Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1989, Blaðsíða 9

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1989, Blaðsíða 9
Sameiginlegur innri markaður Evrópu KRISTJÁN GUDMUNDS- SON, VIÐSKIPTA- FRÆDINGUR HJÁ LANDSSAM- BANDI IÐNADAR- MANNA í HÖND FER TÍMI FYRIRTÆKJANNA Samvinna Evrópuríkja í efnahagsmálum á að baki um fjögurra áratuga þróun. Á þessum tíma hefur með víðtæku samstarfi ríkja og stofnana tekist að gera Vestur-Evrópu að æ meiri efnahagsheild en óskiptur innri markaður hefur frá upphafi verið markmið Efnahagsbandalags Evrópu (EB). Sem aðili að EFTA og með samningum við EB hefur ísland tengst ýmsum stofnunum og samtökum Evrópusamstarfsins og þannig að ýmsu leyti notið góðs af frjálsari viðskiptaháttum. Viðskipti okkarvið ríki EB hafa vaxið mjög á síðari árum og um 60% útflutnings landsmanna fara til EB. Um mitt ár 1987 voru áformin um innri markað lögbundin hjá bandalaginu og samhliða því voru gerðar ýmsar skipulagsbreytingar á bandalaginu til að flýta framgangi mála. A sjöunda áratugnum störfuðu Fríverslunarsamtök Evrópu, EFTA,og Evrópubandalagið, EB, algjörlega hvort í sínu lagi og náðu hvort um sig miklum árangri í afnámi verndartolla og innflutningshafta. Framan af hafði EB nánast engin samskipti við EFTA sem stofnun heldur aðeins við aðildarríkin. Afleiðingin varð sú að Vestur-Evrópa skiptist æ meir í tvö aðgreind markaðssvæði. Á síðustu árum hefur þetta breyst og nú eiga þessi tvö bandalög með sér víðtækt samstarf á fjölmörgum sviðum. IVIargir óttast hvernig fyrirtækjum utan EB muni farnast í samkeppni við fyrirtæki í bandalagsríkjunum og benda á að EFTA-ríkin séu lítil og verði áhrifalaus utan bandalagsins. Þeir sömu halda því fram að samstarf og samningar geti aldrei komið í stað aðildar. Þegar samningar hófust um inngöngu Bretlands, Danmerkur og fleiri þjóða í EB var staðfest breyting á þessu enda var þá mótuð sú stefna að EFTA-ríkin, sem eftir yrðu, tengdust EB í fríverslunarsamstarfi og gerðu öll ríkin, þ.á.m. ísland, fríverslunarsamninga við EB á árunum 1972 og 1973. Samningur íslands við EB gekk þó ekki að fullu í gildi fyrr en 1976 að loknum deilum um útfærslu fiskveiðilögsögu. Síðustu árin hefur efnahagssamvinna Evrópuríkja þróast mjög ört og munu EFTA-ríkin væntanlegataka að verulegu leyti þátt í myndun sameiginlegs innri markaðar. Rómarsamningurinn, sem undirritaður var við stofnun EB árið 1957, er grundvöllur Evrópubandalagsins og er hann eins konar stjórnarskrá bandalagsins. í svonefnari Hvítbók er hins vegar að finna áætlunina um framkvæmd sameiginlegs innri markaðar. í henni eru settar fram tilskipanir til aðildarþjóða og fá þær ákveðinn frest til að hrinda þeim í framkvæmd, þ.e. aðlaga lög sín og reglur að efni tilskipananna. Ef aðildarríki hirðir ekki um að gera nauðsynlegar breytingar, innan þess tímafrests sem gefinn er, SAMANBURÐUR Á EB OG EFTA EB EFTA MANNFJÖLDI 320 MILLJÖNIR 32 MILLJÖNIR ÞJÖOARFRAML./MANN $ 10.325 $ 15.800 VERÐBÖLGA 5.5% 3.0% ATVINNULEYSI 11.5% 2.9% FJÖLDI LANDA 12 6 HLUTD. I HEIMSVIÐSK. 17.8% 6.8% • Tölur 1906, nema hlutdelld I helmsviöaklptum, 1984 Heimild: De Islandske eksporterhverv og EF's indre marked eftir Kristján Jóhannsson 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.