Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1992, Blaðsíða 15

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1992, Blaðsíða 15
Iðnþing voru haldin reglulega á tveggja ára fresd allt til ársins 1947, eftir það árlega um skeið en svo aft- ur á tveggja ára fresti. Árið 1982, á 50 ára afmæli Landssambandsins, rifjaði Ingólfur Finnbogason, fyrr- verandi forseti þess, upp helstu bar- áttumálin og kvað meginverkefni hafa verið tvíþætt: „I fyrra lagi glíma við það opinbera og það síð- ara að halda saman þeim aðilum, sem að sjálfu Landssambandinu stóðu. Á Iðnþingum voru svo að segja alltaf fastir liðir, sem ýmist voru ályktanir eða áskoranir á stjórnvöld að færa til betri vegar það, sem horfði til framþróunar iðnaði í landinu. Þessir liðir voru: Tollamál á aðföng til iðnaðarfram- leiðslu, skattamál, lánamál, þ.e. að fá meira fjármagn til hinna ýmsu stofnana, sem lána til iðnaðar. Iðn- fræðslumálin hafa alltaf verið ofar- lega á baugi á Iðnþingum.11'2) Engin tök eru á að gera ýtarlega grein fyrir helstu málaflokkum sem hefur verið fjallað um á Iðnþingum, aðeins tæpt hér á tveimur mála- flokkum. - Iðnfræðslu- og iðnskóla- mál hafa tekið mikinn tíma hjá stjórn og stofnunum Landssam- bandsins og á Iðnþingum. Lengi vel 12 Tímarit iðnaðarmanna 55. árg. (1982), 21. stóð baráttan um það að fá viður- kenningu á því að iðnskólar skyldu sitja á sama bekk og aðrir skólar í landinu. Fékkst viðurkenning á því árið 1954 er iðnskólar voru gerðir að ríkisskólum; til þess tíma höfðu iðnaðarmannafélög rekið skólana, oft af vanefnum13). Fjármál iðnaðar voru líka fastur og umfangsmikill liður á hverju Iðnþingi, eins og Ingólfur benti á hér að ofan. Eitt af helstu baráttu- málum Landssambandsins var stofnun lánastofnana og sjóða til 13 Sjá m.a. Tímarit iðnaðarmanna 34. árg. (1961), 4. hefti, 74.

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.