Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1978, Blaðsíða 20

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1978, Blaðsíða 20
Húsgagna- og innréttingaiðn- aður er hér nefndur sérstaklega, og ekki að ástæðulausu. Að áliti stjórnar Landssambands iðnað- armanna er hér um að ræða iðn- grein, sem hvað mest þörf er að koma til aðstoðar. Hér skulu ekki tíunduð þau rök ,sem fram hafa verið færð því til stuðnings, enda hefur Félag húsgagna- og innréttingaframleiðenda komið á framfæri við stjórnvöld og sótt formlega um frestun frekari tollalækkana á innfluttum hús- gögnum. Hvort aðrar aðgerðir eru að dómi stjórnvalda heppi- legri, verður að vega og meta, en hitt er víst, að skjótra úrræða er nú þörf þessari iðngrein til bjargar. Annað dæmi um iðngrein, sem þarfnast skjótra aðgerða stjórnvalda er skipaiðnaður, sem mjög hefur orðið fyrir barðinu á stuðninggsaðgerðum í sam- keppnislöndum okkar. Frestun tollalækkana kemur þessari iðn- grein ekki að gagni, þar sem eng- inn tollur er, né hefur lengi ver- ið á skipum. Þar er því annars konar aðgerða þörf og vísast í því sambandi til tillagna Félags dráttarbrauta og skipasmiðja. Hér hafa verið tekin dæmi um tvær iðngreinar, sem nú þarfnast að dómi stjórnar Landssambands iðnaðarmanna, skjótra aðgerða, en þó ekki hinna sömu. Þannig er staða iðngreina og þörf fyrir úrbætur mismunandi. Því skal að lokum lögð á það áhersla, að frestun tollalækkana eða aðrar hömlur á innflutning er hvorki einhlýt né varanleg lausn á vandamálum íslensks iðnaðar. Verði hins vegar gripið til slíkra aðgerða, sem nú virðist óhjá- kvæmilegt í sumum greinum iðnaðar, má það ekki verða til þess, að jafnframt verði slegið á frest brýnum úrbótum á að- stöðumálum iðnaðarins, eins og t. d. áframhaldandi lækkun tolla af aðföngum og fjárfestingarvör- um. Frestun tollalækkana án annarra aðgerða væri ekki annað en gálgafrestur og að þeim í'resti loknum væri við svipaðan eða sama vanda að glíma og nú. Þórleifur Jónsson. Svarbréf F.Í.I. til iðnaðarráðu- neytis Til svars bréfi yðar viljum vér byrja á að lýsa yfir stuðningi við tilvitnaða grein úr samstarsyfir- lýsingu stjórnarflokkanna. Jafn- framt fögnum vér því, að settur hefur verið á fót starfshópur til að fjalla um framkvæmd þessara stefnumiða og lýsum yfir vilja vorum til að veita starfshópnum þær upplýsingar og aðra aðstoð, sem vér megum. Til svars þeim sérstöku spurn- ingum, sem fram koma í bréfi yðar, er eftirfarandi í sömu röð og spurningarnar: 1. Þegar gengið var frá inn- göngu íslands í EFTA á árinu 1969 fóru fram umfangsmiklar kannanir á stöðu iðnaðarins og var m. a. rætt við fulltrúa allra þeirra greina iðnaðarins, sem EFTA aðildin snerti. Niðurstaða þessara kannana var m. a. sú, að 16 iðnþróun hér á landi var alls ekki á því stigi, að hægt væri að bera hana saman við iðnþróun í öðrum EFTA-löndum. Eitt veigamesta atriðið í því sam- banda var, að afköst í íslenskum iðnaði voru mun minni, e. t. v. aðeins helmingur, en í iðnaði annarra EFTA-landa. Fyrir þessu lágu margar or- sakir, sem ekki verður farið náið út í hér, en nefna má sem dæmi smæð markaðarins og langvar- andi haftakerfi. Ástæður minni afkasta eru ekki aðalatriði máls- ins, heldur hitt, að þetta var staðreynd, sem iðnrekendum og ráðamönnum var ljós. Þess sáust víða merki í ákvörð- unum um ráðstafanir, sem tekn- ar voru fyrir inngöngu í EFTA, að úr þessu átti að bæta. Um það má finna dæmi í bréfum stjórnvalda til iðnrekenda, sem skrifuð voru til staðfestingar á atriðum, sem þessir aðilar höfðu orðið sammála um á fundum, sem sérstaklega fjölluðu um nauðsynlegar aðgerðir á aðlög- unartíma (svokölluð EFTA-lof- orð). Iðnrekendur hafa mjög haldið því á lofti, að aðbúnaður iðnað- ar, þ. e. starfsskilyrði þau sem honum eru búin, væru enn með þeim hætti, að ekki gæti orðið hér nauðsynleg framþróun í iðn- aðinum. Um það að nauðsynleg framþróun hafi ekki orðið vitna hagskýrslur ,þannig að ekki þarf um það að deila. Islenskur iðn- aður hefur að vísu til þessa hald- ið markaðshlutdeild sinni á heimsmarkaði í vel flestum greinum en á hinn bóginn ekki náð þeirri fótfestu á erlendum mörkuðum, sem vænst var. Þá hefur afkoma framleiðsluiðnað- ar versnað undanfarin ár, m. a. vegna óraunhæfs aðhalds í verð- lagsmálum, þannig að dregið hefur úr getu fyrirtækja til að fást við framleiðniaukandi að- gerðir, vöruþróun, leit að nýjum framleiðslutækifærum, markaðs- leit o. s. frv. Það er sennilega ekki fjarri lagi að áætla, að framleiðnistig íslensks iðnaðar sé nú um fjórð- ungi fyrir neðan framleiðnistig iðnaðar í samkeppnislöndum okkar, þannig að framleiðnistig hefur batnað til muna, en betur má ef duga skal. Þetta er lang- mikilvægasta staðreynd málsins og langt yfir allar deilur um TÍMARIT IÐNAÐARMANNA

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.