Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1989, Blaðsíða 49

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1989, Blaðsíða 49
framkvæmd laganna yrði sú skársta, sem möguleg væri, á meöan þau væru í gildi, og aö kynna fyrirtækjum efni þessara flóknu laga, og hins vegar aö reyna aö koma stjórnmálamönnum í skilning um nauðsyn þess að breyta lögunum. Þannig skrifaði Landssambandið ríkisstjórninni bréf strax í byrjun janúarmánaðar um þetta efni. Var þar bent á vandkvæöi við framkvæmd laganna, hvaöa leið væri sú illskársta í því efni og lögö áhersla á að lögunum yröi breytt hið fyrsta. Ríkisstjórnin samþykkti, aö Landssambandið yrði haft meö í ráðum við undirbúning reglugerðar um lögin, sem þó kom ekki út fyrr en um miðjan febrúar vegna seinagangs í fjármálaráðuneytinu og bið eftir að ráðherra undirritaði reglugerðina. Landssambandið hélt síðan áfram að reyna að fá lögunum breytt, og í efnahagsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í febrúarmánuði var því heitið, að lögunum yrði breytt, þannig að þau yrðu ekki óhliðholl íslenskum iðnaði. Ekkert bólaði þó á frumvarpi um þessar breytingar. Landssambandið og aðildarfélög þess innan Vinnuveitendasambands íslands ákváðu því í samráði við VSÍ og Félag íslenskra iðnrekenda, að kref jast þess í tengslum við gerð nýrra kjarasamninga að vörugjaldslögunum yrði breytt. Samningaumleitanir við rikisvaldið um breytingu á vörugjaldslögunum gengu illa, þar sem aðilar vinnumarkaðarins höfðu einnig ýmsar aðrar kröfur uppi gagnvart ríkissjóði. Með hliðsjón af fjárhag ríkissjóðs vildi fjármálaráðherra sem minnstar efnisbreytingar gera á skattskyldu samkvæmt lögunum, en var helst til viðræðu um að liðka til við að létta skattinum af nokkrum mikilvægum hráefnum til iðnaðar. Að lokum náðist þó samkomulag, sem byggðist á stefnumörkun Landssambandsins. I því fólst, að frá 1. september 1989 yrði fellt niður vörugjald af flestum tré- og málmvörum sem framleiddareru hérálandi, s.s. húsgögnum, innréttingum og öðrum vörum úr tré, og langflestum framleiðslu- eða smíðavörum íslensks málmiðnaðar. Jafnframt skyldi skatturinn felldur niðuraf flestum mikilvægustu hráefnum þessara iðngreina í samkomulaginu fólst einnig niðurfelling vörugjalds á ýmsu mikilvægu efni til byggingariðnaðar, t.d. mótatimbri, smíðavið og plötum úr tré, þótt skattheimta á byggingarefni væri ekki með öllu felld niður, enda var hún að nokkru leyti til staðar, áður en hin umdeilda breyting á lögunum var gerð. Loks lofaði ríkisstjórnin því, að vörugjaldslögin yrðu í heild endurskoðuð við upptöku virðisaukaskatts.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.