Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1989, Blaðsíða 76

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1989, Blaðsíða 76
unnið að breytingum á vinnslu Hagsveifluvogarinnar. Skrifað hefur verið nýtt og betra forrit til að vinna úr upplýsingum og hresst hefur verið upp á útlit og framsetningu þessarar útgáfu. Einnig sendir Landssambandið reglulega niðurstöður byggingarkönnunar um atvinnuástand í byggingariðnaði. önnur upplýsingamiðlun Landssambandinu berst árlega urmull upplýsinga, markaðslegs og tæknilegs eðlis, og miðlar þeim í hverju tilviki til þeirra fyrirtækja og einstaklinga, sem haft gætu hag af þeim. Auktilfallandi upplýsinga af þessu tagi tekur Landssambandið þátt í skipulagðri upplýsingamiðlun með þátttöku í rekstri Vöru-og þjónustuskrár iðnaðarins, sem geymir upplýsingar um framleiðendur þúsunda vöru- og þjónustutegunda. Standa Landssambandið og Félag ísl. iðnrekenda saman að rekstri þessarar skrár, sem er tölvuvædd og gefur fyrirtækjum möguleika á að láta skrásetja sig og framleiðsluvörur sínar eða þjónustu, þannig að þegar fyrirspurnir berast, verði upplýsingum um þau komið á framfæri. Kynnisferðir á erlendar vöru og tæknisýningar hafa verið fastur liður í starfsemi Landssambandsins undanfarin ár. Hefur Landssambandið ýmist eitt sér eða í samvinnu við aðildarfélög sín og aðra aðila staðið fyrir slíkum ferðum. Einkum hafa ferðir þessar verið á sýningar, sem tengjast byggingariðnaði, tréiðnaði og málm- og skipaiðnaði. Þannig kannaði Landssambandið áhuga fyrirtækja á hópferðum á nokkrar sýningar og má þar nefna sjávarútvegsráðstefnu og -sýningu í St. John í Kanada í nóvember 1988, véla og tækjasýninguna EMO í Hannover í Þýskalandi nú í september sl. og sýninguna Schweisen og Schneiden í Essen í Þýskalandi á samatíma. Ekki reyndist næg þátttaka til hópferðar en varð þó kveikja að því að nokkur fyrirtæki fóru á eigin vegum. í janúarmánuði 1988 gekkst Landssambandið fyrir hópferð á alþjóðlega sýningu á byggingarefnum og byggingatækni í Miinchen í Þýskalandi. Um 30 manns fóru í ferðina. Auk sýningarinnar fór hópurinn í fyrirtækjaheimsóknir og skoðaði framkvæmdir við nýjan alþjóðlegan flugvöll, sem var í byggingu í nágrenni borgarinnar. Þá gekkst Landssambandið fyrir hópferð á sýningarnar INTERZUM ÍKölnog LIGNA í Hannover í Þýskalandi í maí sl., sem eru efnisvöru- og vélasýningar fyrir húsgagna- og innréttingaiðnað. Landssambandið hefur einnig átt aðild að undirbúningi og tekið þátt í sérstökum kynnisferðum sem hafa að markmiði að upplýsa einstök fyrirtæki eða fyrirtækjahópa um markaðsmöguleika. Þannig sendi Landssambandið starfsmann sinn í ferð til Grænlands, sem Útflutningsráð íslands gekkst fyrir í nóvembermánuði 1987. Markmið ferðarinnar var að kynnast aðstæðum á Grænlandi m.t.t. möguleika á auknum viðskiptum milli íslands og Grænlands. Heimsóttvoru fyrirtæki, stofnanir og atvinnurekendasamtök. Talsvert var rætt um hvernig einfalda mætti flutninga milli íslands og Grænlands og ákveðið að skipa íslensk/grænlenska nefnd til að huga að úrbætum á því sviði. í þessari ferð afhenti fulltrúi Landssambandsins yfirvöldum menntamálaá Grænlandi tillögu um að aðstoða grænlensk ungmenni til iðnáms á íslandi. Var þessari tillögu vel tekið og ákveðið að næsta skref í málinu yrði að Grænlendingar útfærðu nánar hvernig unnt væri að hrinda þessu í framkvæmd og hefðu að því búnu samband við Landssamband iðnaðarmanna. Þá tók framkvæmdastjóri Landssambandsins þátt í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.