Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1989, Blaðsíða 31

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1989, Blaðsíða 31
samstarfssamningi EB og EFTA. Þetta er í samræmi við ofangreinda stefnumörkun. Markmið íslendinga í þessum samningsumleitunum og í aðlögun íslensks atvinnulífs að hinum breyttu skilyrðum á að vera í höfuðatriðum tvíþætt. I fyrsta lagi að tryggja óhindraðan og frjálsan aðgang að mörkuðum Evrópubandalagsins fyrir íslenskan útflutning hvort heldur er á vörum eða þjónustustarfsemi. Þetta felur m.a. í sér kröfu um fríverslun fyrir íslenskar sjávarafurðir til EB, eins og þegar hefur fengist innan EFTA. I öðru lagi að skapa íslensku atvinnulífi sambærileg starfsskilyrði við það sem gerast mun í öðrum hlutum Evrópu, þannig að það geti annars vegar staðið sig gagnvart erlendri samkeppni og hins vegar nýtt sér þá möguleika sem hin nýja skipan mun bjóða upp á. Hér kemur margt til svo sem samræming staðla, gagnkvæm viðurkenning prófana og vottorða, samsvarandi samkeppnisreglur, sambærileg réttindi og ámóta eða jafngóð fjármagnsþjónusta, samræmi í skattlagningu og greiður aðgangur að rannsóknar- og þróunarverkefnum, svo nokkur dæmi séu tekin. Alþýðuflokkurinn telur að stjórnvöld eigi að greiða fyrir upplýsingaflæði til íslensks atvinnulífs varðandi þær gagngeru breytingar sem fyrirsjáanlega munu verða á mikilvægustu markaðssvæðum okkar. Oddvitar íslensks atvinnulífs og vinnumarkaðar verða að vera virkir aðilar í skoðanaskiptum um það, hvernig unnið verði að aðlögun atvinnulífsins að breyttum ytri skilyrðum. SJÁLFSTÆÐIS- FLOKKURINN Sjálfstæðismenn eru almennt þeirrar skoðunar að aðild að EB sé ekki á dagskrá um þessar mundir. Hins vegar er það ótvíræður vilji sjálfstæðismanna að íslendingar geti notið ávinningsaf áætluninni um aukið frelsi í samskiptum ríkja. Við megum ekki verða eftirbátar annarra þjóða í Evrópu. íslendingar hljóta að vera áhugasamir um samstarf við EB sem felur í sér hagnað fyrir báða aðila. í því sambandi þarf að tryggja fyrirtækjum okkar grundvöll til að taka þátt í harðri alþjóðlegri samkeppni og heimila erlendum aðilum að fjárfesta og taka þátt í íslenskum fyrirtækjum enda rennir það stoðum undir fjölbreytt og öflugt atvinnulíf. Það þarf að gera ráðstafanir til að halda verðbólgu í skefjum og skapa fyrirtækjum í skattalegu og fjárhagslegu tilliti sömu aðstöðu og gildir í þeim efnum í ríkjum EB. Viðræður EFTA-ríkjanna með aðild íslands við Evrópubandalagið eru mjög mikilvægar í þeim tilgangi að ná ofangreindum mark- miðum. FRJÁLSLYNDIR HÆGRIMENN Fyrir land eins og ísland, þar sem inn- og útflutningur er óvenju mikill og miklu stærra hlutfall heldur en hjá flestum öðrum Evrópuþjóðum, er spurningin um innri markað Evrópubandalagsins afar mikilvæg. Afstaða Frjálslynda Hægriflokksins er og verður byggð á, hvað telja verður best fyrir fólkið í landinu. Nú þegar er í gangi viðamikil vinna, bæði á vegum Alþingis, ríkisstjórnarinnar og þingflokka. Jafnframt er utanríkisráðherra landsins formaður ráðherranefndar EFTA, en aðal verkefni þeirra samtaka núna er einmitt samstarf og/eða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.