Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1992, Blaðsíða 11

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1992, Blaðsíða 11
o JJjjjjjrit IÐNAÐARIUIANNA 2 Tímarit iönaðar- manna 45. árg. (1972), 2. hetti, 70. Sjá einnig Tímarit iðnaðarmanna 45. árg. (1972), 2. helti, 83. ísfirðingar voru næstir til þess að stofna iðnaðarmannafélag árið 1888 og á næstu árum voru stofnuð félög á Sauðárkróki og Akureyri (1904). Oðru hvoru var hugað að því að koma á samstarfi milli þessara fé- laga; til dæmis voru þessi mál rædd á fundi Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík árið 1901. Þremur árum síðar barst stjórn félagsins bréf frá iðnaðarmannafélaginu á Sauðár- króki og var þar hvatt til aukinnar samvinnu og samstarfs iðnfélaga og iðnaðarmanna í landinu. Forsvars- menn Reykjavíkurfélagsins tóku til- mælunum jákvætt og töldu að heppilegasta leið til aukinnar sam- vinnu væri að stofna sameiginlegt iðnaðartímarit. Ekkert varð þó úr framkvæmdum að sinni. Arið 1912 voru þessi mál rædd hjá iðnaðar- mannafélaginu á ísafirði. Höfðu ís- firðingar samband við félaga sína í Reykjavík og hvöttu til stofnunar iðnsambands. Að þessu sinni var málið sett í nefnd en ekkert varð af því að samband þessara fé- laga væri aulcið um sinn. Málið bar þó öðru hvoru á góma á næstu árum enda var um þetta leyti búið að stofna Fiskifélag, Búnaðar- samband og Alþýðu- samband2). - Astæð- ur þess að enn varð bið á stofnun landssamtaka iðnaðarmanna voru margþættar. Félögin voru veikbyggð og stétt iðnaðarmanna ennþá til- tölulega fámenn; réttarstaða iðnað- armanna var ekki sterk og iðnaðar- starfsemi afskipt af hinu opinbera. Leið svo og beið. Undir 1920 hafði stjórn Iðnaðar- mannafélagsins í Reykjavík for- göngu um að samið var frumvarp til laga um atvinnumál. Frumvarp þetta fékk ekki afgreiðslu; árið 1925 gerði Iðnaðarmannafélagið aðra til- raun, einkum að frumkvæði Gísla Guðmundssonar gerlafræðings. Fékk hann til liðs við sig nokkra menn og unnu þeir saman tvö frumvörp, annað um iðju og iðnað, hitt um iðnaðarnám. Voru frum- vörpin lögð fram með nokkrum breytingum sem stjórnarfrumvörp og bæði samþykkt á Alþingi árið 19273). Eru þetta fyrstu heildarlög um réttindi og skyldur iðnaðar- manna hér á landi og voru mikil réttarbót fyrir þá starfsstétt, ekki síst fyrir þá sök að nú var bundið í lög að engir mættu vinna að iðnaðar- störfum nema meistarar, sveinar og nemendur4). Er komið var að fram- 3 Tímarit iðnaðarmanna 35. árg. (1962), 2. hefti, 47. 4 Tímarit iönaðarmanna 45. árg. (1972), 2. heftí, 86. « T

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.