Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1992, Blaðsíða 10

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1992, Blaðsíða 10
Sumarliði R. Isleifsson, sagnfraðingur og járnsmiður: Landssamband iðnaðarmanna sextugt Stofnun sambandsins, aðdragandi og þættir úr starfseminni Árið 1932: „Er ekki rétt að auka og efla samvinnu iOnráða og iðnaðarmannafélaga og stofna heildar- samtök?" rið 1932 gekk í garð. Útlitið framundan var ekki of bjart. Hörð átök voru í þjóðfélaginu; at- vinnuleysingjar í Reykjavík kröfðust þess að afkoma þeirra yrði tryggð. Atök urðu milli atvinnuleysingja og lögreglu. Á Siglufirði urðu harðar deilur milli verka- lýðsfélagsins í bænum og eins helsta for- svarsmanns Síldarverksmiðja ríkisins og var viðkomandi bannað að koma á stað- inn. í maímánuði var mynduð ný ríkis- stjórn í landinu, ríkisstjórn Framsóknar- flokks og Sjálfstæðisflokks og Helgi Tómasson varð á ný yfirlæknir á Kleppi en Jónas frá Hriflu hafði vikið honum úr embætti tveimur árum áður eftir að yfirlæknirinn hafði vænt hann um geð- veiki. í júní þetta stormasama ár var líka stofnað nýtt landssamband, Landssamb- and iðnaðarmanna. Fyrstu iðnaðarmannafélögin Fyrsta félag iðnaðarmanna hér á landi, Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík, var stofnað árið 1867 af rúmlega þremur tugum iðnaðarmanna. Skyldi félagið einkum vinna að „því að koma upp dug- legum handiðnaðarmönnum“, auka samheldni meðal þeirra og „styðja að gagnlegum og þjóðlegum fyrirtækjum." I nálægum löndum hafði margs konar samstarf og samvinna iðnaðarmanna tíðkast lengi en hér á landi var iðnaðar- starfsemi í þéttbýli svo ung að árum að ekki hafði fyrr verið grundvöllur fyrir slíku; hin fornu gildi iðnaðarmanna sem voru þekkt í flestum löndum hins vest- ræna heims þekktust ekki í rótgrónu ís- lensku bændasamfélagi. Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík var ekki fjölmennt en lyfti samt Grettistök- um. Upp úr 1890 var stofnað til kennslu fyrir iðnaðarmenn en áður hafði félagið rekið sunnudagaskóla þar sem kenndar voru undirstöðugreinar, lestur, skrift og reikningur. Árið 1904 var komið á föstum iðnskóla í Reykjavík og reist yfir hann myndarlegt hús tveimur árum síðar, þar hafði skólinn aðsetur í hálfa öld1). 1 Guðmundui' G. Hagalin, 184-188.

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.