Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1992, Blaðsíða 16

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1992, Blaðsíða 16
o hagsbóta fyrir iðnað. Árið 1935 var Iðnlánasjóður stofnsettur; á fimmta áratugnum var ítarlega fjallað um stofnun banka sem starfaði aðallega með hagsmuni iðnaðar fyrir augum og átti Landssambandið stóran hlut í samþykkt frumvarps á Alþingi um stofnun Iðnaðarbanka árið 1951. Á milli þinga fór stjórn með æðsta vald í málefnum Landssambands iðnaðarmanna, sá um rekstur og af- greiddi þau mál sem Iðnþing fól henni að leysa, auk þeirra mála sem bárust skrifstofu sambandsins. í fyrstu voru öll störf unnin í sjálf- boðavinnu af stjórn sem fljótlega kom á þeirri reglu að halda fundi tvisvar í mánuði; hélst sú regla lengst af síðanl,)> Alla tíð hefur ver- ið annasamt að sitja í stjórn Lands- sambandsins. Hér verður athafna- semi stjórnar starfstímabilið 1935- 37 tekin sem dæmi. Á því tímabili hélt stjórn 43 fundi og afgreiddi 364 mál. Stór hluti þessara mála voru iðnréttindamál16)- Lengst af voru starfandi fasta- nefndir sem voru kosnar á Iðnþing- um og fjölluðu um helstu hags- munamál og önnur þau mál sem mestu skiptu fyrir Landssambandið. Þá má nefna að fulltrúar Landssam- bandsins sitja í fjölmörgum nefnd- um og ráðum á vegum hins opin- bera og félagasamtaka, fyrir utan þátttöku í alþjóðlegu samstarfi. Árið 1936 gekk Landssambandið í Nor- ræna iðnsambandið og hafa fulltrú- ar þess sótt norræn iðnþing sem eru haldin á þriggja ára fresti. Hafa for- setar Landssambandsins nokkrum sinnt gegnt forystu í norræna iðn- ráðinu. Síðar gekk Landssambandið einnig til liðs við Alþjóðasamtök smáfyrirtækja17). Sú skipulagsuppbygging sem var 14 Tímarit iðnaðarmanna 18. árg. (1945), 5. hefti, 76. 15 Tímarit iðnaðarmanna 45. árg. (1972), 2. hefti, 73. 16 Tímarit iðnaðarmanna 25. árg. (1952), 2. hefti, 16. samþykkt á öðru Iðnþingi Landssam- bands iðnaðarmanna hélst í stórum dráttum óbreytt í áratugi; upp úr 1970 var fyrirkomulagi breytt á þann hátt að komið var á fót sambands- stjórn sem hafði æðsta vald í málefn- um sambandsins á milli þinga en framkvæmdastjórn hafði yfirumsjón með daglegum rekstri. Fyrstu starfsár Landssambands iðnaðarmanna fór skrifstofuhald þess fram á heimili formanns, Helga Hermanns Eiríkssonar. Árið 1937 var fyrsta skrifstofa Landssambands- ins opnuð að Suðurgötu 3, í sam- vinnu við nokkur önnur félög iðn- aðarmanna. Ári síðar var skrifstofan flutt í Kirkjuhvol við Kirkjutorg og var þar næstu árin18). Um nokkurra ára skeið var skrifstofuhald að Lauf- ásvegi 2 eða þar til flutt var í aðset- ur Landssambandsins í húsnæði Iðnaðarbankans við Lækjargötu. Ár- ið 1967 varð sambandið fyrir því áfalli að eldur kom upp í bygging- unni og eyðilagðist mestur hluti af gögnum og innbúi Landssambands- ins, þar á meðal flestar fundargerð- arbækur og skjöl þess. í húsnæðinu í Lækjargötu var starfsemin þar til flutt var í Iðnaðarmannahúsið við Hallveigarstíg. — Á áttunda áratugn- um var starfsemi skrifstofu endur- skipulögð og komið upp deildum til þess að sinna helstu málum; í upphafi voru deildir eftirtaldar: hagdeild, fræðslu- og tengsladeild 17 Timarit íðnaðarmanna 54. árg. (1981), 45. 18 Tímarit iðnaðarmanna 15. árg. (1942), 4. hefti, 57-58. Iðnþing skipa háan sess í hreyfingu iðnaðarmanna; þingin hafa œðsta vald í mál- efnum Landssambandsins og þar er stefnan mótuð. Hér á efiir verður birt dœmi um helstu mál sem voru til umföllunar á áttunda Iðnþingi árið 1945; þar var meðal annars fiallað um efiirfarandi málaflokka: — Upptaka nýrra sambandsfélaga og nýjar iðngreinar. — Lög um iðnaðarnám og iðnfneðslu, auk reglugerðar um iðnaðarnám. Þá var rœtt um hina svokölluðu gerviiðnaðarmenn, og ennfremur um námsskrár iðn- greina og verðlaun fyrir sveinspróf. — Efling og þróunarmál iðnaðar, fiármál iðnaðar, útvegun efnis og áhalda, hug- myndir um innkaupasamband iðnaðarmanna og gjaldeyris- og innflutningsmál. — Útgáfa handbóka, iðnsýningar og atvinnu- og firamleiðsluskýrslur jyrir iðnaðinn. — Kosning forseta gerðardóms og kosning fulltrúa á nœsta norrœna iðnþingið. — Frídagur iðnaðarmanna og skýrsla um StokkhólmsfóÚ').

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.