Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1989, Blaðsíða 48

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1989, Blaðsíða 48
þessi breyting til framkvæmda í ársbyrjun I 1988. I Ijósi mikillar umræöu um vörugjald í árslok 1987 og þess, að stjórnvöldum varö þá Ijóst, hversu gallað þaö skattform er, kom það vægast sagt mjög á óvart, að stjórnvöld skyldu áður en ár var liðið f rá setningu nýrra laga um vörugjald láta sér detta í hug að róa aftur á þau mið, þegar enn ánýþurfti aðglímavið fjárhagsvanda ríkissjóðs. ( nóvember 1988 fréttist af I því, að í fjármálaráðuneytinu væri í tengslum við gerð fjárlagafrumvarps í undirbúningi breyting á lögum um vörugjald, sem fæli í sér, að þessi skattur yrði í stórauknum mæli lagður á ýmsar íslenskar iðnaðarvörur, þ.á.m. húsgögn, innréttingar og ýmsar aðrar vörur úr tré, ýmsar málmsmíðavörur og ýmsar vörurtil byggingariðnaðar, sem og flest smíðaefni til tré- og málmiðnaðar. Fréttir um þetta voru í fyrstu óljósar, og mikil leynd hvíldi yfir þessum ráðagerðum. Um leið og ríkisstjórnin hafði lýst því ákveðið yfir, að hún hyggðist beita sér fyrir þessari skattahækkun á íslenskan iðnað, sendi Landssamband iðnaðarmanna frá sér mjög harðorð mótmæli. Þegar frumvarpið hafði verið lagt fram á Alþingi, var síðan viðkomandi þingnefndum, og raunar öllum alþingismönnum, send mjög ítarleg umsögn, þar sem frumvarpinu var harðlega mótmælt og lýst, hvaðaáhrif það mundi hafa á einstakar iðngreinar, ef það yrði að lögum. IVIótmælum Landssambandsins við þessu frumvarpi var jafnframt með margvíslegum öðrum hætti komið opinberlega á framfæri, og fengu þau rækilega umfjöllun í fjölmiðlum auk þess sem farin var sú óvenjulega leið að birta stórar blaðaauglýsingar, þar sem skattheimtunni var mótmælt. Er óhætt að fullyrða, að sjaldan eða aldrei áður hafi af hálfu Landssambandsins verið barist svo hart gegn einu máli, enda voru menn sammála um það, að í frumvarpinu fælist aðför að íslenskum iðnaði. Frumvarpið hlaut óvandaða meðferð á Alþingi. Einkenndist raunaröll málsmeðferðin af því, að ríkisstjórnin hafði nauman tíma til þess að koma mörgum skattalagabreytingum og fjárlagafrumvarpi í gegnum Alþingi og jafnframt hafði hún til þess nauman meirihluta. Þegar stjórnarflokkarnir höfðu komið sér saman um frumvörp að skattalagabreytingum, vildu þeir trauðla taka þá pólitísku áhættu að breyta þeim, hvað sem liði röksemdum frá atvinnulífinu. Vegna mikillar gagnrýni á vörugjaldsfrumvarpið ákvað ríkisstjórnin samt að gera á því þá breytingu, að lækka skatthlutfallið úr 10% niður í 9%, en f jölga þess í stað gjaldskyldum vörum. Að mati Landssambandsins gerði þessi breyting frumvarpið hálfu verra, þar sem með henni fjölgaði verulega þeim íslensku iðnaðarvörum, sem yrðu gjaldskyldar. Meðal annars bættust við ýmsar málmsmíðavörur. Þessi breytingartillaga ríkisstjórnarinnar var tilkynnt munnlega á fundi fjárhags- og viðskiþtanefndar. Tveim dögum síðar, þann 22. desember 1988, var frumvarpið samþykkt sem lög frá Alþingi, þráttfyrir margítrekuð harðorð mótmæli Landssambands iðnaðarmanna. Tóku lögin gildi frá samþykkt þeirra, að því er innflutning varðar, en frá áramótum varðandi innlenda framleiðslu. Á síðustu stundu tókst þó fyrir atbeina iðnaðarráðherra að ná fram minni háttar breytingu á frumvarpinu, sem fólst í því, að innlendir húsgagna- og innréttinga- framleiðendur fengu tveggja mánaða frest til þess að hefja innheimtu skattsins. Þegar eftir að lögin höfðu verið samþykkt hófst Landssambandið handa annars vegar við að reyna að sjá til þess, að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.