Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1978, Qupperneq 23

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1978, Qupperneq 23
ir frestun tollalækkana og/eða öðrum sambærilegum aðgerðum til þess að: 1. Stjórnvöldum gefist tími til þess að lagfæra rekstrarskilyrði iðnaðarins þannig að hann búi við sambærileg rekstrarskil- yrði og erlendur iðnaður. 2. Iðnaðinum sé gefið tækifæri og hann studdur til þess að ná betri framleiðni, þannig að hann verði betur búinn til þess að mæta eðlilegri sam- keppni. Ennfremur að hugað verði að glötuðum útflutn- ingstækifærum eða þeim sem mistekist hafa. Bæði samtökin hafa sett sem skilyrði að umþóttunartíminn verði notaður vel bæði af opin- berum aðilum og iðnaðinum sjálfum. Þótt deila megi um að hve rniklu leyti stjórnvöld hafi stað- ið við loforð sín gagnvart iðnað- inum, sem gefin voru við inn- gönguna í EFTA er hitt |jó óum- deilanlegt að rekstrarskilyrði ís- lensks iðnaðar hafa stórlega skerst á síðustu árum eftir að ýmsar erlendar þjóðir hafa tekið upp mjög víðtækar stuðningsað- gerðir við iðnað sinn. Landssamband iðnaðarmanna hefur lagt til að þær tímabundnu aðgerðir, sem hugsanlega yrðu gerðar, væru tímasettar miðað við þessar erlendu stuðningsað- gerðir, jjannig að þær væru látn- ar gilda á meðan erlendar jrjóðir sjá ástæðu til að halda sínum að- gerðum áfram. Bæði framangreind samtök hafa ekki talið grundvöll l'yrir því að algerlega hliðstæðar að- gerðir og gerðar hafa verið er- lendis verði gerðar hér á landi og hafa jafnvel gengið svo langt að vara við slíkum aðgerðum. Er liér átt við ýmsar sértækar að- gerðir, s. s. beina niðurgreiðslu launa í einstökum iðngreinum eða landshlutum, eða aðra beina rekstrarstyrki. Þau hafa hins veg- ar óskað eftir aðgerðum, sem séu í jwí fólgnar, að íslendingar fresti jwí að gerast fríverslunar- svæði á sama tíma og aðal sam- keppnisþjóðirnar stefna í öfuga átt. I þessu sambandi ber að hafa í huga, að bæði frestun tolla- lækkana og/eða aðrar sambæri- legar aðgerðir jafngilda frestun fríverslunar (EFTA-aðildar). Hins vegar er Landssamband iðnaðarmanna þeirrar skoðunar, að líklega sé of seint að grípa til frestunar tollalækkana nú og að sú aðgerð myndi ganga of skammt. Þess vegna þurfi að grípa til annarra aðgerða t. d. innflutningsgjalds eða innborg- unarskyldu. Að jn'í er aðgerðirnar sjálfar varðar verður ekki annað séð, en framangreind samtök eigi sam- leið að flestu eða öllu leyti. Það, sem hins vegar skilur á milli sjónarmiðs samtakanna og hefur að joví er virðist valdið nokkrum misskilningi, er nánast Jaað að þau vilja rökstyðja kröfur sínar á mismunandi hátt. Félag íslenskra iðnrekenda vill rökstyðja frestun EFTA-aðildar og/eða aðrar sambærilegar að- gerðir í einu lagi fyrir allan sam- keppnisiðnað og |>ar með þær aðgerðir, sem séu gerðar, komi annað hvort öllum iðngreinum eða engri þeirra til góða. (Er þó eftir að skilgreina samkeppnis- iðnað, en það er mismunandi hvað átt er við með því hugtaki eins og kunnugt er). Landssamband iðnaðarmanna telur að rökstyðja verði frestun- ina eða aðgerðirnar vegna hverr- ar einstakrar iðngreinar. Sýna verði fram á í hverju tilfelli, að þörf sé á einhverjum aðgerðum. Þetta byggist á jm, að forsendan fyrir frestuninni er sú að sam- keppnisgrundvöllurinn sé skekktur. Sé ekki hægt að rök- styðja frestunina fyrir einhverja grein verði Jrví að líta svo á að hún hafi náð eðlilegum sam- keppnisgrundvelli. Það skal tek- ið fram í }:>essu sambandi, að Jrað er skoðun stjórnar Landssam- bandsins, að enda þótt vafalaust séu mismunandi ríkar ástæður til frestunarinnar fyrir einstakar iðngreinar, þá muni reyndin verða sú að hægt sé að rökstyðja hana fyrir flestar eða allar iðn- greinar sem verða fyrir áhrifum vegna stuðningsaðgerða erlendis. Þau rök, sem Landssamband- ið færir fyrir |:>ví að berjast fyrir frestun aðildarinnar fyrir ein- stakar iðngreinar eru eftirfar- andi: 1. Stjórnvöld lofuðu iðnaðinum {jví árið 1968, að ef einhver iðngrein ætti í vök að verjast vegna áhrifa frá EFTA-aðild, skyldi henni komið til aðstoð- ar á einhvern hátt. Ákvæði um Jietta atriði var sett í EFTA- samninginn. Af þessu er ljóst ,að stjórn- völd geta ekki staðið gegn rök- studcLum óskum einstakra greina um framlengingu. Enn- fremur eiga þau auðveldara með að bera málið upp hjá EFTA. 2. Aðalröksemdin fyrir nauðsyn aðgerðanna er sú að liinar er- lendu Jrjóðir hafa tekið upp sínar víðtæku styrktaraðgerð- ir. Ef grannt er skoðað kemur í ljós að jtessar styrktaraðgerðir kotna misjafnlega niður á hin- um einstöku iðngreinum. 3. Iðngreinar hér heima stóðn misjafnlega að vígi fyrir inn- gönguna og voru því misjafn- lega í stakk búnar til Jress að nýta sér aðlögunartímann og auka framleiðni sína eins og þurft hefði. Benda má á all- mörg atriði, sem óhjákvæmi- lega hafa skapað aðstöðumis- mun að þessu leyti og má þar nefna: a) Þær iðngreinar sem nutu mikillar vemdar fyrir inn- gönguna og höfðu Jjar af leiðandi mjög háa markaðs- TÍMARIT IÐNAÐARMANNA 19

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.