Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1989, Blaðsíða 54

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1989, Blaðsíða 54
I sama hætti. í september 1987 var þó gefin út ný I auglýsing, sem þrengdi aftur nokkuð þessar I heimildir, þar sem stjórnvöld töldu þær stuðla að óhóflegri erlendri lántökur, ekki síst í gegnum I kaupleigufyrirtæki. I I febrúar 1988 var síðan gefin út ný auglýsing um þetta efni, enda var það nauðsynlegt, þarsem ný tollskrá hafði tekið gildi og 1 heimildirnar voru miðaðar I við tollskrárnúmer. Var heimildin þá miðuð við að erlent lán gæti numið allt að 70% af innlendu verði vörunnar, en 60% ef um var að ræða ábyrgð eða endurlán innlendrar lánastofnunar. Nokkrar breytingar hafa síðan verið gerðar á þessari auglýsingu, einkum varðandi hámark á lánshlutfalli og við hvaða verð það skuli miðað, auk þess sem nokkuð hefur verið fjölgað þeim vörum, sem heimildirnar ná yfir. Þannig var I maí 1988 gerð sú breyting, að hámarkslánshlutfall skyldi miðastviðfob-verð innfluttrar vöru, en ekki innlent verð hennar. í desember 1988 var síðan I aftur ákveðið að miða við innlentverð, en um leið var lánshlutfall lækkað í 60%, en 50%, þegar I fylgdi ábyrgð eða endurlán innlendrar lánastofnunar. Landssamband iðnaðarmanna hefur fylgst 1 með þessum breytingum á erlendum lántökuheimildum og upplýst aðildarfyrirtækin um þær. Hefur Landssambandið almennt lýst sig fylgjandi því, að íslensk fyrirtæki væru frjáls að því að velja á eigin ábyrgð þær f jármögnunar- leiðir, innlendar sem erlendar, sem ji hagkvæmastar væru í hverju tilviki enda byggju erlendir keppinautar við slíkt frelsi. Með þessu mót væri innlendum lánastofnunum veitt eðlilegt aðhald. Hefur verið leitast við að tryggja, að auglýsingin næði til allra véla og tækja til iðnaðar, en t.d. tæki til byggingariðnaðar hafa viljað verða útundan. Síðast en ekki síst hefur verið reynt að tryggja, að innlendir framleiðendur á vélum og tækjum ættu ekki síðri möguleika á því að fjármagna sölu sína með þessu móti en þegar varan er innflutt I árslok 1988 gaf viðskiptaráðuneytið út nýja auglýsingu um innflutning með gjaldfresti (vörukaupalán) Með henni var innflytjendum heimilað að flytja inn með allt að 90 daga gjaldfresti fjölmargar vörur, sem fram til þessa hafði ekki verið slík heimild fyrir, þ.á.m. margar mikilvægustu samkeppnisvörur við íslenskan iðnað, svo sem húsgögn, innréttingar og aðrar smíðavörur úrtré, ýmsar vörur úr málmi og fleira. Var þessi ráðstöfun gerð í tengslum við gengislækkun krónunnar um áramótin 1988/89 og því lýst yfir af viðskiptaráðherra, að hún kæmi í veg fyrir verðhækkun á viðkomandi innfluttri vöru vegna gengislækkunarinnar. í þessu fólst að sjálfsögðu, að gengislækkunin kom ekki að gagni við að bæta samkeppnisstöðu innlends iðnaðar, en starfsaðstaða innflytjenda var bætt á varanlegan hátt. Landssamband iðnaðarmanna bar fram mótmæli við viðskiptaráðherra vegna þessarar ráðstöfunar og benti á, að enda þótt þessi breyting væri í anda aukins frjálsræðis í viðskiptamálum, sem Landssambandið væri almennt fylgjandi, væri hún alls ekki tímabær, þar sem ennþá væri verulegur halli á viðskiptum við útlönd, sem stjórnvöld hefðu með engum hætti brugðist við, og samkeppnisstaða íslenskra iðnfyrirtækja væri afar erfið, m.a. vegna ákvarðana íslenskra stjórnvalda. Sérstaklega væri ámælisvert, að þessi rýmkun á vörukaupalánum væri ákveðin á sama tíma og stjórnvöld dembdu yfir iðnaðinn stóraukinni og sérlega óréttlátri skattheimtu í formi vörugjalds á framleiðsluvörur og hráefni. Haustið 1988 tók Landssamband iðnaðarmanna þátt í samstarfi helstu samtaka atvinnurekenda til að kanna vaxtatöku viðskiptabankanna af viðskiptavíxlum og -skuldabréfum, sem mörgum þótti vera orðin ótæpileg. Landssambandið benti þar á, að iðnaðurinn og verslunin notuðu þetta lánsform í mun ríkara mæli en aðrar atvinnugreinar. í þessum háu vöxtum á viðskiptavíxlum og -skuldabréfum væri því fólgin kerfisbundin mismunun í kjörum á rekstrarlánum til atvinnuveganna, einkum samanborið við afurðalán landbúnaðar og sjávarútvegs. Viðræður voru um þetta mál við forráðamenn viðskiptabankanna, og I kjölfarið fylgdi almennt nokkur lækkun á ávöxtunarkröfu bankanna á þessu sviði. I apríl 1989 skipaði iðnaðarráðherra starfshóp til þess að kanna aðstöðu iðnfyrirtækja til afurðalána hjá viðskiptabönkunum og samjöfnuð þeirra við aðrar atvinnugreinar. Landssamband iðnaðarmanna á aðild að þessum starfshóp, en
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.