Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1978, Page 24

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1978, Page 24
hlutdeild voru í raun óvið- búnari að taka við sam- keppninni. b) Þær iðngreinar ,sem haía að baki mjög langa og ríka handverkshefð hefðu þurft lengri tíma til þess að sam- lagast breyttum viðhorfum. Það er einnig mjög fjár- magnsfrekt að breyta lirein- um handiðnaði yfir í nú- tíma vélvæddan verksmiðju- iðnað. c) Vegna eðlismunar á starf- semi iðngreinanna er mis- jafnlega erfitt að koma við þeim umbótum, sem nauð- synlegar eru þegar slík um- bylting er gerð eins og við opnun íslensks markaðar gagnvart erlendri sam- keppni. Þannig er erfiðara að koma við nauðsynlegri sérhæfingu í iðnaði, sem framleiðir svokallaða fjár- festingavöru en neysluvöru. 4. Fleiri greinar en þær sem orð- ið hafa fyrir „óhagstæðum“ á- hrifum vegna EFTA-aðildar- innar sjálfrar hafa orðið fyrir skakkafölhim vegna stuðn- ingsaðgerðanna erlendis (t. d. skipasmíðar). Þannig geti orð- ið að grípa til verndaraðgerða fyrir fleiri greinar en Jreirra, sem beinlínis eru tengdar EFTA-aðildinni. Eitt er að rökstyðja frestun fríverslunar og aðgerðir í því sambandi og annað að benda á ráðstafanir, sem gera þurfi til þess að nýta þann frest, sem þá gæfist sem best. Landssamband iðnaðarmanna er sammála Fii í því að allar þær aðgerðir þyrftu að vera sem almennastar, eins og hér að framan er nefnt. Þó verð- ur ekki séð, livernig komist verð- hjá því að sníða ýmsar aðgerðir af þessu tagi við Jrarlir einstakra iðngreina. Þannig má sjálfsagt gera ýms- ar framleiðniaukatidi aðgerðir, sem allir gætu haft gagn af, en Jró verður varla séð, hvernig komist verður hjá skipulags- bundnu átaki í einstökum iðn- greinum. Einnig má efla al- menna útflutningsaukandi starf- semi stórlega t. d. með eflingu Útflutningsmiðstöðvar iðnaðar- ins. Hins vegar þarf einnig að gera skipulagsbundið átak í útflutn- ingi ákveðinna iðngreina og at- huga möguleika Jreirra, sem ekki hafa verið nýttir. Ennfremur má ljóst vera, að enda Jrótt lagfæring ýmissa aðstöðumdla iðnaðarins Jjuríi að gera með svokölluð- um almennum aðgerðum, þá eru Jrar einnig ýmis sérmál einstakra greina, sem þarf að laga. Þá er og ljóst að í sumum iðngreinum (en aðeins sumurn) þarf að at- huga hvort ekki Jrarf að gera ráðstafanir gegn „dumping". Það er von stjórnar Landssam- bands iðnaðarmanna að af fram- ansögðu rnegi Ijóst vera hvaða stefnu Landssambandið hefur í þessu máli. Stjórninsérmeð engu móti, að með stefnu sinni sé hún að biðja um forréttindi fyrir á- kveðnar iðngreinar, sem muni hafa í för með sér sinnuleysi for- svarsmanna fyrirtækjanna og letja \)i gagnvart jjví nauðsyn- lega átaki, sem gera Jrarf til Jiiess að Jreir sjálfir haldi velli í fram- tíðinni. Stjómin telur sig fyrst og fremst vera að benda á raun- hæfa leið til þess að vinna þessu hagsmunamáli iðnaðarins braut- argengi og jafna aðstöðuna milli iðngreina að svo miklu leyti, sem hann kann að vera fyrir liendi. Nýtt Iðnfræðsluráð í ágústmánuði s.l. skipaði þáverandi mennta- málaráðherra nýtt Iðnfræðsluráð samkvæmt lög- um nr. 68/1966, en þar segir að ráðherra skipi iðnfræðsluráð til fjögurra ára í senn. Ráðið skal skipað 9 mönnum, búsettum I Reykjavík og nágrenni. Skulu tveir þeirra vera iðnmeistarar tilnefndir af Landssambandi iðn- aðarmanna, tveir iðnsveinar og einn fulltrúi iðn- verkafólks, tilnefndir af Alþýðusambandi ís- lands, einn tilnefndur af Iðnnemasambandi ís- lands, einn tilnefndur af Félagi ísl. iðnrekenda og einn tilnefndur af Sambandi iðnskóla á ís- landi. Formann skipar ráðherra án tilnefningar. Nýja Iðnfræðsluráðið er þannig skipað: Formaður: Sigurður Kristinsson, forseti Lands- sarnbands iðnaðarmanna, skipaður af ráðuneyt- inu án tilnefningar. Ejarni Jakobsson, formaður Iðju. Guðmundur Hilmarsson, bifvélavirki. Steinþór Jóhannsson, húsgagnasmiður, samkv. tilnefningu Alþýðusambands Islands. Ólafur Pálsson, húsasmíðameistari. Árni Brynjólfsson, rafverktaki, samkv. tilnefn- ingu Landssambands iðnaðarmanna. Hallgrímur G. Magnússon, samkv. tilnefningu Iðnnemasambands íslands. Björn Jóhannsson, framkvæmdastjóri, samkv. tilnefningu Félags íslenskra iðnrekenda. Þór Sandholt, skólastjóri, samkvæmt tilnefningu Sambands iðnskóla á íslandi. 20 TIMARIT IÐNAÐARMANNA

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.