Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1978, Blaðsíða 22

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1978, Blaðsíða 22
Frestun tolla- lækkana Bréf F.í.i. til forsætisráðherra í fjárlagafrumvarpi, sem lagt var fram á Alþingi í gær, segir svo í athugasemdum: „I frumvarpinu er gert ráð fyrir lækkun aðflutningsgjalda í samræmi við samning um aðild íslands að EFTA og samning við EBE. í samstarfssamningi stjórn- arflokkanna er gert ráð fyrir „að samkeppnisstaða íslensks iðnað- ar verði tekin til endurskoðunar og spornað með opinberum að- gerðum gegn óeðlilegri sam- keppni erlends iðnaðar, m. a. með frestun tollalækkana". Ekki er fullráðið með hvaða hætti þetta verður gert. Sérstök nefnd þriggja ráðuneyta hefur málið til athugunar." Haft er eftir formanni eins stjórnarflokkanna í málgagni flokks hans í dag um fjárlaga- frumvarpið m. a.: „Loforð hefur hins vegar ver- ið gefið um það, að við afgreiðslu frumvarpsins verði tekinn upp nýr tekjuliður, sem samsvarar þessari tollalækkun og sem myndi þjóna því að vernda ís- lenskan iðnað í samkeppni við innfluttar vörur". Að framanrituðu er ljóst, að málefnið hefur ekki enn verið til lykta leitt innan ríkisstjórn- arinnar og viljum vér í því sam- bandi benda yður, herra forsæt- isráðherra, sérstaklega á, að nú eru einungis réttir tveir mánuð- ir þar til tollar eiga næst að hækka ,samkvæmt samningi við EFTA og EBE, en samtals ein- ungis 14 mánuðir eftir af aðlög- unartímanum í heild. I þessu sambandi viljum vér ennfremur ítreka, að frestun tollalækkunar er einungis önnur hlið þessa máls, en hin hliðin eru raunhæf- ar iðnþróunaraðgerðir til að tryggja samkeppnisstöðu íslensks iðnaðar og þar með lífsafkomu þúsunda manna í þessu landi. Vér gerum fastlega ráð fyrir að bæði frestun tollalækkana og ýmsar iðnþróunaraðgerðir komi til kasta löggjafans og er því raunverulega um enn skemmri tíma að ræða en 2 mánuði, ef einhverjar þessara aðgerða eiga að taka lagagildi um næstkom- andi áramót. Um athugun starfshóps þriggja ráðuneyta var oss tilkynnt 12. október s.l. Var óskað eftir á- bendingum vorum í því sam- bandi og þær sendar iðnaðar- ráðuneyti í bréfi 20. október s.l. Fylgir það hjálagt í ljósriti. Frá starfshópnum höfum vér ekkert heyrt frekar. Virðist oss að málið þoli ekki frekari bið eftir að at- hugun starfshópsins ljúki, enda er hér um að ræða málefni til ákvarðanatöku hjá stjórnmála- mönnum en ekki athuganir hjá embættismönnum. Þar sem hér er um að ræða grundvallaratriði tilveru og þró- unarmöguleika íslensks fram- leiðsluiðnaðar, óskar stjórn Fé- lags íslenskra iðnrekenda eftir sérstökum fundi með yður og öðrum ráðherrum úr ríkisstjórn- inni, sem fjalla um málefni tengd iðnaði, þar sem rætt verði hvernig ríkisstjórnin hyggst standa við það ákvæði samstarfs- yfirlýsingar sinnar, sem vitnað var í í upphafi bréfs þessa. Félag íslenskra iðnrekenda er málsvari þess hluta íslensks iðn- aðar, sem þetta mál snertir, og væntir því að þér getið orðið við beiðni þess um sérstakan fund fyrir lok næstkomandi viku. Virðingarfyllst, Félag íslenskra iðnrekenda Davíð Sch. Thorsteinsson. Um stefnu L.I. varðandi frestun fríverzlunar Til áréttingar stefnu sinni og viðhorfum varðandi þá hug- mynd að fresta tollalækkunum gagnvart EFTA og EBE og/eða gera aðrar sambærilegar tíma- bundnar ráðstafanir til þess að búa iðnaðinn betur undir aukna samkeppni vill stjórn Landssam- bands iðnaðarmanna taka eftir- farandi fram: Þau heildarsamtök, sem eru málsvarar þess hluta iðnaðarins er þessi mál varðar eru tvö, Landssamband iðnaðarmanna og Félag íslenskra iðnrekenda. Að dómi stjórnar Landssam- bandsins eru þessi samtök að mestu sammála um, að þær að- gerðir, sem gera þarf til eflingar iðnþróunar hér á landi, ættu að vera sem almennastar. I þessu felst að fyrst og fremst þurfi að skapa öllum iðnaði hér á landi viðunandi starfsskilyrði og ekki síðri en keppinautarnir njóta hver í sínu landi. Gengisskráningin þarf að vera á þann hátt, að fremur sé til hagsbóta fyrir innlendan iðnað en ekki hliðholl erlendri fram- leiðslu eins og oft hefur verið raunin. Aðgangur iðnaðarins að lánsfé, bæði til rekstrar- og stofn- lána, þarf að vera í samræmi við þá möguleika, sem hann hefur (oft fram yfir aðrar atvinnu- greinar) til þess að ávaxta fjár- magnið. Og önnur rekstrarskil- yrði þurfa að vera með þeim hætti, að sanngjarnt sé. Hins vegar eru þetta allt atriði, sem þurfa að vera í lagi og lagfæra þarf hvort sem frestað verður EFTA aðild eða ekki. Samtökin hafa bæði óskað eft- 18 TIMARIT I8NABARMANNA

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.