Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1989, Blaðsíða 28

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1989, Blaðsíða 28
I 28 Innkaup Evrópu- bandalagsríkja í i svipuðu formi og okkar ÁSGBR 1 JÓHANNES- ] SON, FOR- STJÓRI INNKAUPA- 1 STOFNUNAR RÍKISINS: I „Eg dreg í efa að það væri okkur íslendingum til mikilla hagsbóta að gerast formlegir aðilar að samningi um alþjóðleg útboð við Evrópubandalagið. Ég þykist sjá að skriffinnska verði mikil í tengslum við þessa hluti og kostnaður nokkur, meiri en svo aö þátttakan verði réttlætt. Einkum með tilliti til þess að það er búið að undanskilja svo marga flokka innkaupa sem eru stórir hjá okkur, að það yrðu varla nema tíu til tuttugu útboð á ári sem féllu undir samninga af þessu tagi “, sagði Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Innkaupastofnunar Ríkisins, í viðtali við Tímarit iðnaðarmanna. Asgeir var beðinn að gera nokkra grein fyrir þeim áhrifum sem Evrópubandalagið og þróun mála á evrópskum markaði gæti hugsanlega haft á innkaup okkar hér á landi. „Það hefur stundum verið rætt opinberlega að einkaaðilar gættu ekki alltaf fullrar hagkvæmni í innkaupum sínum", sagði Ásgeir. „Opinber innkaup hafa hins vegar verið hér mjög hagstæð í áratugi. Við tókum hér á landi upp aðferðir sem eiga upphaf sitt í fylkjum Bandaríkjanna, á fjórða áratug aldarinnar þegar Roosvelt var forseti. Þá voru þar settar á stofn innkaupastofnanir, sem sáu um opinber innkaup. Starfsemi þeirra byggðist á lögmálum frjálsrar samkeppni, á útboðum og leit að hagstæðustu tilboðum í gegn um þau. Svipað fyrirkomulag hefur verið við lýði hér á landi allt frá byrjun sjöunda áratugarins er frjálsræði jókst í milliríkjaviðskiptum. Fyrirrennari minn, Pétur Pétursson, beitti sér mjög í þessu máli og Valdimar heitinn Björnsson, fjármálaráðherra Minnesotafylkis í Bandaríkjunum, var góður ráðgjafi. “ — Hefurþetta verið með öðrum hætti í Evrópubanda- lagsríkjunum? „I Evrópu var lengi vel beitt lokuðum útboðum og tilboð ekki birt opinberlega. Oft og einatt er aðeins skýrt frá því frá hverjum er keypt, en ekki hvert verðið var. Þetta fyrirkomulag skilaði ekki bestu verðum. Við höfum að minnsta kosti orðið vör við það hér að evrópsk stórfyrirtæki hafa boðið mun lægra verð hér í útboðum en annars staðar. Sá opni markaður sem viö höfum byggt upp hefur stuðlað að því. Við vitum um dæmi þess að verð til okkar voru tíu eða fimmtán prósent lægri en til annarra.“ — Núeru breytingar fyrirhugaðar í Evrópu. Hverjar eru þær helstar? „Það má segja að Gatt samningurinn sem gerður var í Tókyó árið 1979 færi innkaupamál opinberra aðila aðildarríkjanna í svipað horf og þau hafa verið í Bandaríkjunum og að nokkru leyti hér undanfarna áratugi. Þessi samningur kveður á um að aðildarríki séu skuldbundin til þess að bjóða út öll opinber kaup og framkvæmdir sem eru að verðmætum yfirSDR 139.000, eða um ellefu milljónir íslenskra króna. Meðal ákvæða má nefna: Að ekki sé gert upp á milli erlendra og innlendra bjóðenda. Að birtur sé opinberlega á prenti listi yfir viðurkennda bjóðendur. Að birtar séu opinberlega á einhverju opinberu GATT máli (ensku, frönsku eða spænsku) upplýsingar um væntanleg útboð og hvaðan útboðsgögn verða send, hvort útboð eru opnuð eða lokuð og á hvaða tungumáli lýsing erskráð. Að útboðstimi sé minnst 30 dagar. Að aðildarríki gerist aðili að og tilnefni fulltrúatil setu í nefnd sem fjallar um opinber innkaup. Sú nefnd velur í gerðadóm í ágreiningsmálum. Að send sé árlega skýrsla til GATT um opinber kaup, þar sem upp eru gefin áætluð opinber kaup bæði undirog yfir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.