Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1989, Blaðsíða 13

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1989, Blaðsíða 13
ÚTFLUTNINGUR HLUTFALL AF HEIMS- ÚTFLUTNINGI HLUTFALL AF LANDS- FRAMLEIÐSLU EB-LÖND' 20% 9.0% BANDARlKIN 15% 6.7% JAPAN 9% 9.3% • Útflutningur til landa utan EB Heimild: Economist • J meðalstór fyrirtæki. Tækifærin felast í afnámi hindrana og frjálsum aðgangi að markaði 320 milljóna neytenda. Áhættan er hins vegar sú að fyrirtækin hafa búið við langvarandi vernd, sem gerir aðlögun torveldari. Sérstaklega á þetta við um fyrirtæki á jaðarsvæðum bandalagsins. Af þessum ástæðum er megin áhersla lögð á að bæta rekstrarlegt umhverfi fyrirtækjanna. Liður í því er að draga stórlega úr stjórnunarlegum formsatriðum, sem snerta minni fyrirtæki. Hjá EB er í gangi sérstök áætlun, sem hefur það að markmiði að styrkja ] smá og meðalstór fyrirtæki. Það eru einmitt þau fyrirtæki sem í dag verða harðast úti vegna ýmissa viðskiptalegra og tæknilegra hindrana. Verkefni þetta hófst árið 1986 en í júní á síðasta ári var ákveðið að hraða áætluninni og tengja það umræðunni um sameiginlegan innri markað. Til að stjórna átakinu var á árinu 1986 sett á laggirnar verkefnisstjórn en hlutverk hennar er m.a. að koma með tillögur og samhæfa stefnu EB fyrir smá og meðalstór fyrirtæki og jafnframt að vera ráðgefandi aðili fyrirtækjum innan alls bandalagsins. Aætlunin hefurtvö megin markmið: 1. Að bæta efnahagslegt umhverfi smárra og meðalstórra fyrirtækja innan hins sameiginlega markaðar. 2. Að skapa aukinn sveigjanleika og auka fjárstreymi til fyrirtækjanna með sérstökum aðgerðum. Þessi markmið verða nú skýrð nokkru nánar. 1. Hér er fyrst og fremst um það að ræða að minnka stjórnunar- legar byrðar á fyrir- tækjunum og verður í því skyni lögð áhersla á að gildandi reglur valdi ekki ónauðsynlegum erfiðleikum. Farið er yfir reglurnar m.t.t. þess að unnt sé að einfalda þær. 2. Til að auka sveigjanleika eða aðlögunarhæfni smáfyrirtækja hafa farið í gang fjöldi undirverkefna: a) Miðlun upplýsinga: Fyrirtækin verða að hafa aðgang að upplýsingum ef þau eiga að geta nýtt sér þá möguleika sem sameiginlegur innri markaður gefur. Þau þurfa að geta fengið svör við spurningum eins og: - Hvaða lög eða reglur hafa þýðingu fyrir mitt fyrirtæki? - Á hvaða hátt munu þessar reglur breyta aðstæðum míns fyrirtækis? I síbreytilegum heimi verða upplýsingar og miðlun þeirra stöðugt mikilvægari og verðmætari þáttur í daglegu lífi. Minni fyrirtæki hafa oft ekki aðstöðu til að fylgjast með þeim aragrúa af laga- og reglugerðar- breytingum, sem sífellt eiga sér stað, né eru þau ætíð meðvituð um þau tækifæri sem þau hafa. Þess vegna var ákveðið að koma á fót Evrópskum upplýsingamið- stöðvum fyrir fyrir- tæki (Euro-lnfo Centres). Upplýsinga- miðstöðvarnar eru svæðisbundnar og er hverri þeirra ætlað að veita upplýsingartil lítilla og meðalstórra fyrirtækja á tilteknu svæði. Ætlunin er að koma á fót ekki færri en 39 slíkum miðstöðvum. Þær fyrstu hófu starfsemi í október 1987. Hver miðstöð veitir upplýsingar um t.d. lög, styrki, lán og möguleika á þátttöku í rannsóknar- verkefnum, innri markaðinn, markað í löndum þriðja heimsins o.fl. Þessu til viðbótar veitamiðstöðvarnar, sé þess óskað, ráðgjöf af ýmsu tæi. Aðstoðin fer fram í samvinnu við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.