Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1978, Page 30

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1978, Page 30
Frumvarp til laga um framhaldsskóla (Lagt fyrir Alþingi á 99. löggjafarþingi 1977—78) I. Gildissvið 1. gr. Lög þessi taka til náms á fram- haldsskólastigi er tekur við af skyldunámsstigi, sbr. 2. gr. laga nr. 55/1974, um skólakerfi. 2. gr. Nám á framhaldsskólastigi, sem kostað er af almannafé, lýtur samræmdu skipulagi samkvæmt lögum þessum. Skólar sem undir lögin falla nefnast íramhalds- skólar. II. Markmið 3. gr. Hlutverk framhaldsskóla er að veita menntun, er sé á hverjum tíma markviss undirbúningur starfs eða frekara náms og stuðli jafnframt að alhliða þroska nem- andans sem einstaklings og þátt- takanda í lýðræðissamfélagi. III. Inngönguskilyrði 4. gr. Allir sem lokið hafa námi í grunnskóla eða hlotið jafngilda undirstöðumenntun eiga rétt á að hel ja nám í framhaldsskóla. Heimilt er að setja í reglugerð ákvæði um lágmarkskröfur í ein- stökum greinum til inngöngu í tiltekna námsáfanga. Öll slík skil- yrði skulu reist á raunhæfu mati á kröfum viðkomandi gxeinar. Þeir sem náð hafa 19 ára aldri geta hafið nám í framhaldsskóla án þess að fullnægja inntökuskil- yrðum skv. þessari grein nema að því er varðar starfsþjálfun, þar sem hennar er krafist. IV. Námsskipan 5. gr. Nám í framlialdsskóla skal fara fram á námsbrautum sem skil- greindar eru eftir markmiðum námsins að því er varðar undir- búning til starfa eða áframhald- andi náms. Námsbraut skal eftir föngum skipulögð þannig að unnt sé að ljúka þar mislöngu nárni. í reglugerð skal kveða á um hvar á námsbraut slík náms- lok geti verið og um markmið námsins á hverju stigi. 6. gr. í samræmi við hlutverk fram- haldsskóla skal á öllum náms- brautum fara saman nám sem lýtur að almennri menntun og sérhæft nám með hliðsjón af markmiðum brautarinnar. I.ögð skal áhersla á tengsl verklegra og bóklegra þátta námsins. Auk skyldunámsefnis skal á hverri námsbraut gefa kost á frjálsum valgreinum. 7. gr. Af öllum námsbrautum skulu vera leiðir til framhaldsnáms, annaðhvort beinar eða með skil- greindri viðbót námsáfanga. Með sama hætti skulu og markaðar sem greiðastar leiðir milli náms- brauta. 8. gr. Námsefni framhaldsskóla skal skipað í skilgreinda námsáfanga sem skulu metnir til eininga eftir umfangi námsefnisins. Leitast skal við að skipuleggja innihald og kennslu hvers áfanga þannig að hann nýtist sem hluti af nánri á sem flestum námsbrautum. Þó skal þess gætt að taka tillit til innra samhengis viðkomandi námsgerinar og mismunandi á- herslu á ólíkurn námsbrautum. Námsbrautir myndast með skipu- lögðu samvali námsáfanga, sbr. einnig 5. gr. Námsbrautum er skipað á írámssvið með hliðsjón af skyld- leika sérnáms sem stuðlar að sanr- eiginlegu grunnnámi fyrir allar brautir sviðsins. Námssviðin eru tengd með sameiginlegum kjarna undirstöðugreina. Unr nánrssvið og námsbrautir skal mælt með sameiginlegum kjarna undir- stöðugreina. Um námssvið og námsbrautir skal mælt í reglu- gerð. 9. gr. Um námsáfanga, markmið þeirra megininntak, umfang og skipan á námsbrantir skal ákveð- ið í námsskrá sem menntanrála- ráðuneytið setur. Námsáfangar í sama eða sambærilegu námsefni skulu jafngildir á öllunr brautum þar sem þeir eru hluti af nám- inu. Sé verkþjálfun liður í náms- áfanga, skal hún metin til ein- inga svo senr aðrir námsþættir. 10. gr. Um námsbraut, þ. á m. próf og vitnisburði, skal mælt í reglu, gerð, svo og um almenn skilyrði senr fullnægja þarf til að flytjast milli námsáfanga. 11. gr. Nemendur sem vegna fötlunar eða frávika frá eðlilegum þroska- ferli fá ekki notið venjulegrar kennslu í einni eða fleiri náms- 26 TÍMARIT IÐNAÐARMANNA

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.