Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1978, Blaðsíða 32

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1978, Blaðsíða 32
Ráðuneytið skipar einnig for- mann og ritara, en hver nefnd kýs sér varaformann. Sé um að ræða starfsnámsbrautir skulu fulltrúar í nefndinni valdir með hliðsjón af sérþekkingu á við- komandi sviði að fenginni til- nefningu samtaka kennara og samtaka í starfsgreinum og at- vinnugreinum eftir því sem við á hverju sinni. Varamenn skulu skipaðir með sama hætti og aðal- menn. Námsbrautarnefndir eru ráðgjafaraðilar um inntak og til- högun náms á viðkomandi náms- braut(-um). Nefndirnar skulu kappkosta náið samstarf við aðila atvinnulífs á þeim starfssviðum sem námið varðar. Setja skal í reglugerð nánari á- kvæði um framhaldsskólaráð, námssviðsnefndir, námsbrautar- nefndir og störf þeirra. 19.gr. Fræðsluráð, kjörin samkvæmt 11. gr. laga nr. 63/1974, um grunnskóla ,skulu fjalla um mál- efni framhaldsskóla, hvert í sínu fræðsluumdæmi, með hliðstæð- um hætti og að því er tekur til grunnskóla, eftir því sem við get- ur átt. Heimilt er og að fela fræðslustjóra og fræðsluskrif- stofu, sbr. grunnskólalög, verk- efni við stjórnun framhaldsskóla- málefna í umdæminu. Skal í reglugerð setja ákvæði um verkefni fræðsluráða skv. þessum lögum, svo og verksvið fræðslustjóra og fræðsluskrifstofa. í þeim tilvikum er eitt eða fleiri sveitarfélög innan fræðslu- umdæmis standa að skólahaldi á framhaldsskólastigi með sveitar- félögum í öðru fræðsluumdæmi, skal um stjórnaraðild fara eftir reglum sem menntamálaráðu- neytið setur í samráði við sveitar- stjómir og fræðsluráð er í hlut eiga. 20.gr. Fræðsluráð kýs skólanefnd fyr- ir hvern einstakan framhalds- skóla sem fræðsluumdæmið í heild stendur að ásamt ríkinu. Skólanefndin starfar í umboði fræðsluráðs og skal kveðið nánar á um skipan hennar og störf í reglugerð. Ef einstök sveitarfélög innan fræðsluumdæmis standa sameig- inlega að framhaldsskóla, skal við skólann starfa skólanefnd skipuð fulltrúum viðkomandi sveitarfélaga. Um skipun og störf skólanefndar fer eftir ákvæðum í reglugerð og samningi milli menntamálaráðuneytisins og þeirra sveitarfélaga er í hlut eiga. Standi einstakt sveitarfélag innan fræðsluumdæmis eitt ár á- samt ríkinu að framhaldsskóla, fjallar skólanefnd skólahverfisins, sbr. grunnskólalög, um málefni framhaldsskólans með hliðstæð- um hætti og að því er tekur til grunnskóla, eftir því sem við get- ur átt. 21.gr. Skólastjóri stjórnar daglegum rekstri og starfi framhaldsskóla og gætir þess, að starfsemi skól- ans sé í samræmi við lög, reglu- gerðir og námsskrá og önnur gildandi fyrirmæli á hverjum tíma. Skólastjóri er oddviti skóla- stjórnar sem auk hans skal skipuð fulltrúum kennara og nemenda svo og aðstoðarskólastjóra, ef hann starfar við skólann. Um skipan skólastjórnar, verksvið hennar, starfstíma og starfshætti, skal nánar kveðið á í reglugerð. Ef stuttir áfangar náms á fram- haldsskólastigi eru tengdir grunnskóla, getur ráðuneytið á- kveðið, að um stjórn skólastofn- unarinnar í heild fari eftir ákvæð- um laga um grunnskóla. 22.gr. í hverjum framhaldsskóla skal starfa nemendaráð, er sé fulltrúi nemenda gagnvart skólastjórn og henni til aðstoðar í málefnum nemenda. Almenn samtök nem- enda í hverjum skóla setja reglur um skipan, starfssvið og starfs- hætti nemendaráðs, og skulu þær háðar samþykki skólastjórnar og staðfestingu menntamálaráðu- neytisins. 23.gr. Um almenna kennarafundi og verksvið þeirra skal kveðið á í reglugerð. VII. Starfslið 24.gr. Störf við framhaldsskóla skipt- ast í eftirtalda meginþætti: a) yfirstjóm, rekstur, b) námsstjórn, þ. á m. í ein- stökum greinum og greina- samstæðum, svo og skipu- lagning kennslu og eftirlit með verklegTÍ þjálfun. 2. Kennsla. 3. Starfræksla skólasafns. 4. Ráðgjöf, a) náms- og starfsráðgjöf, b) félagsleg ráðgjöf og sál- fræðiþjónusta. 5. Þjónustustarfsemi, a) mötuneyti og heimavistir, b) heilsugæsla, c) húsvarsla, ræsting. Um fjölda starfsmanna og skipting starfa fer eftir stærð stóla og verksviði samkvæmt nán- ari ákvæðum í reglugerð. Menntamálaráðuneytið setur eða skipar skólastjóra og fasta kennara framhaldsskóla að fengn- um tillögum og umsögnum skóla- nefndar, svo og tillögum og um- sögnum skólastjóra þegar um kennara er að ræða. Skólastjóri ræður stundakennara og ráðstaf- ar störfum til námsstjórnar. Fólk til starfa sem greidd eru sameig- inlega af ríki og sveitarfélögum ræður skólanefnd að fengnum til- lögum skólastjóra í samræmi við samþykktar fjárhagsáætlanir. Fela má ráðgjafar- og sálfræði- þjónustu fræðsluumdæma, sbr. IX. kafla laga nr. 63/1974 um 28 TIMARIT IÐNAÐARMANNA

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.