Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1989, Blaðsíða 46

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1989, Blaðsíða 46
væri þó að lækka það enn frekar, þar sem tekjur af virðisaukaskatti væru samkvæmt frumvarpinu mjög varlega áætlaðar og óeðlilega lítið tillit tekið til þess, að hann mundi skila sér mun betur en söluskattur. Þá var bent á nokkur efnisatriði í frumvarpinu, sem betur mættu fara. Var þar einkum um að ræða, að ákvæði um tihögun bókhalds væru óeðlilega íþyngjandi, einfalda þyrfti skattskil hjá aðilum, sem byggja og selja húsnæði í atvinnuskyni, tryggja þyrfti betur sanngjarna samkeppnisstöðu einkafyrirtækja gagnvart rekstri opinberra aðila, sem væri í samkeppni við þá o.fl. Einnig skorti skýr svör um það, hvort tollkrít yrði tekin upp um leið og virðisaukaskattur, og þá með hvaða skilmálum. Síðast en ekki síst var bent á, að þótt yfirlýst væri, að ráðstafanir yrðu gerðar til þess að mæta hækkun á byggingarkostnaði við upptöku virðisaukaskatts, væri mjög óljóst, á hvern hátt það yrði gert. Sú leið, sem helst hefði verið gefin til kynna, að endurgreiða húsbyggjendum skattahækkunina, væri mjög hæpin og erfið í framkvæmd. Nærtækara væri og einfaldara í framkvæmd að aflétta á móti öðrum sköttum, sem byggingariðnaðinum hefur verið gert að greiða í ríkara mæli en öðrum atvinnugreinum, einkum launaskatti og aðflutningsgjöldum á efni og aðföng. Með þessu móti mætti að mestu eða öllu komast hjá því að taka upp flókið endurgreíðslukerfi, sem byði uþp á misnotkun. Frumvarp þetta var síðan samþykkt sem lög frá Alþingi vorið 1988, og skyldi virðisaukaskattur leysa söluskatt af hólmi í ársbyrjun 1989. Ekkertvar þar þó ákveðið um hliðarráðstafanir vegna byggingarkostnaðar og sama gilti um ýmis önnur mikilvæg framkvæmdaratriói. Hins vegar var ákveðið, að setja á laggirnar milliþinganefnd þingflokkanna, undir fiorystu fjármálaráðherra, sem fjalla skyldi um ýmis óljós framkvæmdaratriði og leggja fyrir næsta Alþingi tillögur um þau. Sú nefnd hefur lítið sem ekkert starfað. Gildistöku laganna var síðan frestað, fyrst til 1. júlí 1989 og síðan aftur til 1. janúar 1990. Það var síðan ekki fyrr en í september 1989, að stjórnvöld gáfu loks skýra yfirlýsingu um það, að virðisaukaskattur mundi koma til framvæmda frá ársbyrjun 1990. Jafnframt voru þá boðaðar ýmsar breytingar á lögunum, einkum um það, að beint eða óbeint yrði tekið upp lægra skatthlutfall átilteknum tegundum matvæla, en almenna skatthlutfallið hækkað upp í 25 eða jafnvel 26%. Þegar þetta er skrifað, aðeins þrem mánuðum áður en skattkerfisbreytingin á að taka gildi, er ennþá allt á huldu um það, nákvæmlega hvaða breytingar ríkisstjórnin hyggst leggja til að gerðar verði á lögunum. Sömuleiðis eru flest þau framkvæmdaratriði, sem voru látin liggja milli hluta, þegar lögin voru samþykkt, ennþá óákveðin, t.d. ráðstafanir vegna hækkunar byggingarkostnaðar. Að sumu leyti ríkir því í reynd meiri óvissa um framkvæmd skattheimtunnar, heldur en þegar lögin voru samþykkt. Er ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.