins og frestun tollalækkana eða aðrar samsvarandi hömlur á inn- flutning á þessum forsendum. Einhliða frestun tollalækkana virðist a. m. k. varla koma til greina á þeirri forsendu einni, að stjórnvöld hafi búið illa að iðnaðinum á aðlögunartíma. En hér kemur fleira til, þar sem eru styrktaraðgerðir við iðn- að, sem gripið hefur verið til í flestum eða öllum nágranna- og samkeppnislöndum okkar. Þess- ar aðgerðir eru bæði mismun- andi eftir löndum, og misjafn- lega auðvelt að sanna tilvist þeirra, en þó eru fyrir hendi nægar heimildir til að staðfesta, að þessar styrktaraðgerðir liafa veruleg áhrif á samkeppnisað- stöðu íslensks iðnaðar á mörgum sviðum. Aðgerðir þessar eru að stofni til tvenns konar, þ. e. ann- ars vegar tengdar ákveðnum iðn- greinum eins og t. d. skipaiðnaði og liins vegar stuðningsaðgerðir bundnar ákveðnum landssvæð- um, sem virðast nú aukast með hverju ári, t. d. í Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Segja má, að íslendingar eigi um þrennt að velja nú miðað við þá stöðu mála, sem upp er komin: 1. í fyrsta lagi er mögulegt, að loka augunum fyrir breyttum aðstæðum, frá því gengið var til samninga við EFTA og EBE og halda áfram tolla- lækkunum, án þess að grípa til sérstakra stuðningsaðgerða né breytinga á starfsaðstöðu íslensks iðnaðar. 2. í öðru lagi er fyrir hendi sá möguleiki að fresta ekki tolla- lækkunum, en bæta þess í stað starfsaðstöðu íslensks iðnaðar almennt, eða grípa til sér- stakra stuðningsaðgerða við einstakar iðngreinar og lands- hluta, með sama hætti og gert TÍMARIT IÐNAÐARMANNA 14

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.