Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1989, Blaðsíða 14

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1989, Blaðsíða 14
ráðgjafastofnanir í einstökum ríkjum. b) Samvinna milli fyrirtækja: Sameiginlegur innri markaður hefur í för með sér að meiri kröfur verða gerðar tilfyrirtækjaog ríkari þörf verður á alþjóðlegri samvinnu, sérstaklega milli smárra og meðalstórra fyrirtækja og fyrirtæki fá aðstoð við að finna samstarfsaðila. Framkvæmdanefnd Evrópubanda- lagsins hefur ennfremur tekið frumkvæði að því að þæta og byggja upp samskipti aðal- og undirverktaka innan EB. c) Nýtækni: Lögð er áhersla á að örva þátttöku smáfyrirtækja í rannsóknar- og tækniverkefnum. d) Aukið fjármagn til minni fyrirtækja: Eitt af markmiðum áætlunarinnar er að bæta aðgang fyrirtækjanna að fjármagni, sérstaklega m.t.t. aðstoðar við framgang verkefna á „evrópsku plani“. Gera á mögulegt að mæta fjárþörf, sem markaðurinn í dag sinnir ekki. A þessum áratug hefur aðgangur smárra og meðalstórra fyrirtækja að fjármagni batnað stórum og sem dæmi má nefna: Lán: Evróþski fjárfestingabankinn veitir megin hluta útlána sinna til lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Þau eru veitt fyrir milligöngu annarra fjármálastofnana. Á árinu 1986 voru lánveitingar til smáfyrirtækja u.þ.b. 595 milljónir ECU (40 milljarðar íslenskra króna) í samanburði við 54 milljónir ECU (3,6 milljarðar ísl.kr) á árinu 1977. Milli áranna 1982 og 1984 tvöfölduðust lánveitingar, fyrir milligöngu EB, til smáfyrirtækja, sem samsvarar um fjórðung lánveitinga á vegum bandalagsins. Þessi gífurlega aukning undirstrikar hina miklu þýðingu, sem smáfyrirtækjastefnan hefur í þessum löndum. Markmið smáfyrirtækjastefnunnar var enn betur undirstrikað í mars 1987 þegarákveðið var að veita um 750 milljónum ECU sérstaklega til lítilla og meðastórra fyrirtækja og mest af því skyldi ráðstafað til minnstu fyrirtækjanna. Því til viðbótar var ákveðið að Evrópski fjárfestingabankinn veitti sömu upphæð til lítilla og meðalstórrafyrirtækja. Nú er unnt að fá lán út á óáþreifanlegar eignir eins og framleiðsluleyfi, þekkingu (know-how), rannsóknir og þróunarkostnað og fjárfestingar. Styrkir: Frá stofnun Evrópska byggðaþróunarsjóðsins (European Regional Development Fund) árið 1975 hefur hann styrkt fjölda verkefna fyrir um 10 milljónir ECU (670 millj. ísl. kr.).og fjárveitingar sjóðsins hafa í vaxandi mæli farið til minni fyrirtækja. Ahættufjármagn: Gert er ráð fyrir að auka áhættufjármagn, sem stendur litlum og meðalstórum fyrirtækjum til boða. Með það í huga tók EB, ásamt Evrópska áhættulánasjóðnum, þátt í verkefni, sem ætlað er að auka fjármagn til fyrirtækja vegna nýrrartækni. Unnið er að því að koma af stað fleiri verkefnum, sem miðuð verða við að örva stofnun nýrra fyrirtækja og sérstök áhersla er lögð á að auðvelda fjármögnun stofnkostnaðar (start-up capital). Hvað varðar félagslegt og menningarlegt umhverfi er talið mikilvægt að auka þekkingu ungs fólks á smáfyrirækjum og mikilvægi þeirra í Ijósi þess að allt of margt ungt fólk íhugar ekki þá möguleika, sem smærri fyrirtæki gefa og ungt fólk fær litla hvatningu til að setja á fót eigið fyrirtæki. Þá hafa verið leidd rök að því að stjórnendur í smærri fyrirtækjum hafi illa komið til móts við endurmenntunarþörf starfsmanna sinna og sömuleiðis sjálfs sín. Ætlunin er að ráða bót á þessu og tryggja þannig nauðsynlega þróun á framleiðslu- og stjórnunaraðferðum innan lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Hefur sameiginlegur innri markaður aðeins kosti í för með sér fyrir stór fyrirtæki? Sumir hafa haldið því fram að sameiningin hefði aðeins kosti í för með sér fyrir stærri fyrirtæki, sem framleiða í fjöldaframleiðslu. í nýlegri skýrslu frá The London School of Economics er því haldið fram að mjög vafasamt sé að gera ráð fyrir að sameiginlegur innri markaður komi til með að hafa í för með sér miklar breytingarát.d. neysluvenjum í einstökum löndum þannig að kostir fjöldaframleiðslunnar eru trúlega ofmetnir. Ný tækni, aukin sjálfvirkni, sveigjanleg framleiðslukerfi, aukin sérhæfing (aukin fjölhæfni), þróaðri undirverktakastarfsemi og aukin samvinna minni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.