Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1978, Qupperneq 34

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1978, Qupperneq 34
sviðs eða námsbrautar. Auk þeirra atriða, sem vísað er til reglugerðar í einstökum grein- um laganna, skal í reglugerð m. a. kveða á um undirbúning og forræði byggingarframkvæmda fyrir framhaldsskóla, svo og um skólareglur. Við samningu reglugerða skal m. a. kveðja til fulltrúa frá fram- haldsskólum, atvinnulífi og sam- tökum sveitarfélaga. X. Gildistaka laganna og undirbúningur að jramkvœmd þeirra. 31.gr. Lög þessi öðlast þegar gildi og koma til framkvæmda eins fljótt og við verður komið að dómi menntamálaráðuneytisins og eigi síðar en að liðnum 5 árum frá gildistöku. Jafnframt falla úr gildi eftirtalin lög um skóla á framhaldsskólastigi, enda hafi áður verið settar reglugerðir um tilsvarandi námsbrautir samkv. lögum þessum. Ákvæði iðn- fræðslulaga um réttindi og skyld- ur iðnnema og meistara skulu og halda gildi sínu þar til sett hefur verið almenn löggjöf um réttindi og skyldur nemenda og vinnu- veitenda þegar nám fer fram á vinnustöðum. Lögnr. 55/1971, um fiskvinnslu- skóla, — nr. 14/1973, um heimild til að stofna fjölbrautarskóla, — nr. 10/1973, um Fósturskóla íslands, — nr. 35/1962, urn Hjúkrunar- skóla íslands, — nr. 81/1972, um heimild fyrir ríkisstjórnina til að stofna og reka lijúkrunarskóla í tengsl- um við Borgarspítalann í Reykjavík, — nr. 6/1971, sbr. lög nr. 109/ 1974, um Hótel- og veitinga- skóla íslands, — nr. 49/1946, sbr. nög nr. 89/ 1952, um húsmæðrafræðslu, — nr. 53/1975, um hússtjórnar- skóla, — nr. 68/1966, sbr. lög nr. 18/ 1971 og lög nr. 68/1972, um iðnfræðslu, — nr. 37/1975, um Leiklistar- skóla íslands, — nr. 35/1964, um Ljósmæðra- skóla íslands, — nr. 12/1970, um menntaskóla, —- nr. 38/1965, um myndlista- og handíðaskóla íslands, — nr. 33/1975, um Sjóvinnu- skóla íslands, — nr. 22/1972, um Stýrimanna- skólann í Reykjavík, — nr. 1/1973, um stýrimanna- skóla í Vestmannaeyjum, — nr. 67/1966, sbr. lög nr. 21/ 1973 og lög nr. 56/1974, um vélstjóranám, — nr. 51/1976, um viðskipta- menntun á framhaldsskóla- stigi, þó skulu halda gildi sínu ákvæði 9. gr. þeirra laga urn Samvinnuskólann og Verslun- arskóla íslands. Menntamálaráðuneytið skal Jiegar hefja undirbúning að framkvæmd laganna m. a. með samningu námsskrár og öðrum ráðstöfunum er miða að samhæf- ingu náms á framhaldsskólastigi. Getur ráðuneytið í því skyni hlutast til um eða heimilað, að einstakir skólar víki frá tiltekn- um ákvæðum gildandi laga, enda sé um að ræða tilhögun sem sam- rýmist meginstefnu þessara laga. Ákvceði til bráðabirgða 32. gr. í fyrstu 5 ára áætlun mennta- málaráðuneytisins um skipan námsbrauta á framhaldsskóla- stigi og framkvæmdir til að korna þeirri skipan á, sbr. 12. og 16. gr. laganna, skal lögð sérstök áhersla á uppbyggingu og eflingu verk- námsbrauta .Skal miðað við að þær framkvæmdir verði sem lengst komnar þegar lögin í heild koma til framkvæmda sbr. 31. gr. Landssamband iðnaðarmanna sendir öllum félögum sínum og velunnurum sínar beztujóla- og nýárskveðjur og óskir um gott og gœfuríkt starf á komandi ári 30 TÍmarit iðnaðarmanna

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.