Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1989, Blaðsíða 58

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1989, Blaðsíða 58
breytingu voru gerðar breytingar á lögum um Útflutningsráð íslands og lögum um útflutningsleyfi o.ffl. I Frumvörp um þessi mál voru rædd í stjórn Landssambandsins en gáfu ekki tilefni til athugasemda. Málefni Útflutningsráðs íslands hafa verið nokkuð til umræðu innan stjórnarinnar, einkum að j því er varðar stefnumörkun umfjármögnun stofnunarinnar Tveir af megin tekjustofnum stofnunarinnar eru skattlagning á atvinnuvegina, en 2/7 hlutar 8 Iðnlánasjóðsgjaldsins renna beint til stofnunarinnar, svo og sérstakt framlag af endurgreiðslu söluskatts sjávarútvegsins. Nefnd á vegum Útflutningsráðs starfar nú að tillögugerð um framtíðarfjármögnun stofnunarinnar. Hefur j verið beðið með endurskoðun Iðnlánasjóðsgjaldsins þar til hægt verður að taka afstöðu til tillagna nefndarinnar. Landssamband iðnaðarmanna á ágætt samstarf við Útflutningsráð og er framkvæmdastjóri Landssambandsins varamaður í stjórn þess. Upplýsingar um mál sem tekin eru fyrir á stjórnarfundum berast því Landssambandinu reglulega, þannig að oft gefast tilefni til umræðna um þau innan stjórnar Landssambandsins. Landssamband iðnaðarmanna styður á ýmsan hátt við útflutnings- og markaðsstarf iðnfyrirtækja. Að stórum hluta er þar um að ræða ýmsa tilfallandi aðstoð og þjónustu af ýmsum toga, t.d. í sambandi við I sýningaþátttöku fyrirtækja, útgáfustarfsemi og kynningar. Jafnframt hefur verið unnið að ýmsum stærri og meira stefnumarkandi verkefnum. Má þar nefna hið gríðarmikla starf sem Landssambandið ásamt öðrum vann við endurskoðun staðals um útboð, tilboð og verksamninga (ÍST 30) Hinn nýi staðall, sem tók gildi 15. september 1988, er mun ítarlegri en eldri útgáfur hans. Eitt af veigamestu nýjungunum í staðlinum eru ákvæði um samskiptareglur aðalverktaka og undirverktaka. Er þar um gamalt baráttumál Landssambands iðnaðarmanna að ræða. Þótt hér hafi náðst nokkur árangur taldi Landssambandið engu að síður, að enn vantaði nokkuð á, að nægilega ítarlegar leiðbeinandi reglur væru til um samskipti þessara aðila. Landssambandið gaf því út eyðublað fyrir sérstakan undirverktaka- samning, sem er í raun til fyllingar ákvæðum ÍST-30 og það hvetur félaga sína til að nota. Eru í eyðublaðinu tekin fyrir þau atriði, sem einkum reynir á í samskiptum undirverktaka og aðalverktaka. Þá hefur Landssambandið itrekað aðstoðað fyrirtæki, sem talið hafa að óeðlilega hafi verið staðið að útboðum, en í kjölfar slíks málareksturs var haustið 1986 skipuð nefnd af Verslunarráði íslands til að gera staðal um útboð á vörum. Landssambandið á fulltrúa í þessari nefnd. Seinagangur var nokkur í starfi þessarar nefndar, en þó kom hún frá sér fyrstu drögum að staðli. Samt sem áður eru mál þessi í nokkurri biðstöðu, þar sem opinberum aðilum þótti rétt að bíða eftir þýðingu á staðli um opinber innkaup, sem samin hafði verið af alþjóðatollabandalaginu GATT. Er þýðing þessi ekki tilbúin. Þá má minna á að Landssambandið stendur ásamt Félagi íslenskra iðnrekenda að vöru- og þjónustuskrá iðnaðarins, en henni er ætlað að upplýsa innkaupaaðila um vörur og þjónustu, sem eru á boðstólnum hjá innlendum fyrirtækjum. Ennfremur má geta þess að Landssambandið studdi á sínum tíma f[árhagslega við stofnun Utf lutnings- og markaðsskóla íslands. EVRÓPU- MÁLEFNI Málefni Evrópubandalagsins og stefnumörkun þess um einn sameiginlegan evrópskan markað árið 1992, hafa talsvert verið til umræðu innan stjórnarínnar. Þátttaka Landssambandsins í ráðgjafanefnd EFTA gerir því kleift að fylgjast all vel með þessum málum, en hlutverk EFTA hefur verulega breyst eftir að þessi nýju viðhorf komu upp í Evrópu. Að undanförnu hefurverið unnið gífurlega mikið starf við athugun á því, að hve miklu leyti hægt væri að semja við Evrópubandalagið um, að ýmsir þættir hins sameiginlega innri markaðar næðu einnig til EFTA landanna. Hefur EFTA gegnt forystuhlutverki f.h. aðildarlanda sinna í þessum viðræðum. Auk þátttöku í ráðgjafanefnd EFTA hefur Landssambandið leitast við að fylgjast með þessari umræðu með þátttöku í þeim nefndum, sem hér á landi hafa verið settar á laggirnar, annars vegar til þess að dreifa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.