Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1978, Blaðsíða 25

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1978, Blaðsíða 25
Frumvarp það til laga, sem lagt hefur verið fram á Alþingi gerir ráð fyrir 48,2% hækkun frá fjárlögum þessa árs, eða litlu minni hækkun en verið hefur milli ára sl. tvö ár. Verður varla sagt, að þetta frumvarp feli í sér minnkandi ríkisum- svif, þar sem hækkunin er sem fyrr, meiri en sem nemur verðbólgunni. Ríkið heldur sem sagt ríflega sínum hlut, en hins vegar breytast hlutföllin í ráðstöfun tekn- anna talsvert. Ef litið er til framlags ríkisins til höfuðat- vinnuveganna svonefndu, þ. e. landbúnaðar, sjávarútvegs og iðnaðar, kemur í ljós, að til land- búnaðar er ætlunin að verja 4.176 millj. kr., til sjávarútvegs 4.459 millj. kr. og til iðnaðar 947 millj. kr. Framlög til iðnaðar eru því nálægt 20% af framlögum til hinna tveggja höfuðat- vinnuveganna. Rétt er að taka fram, að inni í þessum tölum eru ekki framlög til reksturs ráðuneyta, skóla, yfirdýralæknis, skógræktar ríkisins, Jarðeigna- sjóðs, verksmiðja í eigu ríkisins, né heldur niður- greiðslur og uppbætur. Niðurgreiðslur og útflutningsbætur verða skv. frumvarpinu í fyrsta skipti árið 1979 yfir 10% af fjárlögum í heild, eða 23.374 millj. kr. og er hækkun frá fjárlögum þessa árs um 139%. Hér fer á eftir samanburður á framlögum til atvinnuveganna í hlutfalli við niðurstöðutölur fjárlaga 1974-1978 og frumvarp 1979. Fjárlagafrumvarp 1979 Er að undra þó hægt miði í iðnþróun á Islandi? Sveinn S. Hannesson viðskiptafræðingur LandbúnaSur 1974 1975 1976 1977 1978 1979 Framlag á fjárlögum 713 1.200 1.615 2.501 3.144 4.176 Hlutf. af fjérlögum % 2,43 2,54 2,74 2,78 2,25 2,02 Vísitala frá 1974 100 168 227 351 441 586 Frumv. Millj. kr. 1974 1975 1976 1977 1978 1979 Fjárlagaupphæð 29.402 47.226 58.857 90.957 139.496 206.708 Vísitala frá '74 100 161 200 306 474 703 Hækkun milli ára 60,6% 24,6% 52,8% 55,1% 48,2% Sjávarúlvegur Framlag á fjárlögum 611 929 1.179 1.934 2.876 4.459 Hlutf. af fjárlögum % 2,08 1,97 2,00 2,15 2,06 2,16 Vísitala frá 1974 100 152 193 317 471 730 ISnaSur Framlög á fjárlögum 221 279 323 503 677 947 Hlutf. af fjárlögum % 0,75 0,59 0,55 0,56 0,49 0,46 Vísitala frá 1974 100 126 146 228 306 429 Þessar tölur sýna greinilega, að talsvert vantar á að iðnaðurinn standi jafnfætis öðrum atvinnu- vegum um fjárframlög. Það sem þó vekur enn meiri athygli, er það að framlög til iðnaðar sem hlutfall af fjárlögum í heild fara verulega lækk- andi ár frá ári. Miðað við óbreytt hlutfall af fjárlögum frá árinu 1974 ættu framlög til iðnaðar að nema 1550 millj. kr. 1979 eða vera 63,7% hærri en þau eru í frumvarpinu. Ef hins vegar er miðað við hlutfallslega sömu aukningu framlaga til iðnað- ar, eins og landbúnaðar, ættu framlög til iðnaðar 1979 að vera 1295 millj. kr. Miðað við sömu þró- un og í sjávarútvegi frá 1974 ættu framlögin til iðnaðar að vera 1613 millj. kr. eða 666 millj. kr. hærri en þau eru skv. fjárlagafrumvarpi 1979. Tekjur af jöfnunargjaldinu, sem lagt er á inn- fluttar iðnaðarvörur eru áætlaðar 1.000.000 þús. árið 1979. Þar af er áætlað að nota 500.000 þús. til endurgreiðslu uppsafnaðs söluskatts af út- fluttum iðnaðarvörum. Spá þeirra, sem töldu, að Framh. á bls. 32. TIMARIT IÐNAÐARMANNA 21

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.