Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1989, Blaðsíða 60

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1989, Blaðsíða 60
fyrir til umræðu eftir því sem tilefni gefst til. I tengslum við breytingarnar í Evrópu hafa samstarfsráðherrar Norðurlanda gert samþykkt um breytingar á reglum um sameiginlegan vinnumarkað einstaklinga, sem lokið hafa a.m.k. þriggja ára námi, sem gefur réttindi. Þegar þetta er skrifað, er unnið að undirbúningi umsagnar stjórnar Landssambandsins um þetta mál. Þá má einnig geta þess, að rætt hefur verið í stjórninni, hvaða afleiðingar fríverslunarsamningur milli Bandaríkjanna og Kanada gæti haft fyrir utanríkisviðskipti íslendinga. ERLEND FJÁRFESTINGOG SAMSTARF Talsverðar umræður hafa undanfarin ár átt sér stað um hvort og þá hvernig æskilegt væri að auka samskipti og samvinnu erlendra og innlendra fyrirtækja og þær lagalegu og viðskiptalegu hindranir, sem koma í veg fyrir eða draga úr slíku. Hafa verið samin lagafrumvörp, þar sem ákvæðum um fjárfestingar erlendra aðila á íslandi hefur verið skipað í einn lagabálk, en nú er ákvæði þessi að finna í ýmsum lögum. Eitt slíkt frumvarp hefur verið lagt fram á Alþingi til kynningar. Stjórn Landssambandsins lýsti sig hlynnta því að slík rammalög yrðu sett, en það hefur ekki verið.gert ennþá. Hins vegar hafa verið gerðar breytingar á einstökum lögum, sem miða að því að auðvelda samskiptin, eins og fram kemur í kaflanum um iðnlöggjöfina. Um mitt ár 1988 beitti iðnaðarráðuneytið sér fyrir stofnsetningu samstarfsverkefnis til að greiða fyrir auknu samstarfi innlendra og erlendra fyrirtækja á sviði iðnaðar Landssambandið gerðist aðili að þessu verkefni ásamt fjölmörgum aðilum, stofnunum, sjóðum og félagasamtökum. Ráðinn var sérstakur starfsmaður til að gera könnun meðal fyrirtækja og ýmissa aðila um hvernig hægt væri að stuðla að því að auka samstarf fyrirtækja og skilaði hann athyglisverðri skýrslu um málið. Eru nú í undirbúningi aðgerðirtil að fylgja eftir tilögum verkefnisins. IDNLÖGGJÖFIN Samþykkt var á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á iðnaðarlögum nr. 42/1978. Breyting þessi er þess eðlis, að nú er iðnaðarráðherra heimilt að veita undanþágu frá því ákvæði laganna, að meira en helmingur hlutafjár í iðnfyrirtækjum hér á landi skuli vera eign manna búsettra hér á landi, enda standi sérstaklega á. Landssamband iðnaðarmanna gaf umsögn um frumvarþið, og lýsti yfir stuðningi sínum við það, en tók þó fram, að eðlilegast væri að sett væri heildstæð löggjöf um heimildir erlendra aðila til fjárfestinga í atvinnurekstri á íslandi. Einnig var af hálfu Landssambandsins tekið fram, að beita yrði þessari heimild af mikilli varúð. Með dreifibréfi Tollstjórans í Reykjavík í lokárs 1988, var atvinnuinnflytjendum tilkynnt, að þeir þyrftu að hafa gilt verslunar- eða iðnaðarleyfi til að mega stunda innflutning. Af bréfi tollstjóra mátti ráða, að iðnmeistarar gætu nú ekki lengur flutt inn aðföng til starfsemi sinnar í skjóli meistarabréfsins, svo sem löngum hefur verið heimilt. Með þessu hefði meistarabréfið verið sett skör lægra en önnur sambærileg atvinnurekstrarleyfi. Fljótlega tókst þó að eyða þessum misskilningi, að því er varðar fyrirtæki á sviði löggiltra iðngreina, sem rekin eru með ótakmarkaðri ábyrgð (einstaklingsfyrirtæki og sameignarfélög). Hins vegar var þrautin þyngri varðandi fyrirtæki, sem rekin eru sem hlutafélög. Stóð tollstjóraembættið fast á þeirri túlkun sinni, að slík fyrirtæki yrðu að leysa til sín iðnaðarleyfi, þrátt fyrir að slík atvinnurekstrarleyfi séu eingöngu fyrir fyrirtæki í framleiðsluiðnaði. Var því ekki annað til ráða en að leita eftir túlkun iðnaðarráðuneytis og fjármálaráðuneytis, á ákvæðum iðnaðarlaga, að því er þessi atriði varðar. Tóku þau alfarið undir túlkun Landssambandsins á lögunum, og var tollstjóra gerð grein fyrir því. Hefur síðan verið tiltölulega góður friður um þessi mál. LÖGUM VERSLUNAR- ATVINNU I tilefni af sölusýningu erlends húsgagnaframleiðanda um landið, leitaði Landssambandið túlkunar viðskiptaráðuneytisins á þeim ákvæðum laga um verslunaratvinnu, sem gera ráð fyrir að verslunarleyfis verði að afla í hverju lögsagnarumdæmi fyrir sig, sé um að ræða verslun, sem rekin er í hreyfanlegri starfsstöð. Þessi aðili aflaði sér ekki verslunarleyfis í hverju lögsagnarumdæmi, heldur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.