Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1978, Blaðsíða 35

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1978, Blaðsíða 35
Rannsóknarstofnun iðnaðarins hefur rannsak- að málningar og lökk með tilliti til notagildis. Þar sem mikið hefur borið á skemmdum á málningu utanhúss, þá hóf Aðalsteinn Jónsson rannsóknir í þeim tilgangi að finna orsakir skemmdanna. Til aðstoðar fékk stofnunin Bengt Lindberg, sérfræðing, sem starfar við Norrænu málningar- rannsóknastofnunina í Kaupmannahöfn. Hér á eftir eru talin fram nokkur mikilvæg at- riði varðandi þessar rannsóknir. Veðurfar á íslandi Þrátt fyrir hnattstöðu sína milli 63° 30' og 66° 30' breiddargráðu lieíur ísland tiltiilulega milt loftslag vegna Golfstraumsins. Mikil úrkoma og hár loftraki myndast, þegar hlýir og rakir loft- straumar úr vestri mæta köldum loftstraumum úr norðri. Veðurfarið fyrir meðalár í Reykjavík sést í töflu 1. Upplýsingarnar eru fengnar frá Veður- stofunni í Reykjavík (hitastig og rakastig í % af raka í mettuðu lofti). Til samanburðar eru tekn- arsamsvarandi upplýsingar frá Danmörku. Einkennandi er, að meðalrakinn fyrir hvern mánuð er tiltölulega hár (hvergi undir 76%). Hitastigið breytist frá rétt undir 0°C yfir vetrar- mánuðina í rúmar Í0°C yfir sumarið. Hið háa rakastig veldur því, að raki þéttist oft á flötum við lækkun á hitastiginu (2—3°C), t. d. á næt- urnar. Einnig getur norðurhliðin verið mun kaldari en suðurhliðin. ísland liggur það norðarlega á hnettinum, að dreifing sólartíma á árstíðirnar verður mjög mis- jöfn (fáir sólartímar yfir vetrarmánuðina og margir yfir sumarmánuðina). Einnig er veður- far allbreytilegt eftir landshlutum, úrkoma í Reykjavík er nær tvöfalt meiri en í Danmörku. Málning utan á húsum í Reykjavík verður því fyrir miklu rakaálagi (fuktebelastning) (slagregn, raki, sem þétttist á flötunum (döggj, hár loft- raki), sem verkar bæði á málningarlagið og grunninn. Byggingaref^ii í úlveggjum á Islandi Gömul hús eru oft byggð úr tré og klædd með bárujárni. Bárujárn er einnig notað til klæðn- ingar á þök. Nýrri hús eru yfirleitt byggð úr steinsteypu og steypt á staðnum í mótum, sem smíðuð eru úr timbri og síðan eru fletirnir púss- aðir. Sums staðar eru notuð tilbúin mót, sérstak- lega við byggingu háhýsa, og fást þá sléttir fletir, sem ekki þarf að pússa. Mest er málað á pússaða og/eða steypta fleti. TÍMARIT IÐNAÐARMANNA Rannsóknarstofnun iðnaðarins Málningarrann sóknir Aðalsteinn Jónsson Þessir fletir eru málaðir í fegrunarskyni og til þess að hlífa þeim fyrir veðrun. Hin öra uppbygging hefur haft í för með sér, að viðhald hefur verið vanrækt í nokkrum mæli. Viðhald málningar á byggingum er því orðið mikið vandamál og viðhaldskostnaður er hár. Óskir hafa því komið fram um, að reynt verði að auka endingu málningar við fyrstu málun og að hægt sé að hafa betri stjórnun á viðhaldi og við- gerðum. Sandur og möl, sem notuð eru í steypuna, virð- ast oft innihalda sölt, sem í sumum tilfellum valda útfellingum og geta valdið miklum osmo- tiskum þrýstingi á málningarlagið. Annað atriði, sem taka þarf með i reikninginn, er að steyþa og þússning geta þornað of fljótt þannig að ekki nœst nægileg hersla á steyþunnijþússningmini. Eftirhersla er nauðsynleg (halda þarf steypunni/ pússningunni rakri í nokkra daga) til þess að fá góðan grunn til að mála á. Rakaálag og rakastreymi í útveggjum Margt kemur inn í myndina, þegar athugað er rakastreymi í útvegg ,og eru helstu atriðin sýnt á myndinni. Ef maður þekkir hlutaþrýsting vatnsgufu út og inni, þykkt veggjarins og flæðistuðul er hægt að reikna gufuflæðið G = g/klst.m2 út frá lík- ingunni G = K P1-P2 d K = flæðistuðull veggsins fyrir vatnsgufu. d = þykkt veggsins. fþ = hlutaþrýstingur vatnsgufu inni. P2 = hlutaþrýstingur vatnsgufu úti. 31

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.