Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1978, Blaðsíða 31

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1978, Blaðsíða 31
greinum eiga rétt til sérstakrar kennslu við sitt hæfi. Kennsla þessi getur farið fram við fram- haldsskóla eða í sérstofnunum. Nánar skal kveðið á um kennslu þessa í reglugerð. 12. gr. Menntamálaráðuneytið hefur forgöngu um gerð áætlana um umbætur í starfi skóla, rann- sókna- og tilraunastarf í skólum, námsskrárgerð, samningu náms- efnis eftir því sem þörf krefur og gerð leiðbeininga um námsmat. Ennfremur skal komið á kennslu- fræðilegu leiðbeiningastarfi. Ár- leg framkvæmdaáætlun skal fylgja tillögum til fjárveitinga í fjárlögum. 13.gr. Árlegur starfstími framhalds- skóla skal að jafnaði vera 9 al- manaksmánuðir. Setja skal í reglugerð ákvæði um skiptingu starfstíma í annir, virkar kennslu- vikur og próftíma svo og um fjölda og lengd kennslustunda. V. Skólaskipan 14. gr. Skipan námsbrauta á skóla- stofnanir skal haga með tilliti til aðstæðna, og koma eftirtaldir kostir til greina: Mismunandi brautir innan sömu stofnunar, skipulagslega tengdar brautir í aðskildum stofnunum eða stakar brautir í sérgreindum stofnun- um. Þar sem nemendafjöldi og önnur skilyrði leyfa, skal leitast við að sameina mismunandi námsbrautir í einni skólastofn- un. í hverjum landshluta skal vera eins fjölbreytt val námsbrauta og við verður komið. 15.gr. Menntamálaráðuneytið ákveð- ur hvar starfrækja skuli fram- haldsskóla og til hvaða náms- brauta hver skólastofnun taki, hvort tveggja í samráði við hlut- aðeigandi fræðsluráð sem skulu leita álits skólanefnda og sveita- stjórna eftir því sem við á, sbr. 19.gr. 16.gr. Menntamálaráðuneytið lætur gera áætlun til 5 ára um skipan námsbrauta á framhaldsskóla- stigi og framkvæmdir til að koma þeirri skipan á. Skal áður afla til- lagna fræðsluráða fyrir hvert fræðsluumdæmi. Áætlunina skal endurskoða á tveggja ára fresti til næstu fimm ára. Árleg fram- kvæmdaáætlun skal fylgja tillög- um til fjárveitinga í fjárlögum. 17.gr. Heimilt er að gera samning við stofnun eða fyrirtæki um að ann- ast tiltekna þætti verklegrar menntunar í samstarfi við fram- haldsskóla. Annars vegar getur verið um að ræða samning skóla við fyrirtæki eða stofnun sem samþykktur skal af rekstraraðil- um skólans og hinsvegar samning milli nemanda og meistara eða fyrirtækis sem staðfestur skal af menntamálaráðuneytinu eða að- ila í umboði þess. Nám sem fer fram utan skóla samkvæmt þessari grein skal ætíð háð eftirliti, skv. nánari ákvæð- um í reglugerð. VI. Stjórn 18.gr. Menntamálaráðuneytið fer með yfirstjórn þeirra málefna er lög þessi taka til nema öðruvísi sé ákveðið í lögum um einstakar námsstofnanir. Ráðuneytinu til aðstoðar við mótun og samræmingu megin- stefnu í málefnum framhalds- skóla og áætlanagerð skv. 12. og 16. gr. er framhaldsskólaráð, skip- að formönnum námssviðsnefnda, sbr. 3. mgr. þessarar greinar, ein- um fulltrúa fyrir grunnskóla og öðrum fyrir háskóla, tveimur fulltrúum tilnefndum af Alþýðu- sambandi íslands, tveimur til- nefndum af Vinnuveitendasam- bandi íslands, einum tilnefndum af Stéttarsambandi bænda, ein- um tilnefndum af Kvenfélaga- sambandi Islands, tveimur til- nefndum af Sambandi íslenskra sveitarfélaga, einum tilnefndum af Sambandi íslenskra samvinnu- félaga, átta tilnefndum af nem- endum við framhaldsskóla, tveimur tilnefndum af samtök- um kennara á framhaldsskóla- stigi, einum tilnefndum af sam- tökum skólastjóra við framhalds- skóla, einum tilnefndum af Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, einum tilnefndum af Bandalagi háskólamanna svo og fulltrúa menntamálaráðuneytis- ins og er hann formaður ráðsins. Menntamálaráðherra skipar framhaldsskólaráð til fjögurra ára í senn. Varamenn skulu skip- aðir með sama hætti. Fyrir hvert námssvið skal skipa ráðgefandi nefnd, námssviðs- nefnd. Menntamálaráðuneytið skipar formann og ritara, sem jafnframt er varaformaður, til fjögurra ára í senn, en jafnframt tilnefnir hver námsbrautarnefnd, sbr. 4. mgr. þesarar greinar, á viðkomandi námssviði tvo full- trúa til setu í nefndinni. Vara- menn skulu skipaðir með sama hætti og aðalmenn. Námssviðs- nefndir samræma störf náms- brautarnefnda og eru ráðgjafar- og tillöguaðilar um inntak og til- högun náms, hver á sínu náms- sviði. Fyrir hverja námsbraut, eða samstæðu skyldra námsbrauta, skal skipuð allt að 5 manna ráð- gefandi nefnd, námsbrautar- nefnd. Starfi aðeins ein náms- brautarnefnd á tilteknu náms- sviði fer hún einnig með verkefni námsviðsnefndar. Menntamála- ráðuneytið skipar námsbrautar- nefndir til fjögurra ára í senn. TIMARIT IÐNAÐARMANNA 27

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.