Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1978, Blaðsíða 26

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1978, Blaðsíða 26
Iðnaðarmannafélagið í Hafnarfirði var stofnað 11. nóvember 1928 og er sagt í fundargerðabók þannig frá: „í októbermánuði síðastliðnum komu saman nokkrir iðnaðarmenn hafnfirskir í litla fundar- salnum í samkomuhúsi Hafnarfjarðar. Þar var rætt um hver nauðsyn bæri til þess að stofnað yrði til iðnaðarmannafélags í Hafnarfirði, og voru allir viðstaddir á einu máli um það, að kos- in yrði þriggja manna nefnd til að undirbúa málið. í nefndina voru kosnir þeir Davíð Krist- jánsson bæjarfulltrúi, Bror Westerlund vélfræð- ingur og Emil Jónsson verkfræðingur. Hinn 11, nóvember 1928 boðaði nefnd þessi til fundar, og voru þar mættir 24 menn. Nefndin lagði eindregið til, að félagið yrði stofnað, og lagði fyrir fundinn uppkast að lögum fyrir félagið og fundarsköpum. Lög þessi og fund- arsköp voru sniðin eftir lögum og fundarsköp- um Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík og voru samþykkt með minni háttar breytingum. í fyrstu stjórn félagsins voru kosnir: Emil Jónsson for- maður, Davíð Kristjánsson ritari og Ásgeir G. Stefánsson gjaldkeri. Á næsta fundi gengu 5 nýir félagar inn og eru stofnendur taldir 29. í ávarpi á 40 ára afmæli félagsins segir Emil Jónsson svo frá um stofnun félagsins: „Lögin um iðju og iðnað voru samþykkt á Al- þingi 1927. Þessi lög marka tímamót um stöðu iðnaðarmanna í þjóðfélaginu. Þó að þessum lög- um hafi nokkrum sinnum verið breytt, hefur meginefni þeirra staðið óhaggað síðan, en það er að eingöngu meistarar og sveinar og iðnnemar hafi rétt til að stunda iðnaðarvinnu. Þetta var svo mikil réttarbót, að ekki gat hjá því farið, að iðnaðarmenn víðss vegar um landið stofnuðu til samtaka um það að standa vörð um þessi réttindi sín og tryggja, að lögin yrðu ekki sniðgengin. Og mundi ég segja, að þetta hefði verið megintilefni þess, að Iðnaðarmannaféfagið í Hafnarfirði var stofnað rúmlega ári síðar, eða 11. nóvember 1928. Þó að iðnráð, fyrir frumkvæði Iðnaðarmannafé- lagsins og iðnaðarmanna, tæki að sér nánari út- færslu laganna og ákvörðun um réttindi manna, sem þá fóru nokkuð á milli mála, var það þó iðn- aðarmannafélagið sem átti frumkvæðið. Annað atriði, sem einnig átti nokkurn þátt í stofnun félagsins, var það, að tveim árum áður hafði verið stofnaður einkaskóli, kvöldskóli, fyrir iðnaðarmenn í Hafnarfirði, en þar hafði áður enginn slíkur skóli verið til, en áhugi varð fljót- lega fyrir hendi um, að þessum skóla yrði komið í fast og varanlegt form. Engum stóð það þá nær en iðnaðarmönnum sjálfum að koma því máli á nokkurn spöl. Því var það, að í fyrstu lögum fé- 22 Iðnaðarmanna- félagið í Hafnarfirði 50árall.nóv. 1978 lagsins var ákveðið, að það skyldi taka að sér rekstur skólans og ábyrgjast kostnaðinn, ef til kæmi að á því þyrfti að halda. Til þess kom þó að vísu aldrei, að til þessarar ábyrgðar þyrfti að grípa, allan þann tíma, sem skólinn var rekinn á vegum félagsins, þangað til ríkissjóður tók að sér reksturinn .En segja má, að skólinn hafi verið annað tilefnið til þess, að félagið var stofnað. Mér er það mikil ánægja að hafa verið nokkuð viðriðinn stofnun skólans og rekstur hans í nærri tvo áratugi, og eins við stofnun félagsins, af þeim ástæðum, sem hér hafa verið greindar. Ég vildi óska hafnfirskum iðnaðarmönnum til hamingju með félagsstofnun sína og rekstur fé- lagsins alla stund síðan og með rekstur iðnskól- ans, þangað til ríkissjóður tók við. Aðall iðnaðar- mannsins er að hafa lært til verka, og er það fyrst og fremst ástæðan til þess, að iðnaðarmenn hafa fengið þau forréttindi, sem þeim hafa verið gefin með lögunum um iðju og iðnað. Ósk mín til hafnfirskra iðnaðarmanna á fert- ugsafmæli félagsins er sú, að þeir haldi menntun stéttarinnar í heiðri og noti forréttindi sín, sem þeim eru veitt með lögunum um iðju og iðnað, hófsamlega." Félagið var stofnaðili að Landssambandi iðn- aaðrmanna og hefur alla tíð verið virkur aðili í starfi þess. Það hefur haldið uppi öflugu félagsstarfi í Hafnarfirði í eigin húsakynnum og verið í for- ystu um margvísleg mál er iðnað og atvinnumál snertir. Félagið gekkst fyrir stofnun Félags byggingar- manna í Hafnarfirði, sem er sveinafélag og Meist- arafélag iðnaðarmanna í byggingariðnaði. Þá hafði félagið frumkvæði að því að eigin- TÍMARIT IÐNAÐARMANNA

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.