Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1992, Blaðsíða 7

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1992, Blaðsíða 7
o Því miður verðum við vitni að því að umbreyt- ingarnar eru ekki alls staðar jafn friðsamar. Fjöl- miðlar sýna okkur hvernig mannleg skammsýni, eigingirni og óskiljanlegar hvatir leiða af sér hörm- ungar yfir blásaklaust fólk. Kúgun og ofríki virðast engin takmörk sett. En við verðum líka vitni að já- kvæðum breytingum í okkar heimshluta. Þjóðir Evrópu hafa sett sér það markmið að vinna saman að mannlífi sem felur í sér meiri hagsæld og frelsi en áður hefur þekkst. Þessi samvinna tekur til ólíkra þátta samfélagsins; efnahags, verslunar, menningar, lista — og iðnaðar. Við íslendingar höf- um fram til þessa verið áhorfendur að þessari þró- un hjá nágrannaþjóðum okkar, þróun sem hefur á köflum verið býsna hröð. Um þessar mundir gefst okkur hins vegar tækifæri til þess að rísa úr sæti áhorfandans og taka þátt í vissum þáttum þessa samstarfs - á okkar eigin forsendum. Við stöndum á afdrifaríkum tímamótum. Það er sama hver niðurstaðan verður - minnumst þess að ákvörðunin er okkar, ábyrgðin er okkar, akkurinn er okkar. Qðild að Evrópska efnahagssvæðinu mun færa okkur aukið frjálsræði á flestum sviðum. Meginefni samningsins felst í því að flutn- ingar á vörum, þjónustu og fjármagni verða engar skorður settar. Sömuleiðis hafa þegnar EES-land- anna rétt til staðfestu — eða búsetu - hvar sem er innan svæðisins. Með auknu frelsi eykst líka ábyrgð stjórnvalda, félagasamtaka, hagsmunahópa og einstaklinga. Það má líkja EES-samningnum við vopn sem við getum ásamt öðru beitt til að vega vofur rýrnandi þjóðartekna, stöðnunar og at- vinnuleysis. En við verðum að gæta þess vel að vopnin snúist ekki í höndunum á okkur. Hér gild- ir hið fornkveðna: veldur hver á heldur. Með aðild að Evrópska efnahagssvæðinu erum við ekki sjálf- krafa að stíga inn í dýrðarbústað sjálfsprottinnar hagsældar og framfara. Efnahagslegar og tæknilegar framfarir munu eftir sem áður fyrst og fremst vera undir okkur sjálfum komin. Ekkert kemur í stað frumkvæðis okkar. Enginn annar getur borið uppi okkar eigin metnað. Atorkuna sækjum við aðeins til okkar sjálfra. Undanfarið höfum við verið óþyrmilega minnt á að auðlindum okkar eru takmörk sett. Við erum komin á ystu nöf í nýtingu sjávarfangs svo nú verðum við að horfa í aðrar áttir til þess að skjóta styrkum stoðum undir atvinnulíf okkar og auka fjölbreytni þess. Atvinnuleysi er orðið staðreynd, fólk hefur í vaxandi mæli ekki að neinu að hverfa. Eðlilegt er að spurt sé: Hvað er til ráða? Skyldi engan undra að ég nefni íslenskan iðnað sem lausn númer eitt. Og hvers konar iðnað bið ég um? Ails konar iðnað, bæði stóran og smáan. Við megum ekki binda okkur við stóriðnað einan. Við þurfum einnig að örva frumkvæði og sköpunargáfu sem megi verða ábatasömum smáiðnaði til framgangs. Á undanförnum áratugum hafa iðnaðarmenn stað- ið í fylkingarbrjósti þeirra sem hafa rutt nýjungum og nýsköpun veg í íslensku atvinnulífi. Nú er kom- ið að því að víkka út nýsköpunina, fá fleiri þátttak- endur til að sýna metnaðinn í verki. Skólar, bæði háskólar og framhaldsskólar, stofnanir ríkis og sveitarfélaga þurfa að vakna til vitundar um gildi iðnaðar. Nauðsynlegt er að veita meira fjármagni til rannsóknastarfsemi og tilrauna með vænlegar hugmyndir. En fyrst og fremst er það stjórnvalda að búa svo að íslenskum iðnaði að hann nái að dafna. Það þarf að gefa honum færi á því að standa jafnfætis annarri atvinnustarfsemi, bæði innlendri og erlendri, svo hann nái að springa út til fulls. Lítum snöggvast til nágrannaþjóða okkar. Danir eru þjóð án teljandi náttúruauðlinda. Samt hafa þeir á allra seinustu árum stóraukið utanríkisvið- skipti sín. Þeir selja verkþekkingu sína til austur- hluta Þýskalands, byggja þar hús, og selja jafnvel brauð til Póllands! Finnar, sem misstu fjórðung

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.