Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1978, Blaðsíða 28

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1978, Blaðsíða 28
Meistarafélag húsgagnabólstrara hélt í haust upp á 50 ára afmæli sitt og hafði boð á Þiugholti með tilheyrandi veitingum. Félaginu bárust ýms- ar gjafir og góðar kveðjur. I hófi þessu voru af- hent sveinsbréf til nýsveina og stjórnaði Ásgrím- ur P. Lúðvíksson þeirri athöfn. 10 nýsveinar bættust í hóp iðnaðarmanna og er um óvenju stóran hóp að ræða þegar tekið er tillit til jress að iðngreinin er ekki fjölmenn. Tímarit Iðnaðarmanna vill í tilefni afmælisins senda félagsmönnum bestu hamingjuóskir, og nota urn leið tækifærið til að rifja upp atburð sem skeði 1961, þegar íslenskir húsgagnamenn unnu til gullpenings á 13. þýsku handiðnaðar- sýningunni í Múnchen. Þar gerðist sá ánægjulegi atburður, að stóll sem teiknaður var af Gunnari H. Guðmundssyni og framleiddur af Friðrik Þorsteinssyni og Ás- grími P. Lúðvíkssyni, hlaut gullverðlaun, sem veitt voru af stjórn Bayern. Af 30 gullverðlaun- um, sem veitt voru á sýningunni, voru aðeins tvenn veitt fyrir húsgögn og hlaut ísland önnur, en ítalir hin. Meistarafélag bólstrara var stofnað í Reykja- vík 20. apríl 1928. Stofnendur voru alls ellefu, en ekki hafði félagið Jíá sama nafn og jrað hefur nú, fram til aðalfundar 1934 gekk Jaað undir nafn- inu Húsgagnasmiðafélag Reykjavíkur en þá var það látið af liendi til þeirra er töldu að sú nafn- gift hæfði sér betur. Að sjálfsögðu, sem við mátti búast, varð nokk- ur styr milli félaga út af þessu, sem leystist með sáttum þegar hið nýja nafn Bólstrun reyndist hafa fullan og óskoraðan rétt í íslensku máli en Meistarafélag bólstrara 50 ára Ásgrímur P. Lúðvíksson bólstrarameistari Jrað voru félagar ekki svo vissir um, sumir óttuð- ust að hér gæti verið um dönsk álirif að ræða, bar því ritari félagsins Jíessi vandkvæði undir dónr Þorbergs Þórðarsonar senr tók af allan vafa. Fyrsta stjórn var jrannig skipuð: Kristinn Sveinsson ,formaður, Jón Helgason, ritari og Erlingur Jónsson, gjaldkeri og var sú stjórn ó- breytt til ársins Í940, en Jrá baðst hún undan endurkjöri. Síðan hafa gegnt formannsembætti Jreir Hjalti Finnbogason, Erlingur Jónsson, Ás- grímur P. Lúðvíksson og núverandi formaður Leifur Jónsson. Þar af hefur Ásgrímur P. Lúð- víksson verið lengstan tínra formaður eða 25 ár. Bólstraraiðninni var mikill fengur í því á sín- um fyrstu árum að hingað kom frá Dannrörku útlærður sveinn og afburða fagmaður, með hug- arfar og kunnáttu eins og best var hjá iðnaðar- mönnum um aldamótin síðustu á Norðurlönd- um og víðar í Evrópu. Þessi maður var Axel Meinholt senr síðar gerð- ist kaupmaður hér í Reykjavík og vel metinn borgari, en lrjá honunr lærðu stofnendur Meist- arafélags bólstrara iðn sína. Það má segja að lengi hafi búið að fyrstu gerð hér sem víðar, því Jrað mátti sjá Jrað á harrda- verkum manna í fleiri ár hvaðan þeirra kunn- átta var. Bólsturiðnin eins og hún var allar götur franr undir árin 1950 var í eðli sínu handverk í orðsins fyllsta skilningi, þar sem vélar voru næsta óveru- legur hluti til Jress að framkvæma verkið. Nú á seinni árum hefur Jretta breyst verulega, ný efni og breytt viðhorf til framleiðni sem ekki verður rakið hér lengra. Þar sem Jressar línur eru settar fram í tilefni 50 ára afmæli Meistarafélagsins verður ekki far- 24 TÍMARIT IÐNAÐARMANNA

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.