Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1978, Blaðsíða 33

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1978, Blaðsíða 33
grunnskóla, að annast hliðstæða starfsemi fyrir nemendur fram- haldsskóla. 25.gr. Um skilyrði til að verða settur eða skipaðurskólastjóri eða kenn- ari við framhaldsskóla fer eftir ákvæðum laga um embættisgengi kennara og skólastjóra. Setja má í reglugerð ákvæði um menntun annarra starfsmanna. Setja skal í reglugerð ákvæði um orlof og endurmenntun starfsmanna framhaldsskóla. VIII. Fjármál 26. gr. Skólahald samkv. lögum þess- um skal kostað af ríki og sveitar- félögum í sameiningu. Kostnað- arskipting skal miðuð við eftir- farandi meginatriði: a) Ur ríkissjóði greiðist launa- kostnaður vegna skólastjórn- ar og kennslu. Sett skulu í reglugerð ákvæði um stunda- fjölda til stjórnunar og kennslu og um fjölda nem- enda í kennsluhópum. b) Úr ríkissjóði greiðist framlag til starfa við ráðgjöf, skóla- söfn og félagsstörf. Framlag ríkissjóðs skal vera helming- ur kostnaðar ,allt að hámarki sem sett skal í reglugerð og miðast við vel skipulögð og nauðsynleg störf á þessum sviðum. c) Annar almennur rekstrar- kostnaður greiðist af ríkis- sjóði að hálfu. Þar sem fram- haldsskóli er rekinn í sömu stofnun og grunnskóli, skal greiða úr ríkissjóði rekstrar- framlag sem miðist við nem- endafjölda í framhaldsskólan- um og meðalkostnað ríkis- sjóðs í sambærilegum skólum, sem reknir eru sem sjálfsstæð- ar stofnanir. d) Viðhald húsa, endumýjun búnaðar og húsaleiga greiðist TÍMARIT IÐNAÐARMANNA í sömu hlutföllum og stofn- kostnaður, sjá g-lið. e) Um rekstur heimavista gildi ákvæði stafliða a til d. f) Til stofnkostnaðar kennslu- húsnæðis og húsnæðis fyrir al- menna þjónustu svo sem skólasafns, félagsstörf og mötuneyti greiðir ríkissjóður framlag kr. 54 000 á vergan m2 gólfflatar. Búnaður og lóðargerð greiðist að 70/100 úr ríkissjóði og miðast eignar- aðild ríkisins við þann hundr- aðshluta. g) Til stofnkostnaðar heimavista greiðir ríkissjóður framlag kr. 65 000 á vergan m2 gólf- flatar. Búnað og lóðargerð greiðir ríkissjóður að 85/100 og miðist eignaraðild hans við þann hundraðshluta. Framlög ríkissjóðs skv. staflið- um g og h miðast við vísitölu byggingarkostnaðar 100 stig eins og hún var í nóvember 1975 og breytist í hlutfalli við þær breyt- ingar sem á henni verða. 27. gr. Sveitarfélög í hverju fræðslu- umdæmi skulu, skv. 24. gr., kosta að sínu leyti allt skólahald skv. lögum þessum sem fram fer í fræðsluumdæminu. Menntamála- ráðuneytið setur reglur um skipt- ingu stofn- og rekstrarkostnaðar milli sveitarfélaga í hverju um- dæmi, að fengnum tillögum fræðsluráðs. Skal fræðsluráð kappkosta að ná samkomulagi milli sveitarfélaganna. Takist það ekki sker menntamálaráðu- neytið úr. Reglur um skiptingu kostnaðar milli sveitarfélaga skulu m. a. taka tillit til eftirfar- andi: a) íbúafjölda sveitarfélagsins og fjölda ungmenna 16-19 ára, án tillits til þess hvort þau notfæra sér skólahald í um- dæminu eða ekki. b) Aðstöðu, sem sveitarfélag það sem skóli er staðsettur í, nýt- ur umfram önnur með tilliti til þjónustu og fjárhagslegra atriða. c) Fjarlægðar sveitarfélags frá skólastað. 28. gr. Heimilt skal með samkomu- lagi við menntamálaráðuneytið að eitt sveitarfélag eða fleiri í sameiningu standi að framhalds- skóla án aðildar annarra sveitar- félaga í fræðsluumdæminu, enda taki skólinn til verulegs hluta af því námi sem gert er ráð fyrir í lögum þessum. Slíkt fyrirkomu- lag má ekki verða til þess að hindra eðlilegt skipulag skóla- halds o°r samvinnu skóla í um- dæminu, takmarka aðstreymi nemenda eða auka með óeðlileg- um hætti kostnað annarra sveit- arfélaga. Með sama hætti geta sveitarfélög, með samþykki menntamálaráðuneytisins, samið um aðild að framhaldsskóla utan síns fræðsluumdæmis, ef það stuðlar að eðlilegu skipulagi skólasóknar. 29.gr. Menntamálaráðherra getur á- kveðið að fengnu samþykki Al- þingis, að í undantekningartil- vikum verði einstakir skólar kostaðir að öllu leyti úr ríkis- sjóði, enda sé þá um mjög sér- hæft skólastarf að ræða sem krefst sérstakrar staðsetningar og sýnt þyki að með hlutdeild í skóla- haldinu verði óeðlileg kostnaðar- byrði lögð á sveitarfélög í við- komandi fræðsluumdæmi. IX. Reglugerðir 30.gr. Menntamálaráðuneytið setur nánari ákvæði í reglugerð um framkvæmd laganna. Reglugerð getur tekið til framhaldsskóla- stigs í heild eða einstaks náms- 29

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.