Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1992, Blaðsíða 17

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1992, Blaðsíða 17
o og loks útgáfudeild19). Síðar bættust fleiri deildir við. Qeir einstaklingar sem mest hefur mætt á í starfi Lands- sambands iðnaðarmanna hafa verið forsetar þess; þeir hafa einnig verið helstu málsvarar sambandsins út á við. Ekki er hægt að segja að tíð skipti á forystumönnum hafi einkennt forystu Landssambands- ins; einungis sjö menn hafa gegnt embætti forseta á 60 ára ferli. Eins og áður greinir var Helgi Hermann Eiríksson, verkfræðingur, fyrsti for- seti Landssambandsins og sat hann í 20 ár. Næsti forseti var Björgvin Frederiksen, vélsmíðameistari, og gegndi hann því embætti í átta ár, til ársins 1960. Þá tók við starfi Guðmundur Halldórsson, húsa- smíðameistari, og sat hann næstu fimm árin. Vigfús Sigurðsson, húsa- smíðameistari, gegndi embætti for- seta á árabilinu 1965-1972 og Ing- ólfur Finnbogason, húsasmíða- meistari, eftir það um eins árs skeið. Árið 1973 tók Sigurður Kristinsson, málarameistari, við forsetatign og gegndi henni í 12 ár. Frá 1985 hefur Haraldur Sumarliðason, húsasmíða- meistari, gegnt embætti forseta Landssambands iðnaðarmanna. Eins og áður getur var Lands- samband iðnaðarmanna í upphafi einkum samtök iðnaðarmannafélaga þar sem áttu aðild bæði meistarar og sveinar. Smám saman þróuðust mál þannig að sveinar drógu sig að 19 Tímarit iðnaðarmanna. Sárrit 1977, 16-18. mestu út úr starfseminni og ein- beittu sér að störfum innan sveina- félaga, landssambanda þeirra og Al- þýðusambands Islands. Nú eru það aðallega félög meistara og heildar- samtök í ákveðnum iðngreinum sem eiga aðild að Landssamband- inu. Er það nú „samtök atvinnurek- enda í iðnaði“, eins og undirheiti Landssambandsins segir til um; enn eiga þó nokkur iðnaðarmannafélög, með „blandaða“ félagsaðild, aðild að Landssambandinu. - Með þess- ari breytingu varð mögulegt fyrir Landssambandið að taka að sér víð- tækari verkefni en það hafði gert áð- ur og hefur það nú heimild til þess að taka að sér gerð kjarasamninga fyrir aðildarfélög sín22). Eitt mikilvægasta verkefnið sem Landssambandið tók að sér á fyrstu starfsárum sínum var útgáfa Tíma- 20 Tímarit iðnaðarmanna 15. árg. (1942), 3. hefti, 56. 21 Tímarit iðnaðarmanna 23. árg. (1950), 1. hefti, 23. 22 Tímarit iðnaðarmanna 63-64. árg. (1991-92), 37. rits iðnaðarmanna. Fyrstu árin — eða frá 1927 - hafði Iðnaðarmanna- félagið í Reykjavík séð um útgáfu þess en í ársbyrjun 1936, effir að starfsemi Landssambandsins efldist, varð að ráði að það tæki að sér út- gáfuna. Skyldu allir félagsmenn, sem þegar árið 1942 voru orðnir um 2000 talsins, fá tímaritið sent. Árið 1946 hóf Landssambandið sam- vinnu við Félag íslenskra iðnrek- enda um útgáfu tímaritsins og var þá nafni þess breytt í Iðnaðarritið. Þeirri samvinnu var hætt árið 1950 og var þá nafninu aftur breytt í Tímarit iðnaðarmanna. Hefur það komið út á vegum Landssambands- ins síðan og verið, ásamt fréttabréfi Landssambandsins, sem lengst af hefur verið gefið út undir nafninu Iðnaðurinn, einn helsti tengiliður þess við aðildarfélög og iðnaðar- menn í landinu. Helstu heímildir: Guðmundur G. Hagalín: Eldur er beztur. Saga Helga Hermanns Eiríkssonar og aldarhvarfa í íslenzkum iðnaöi. Rv. 1970. Iðnaðarmenn I. Rv. 1987. Tímarit iðnaðarmanna 1927-1991. Lögð var áhersla á að traust samband v<zri milli stjómar Landssambandsins og að- ildarfélaga. Til þess að tryggja það skyldu félögin senda stjórn skýrslu um starfemi sína árlega; stóðu félögin sig misjafnlega við þær skriftir. Sum sendu alltaf skýrslu en önnur „stutta og einskisverða“ og enn önnur ekki neitf0). Skýrsla Iðnaðar- mannafélags Húsavíkur til stjómar Landssambandsins árið 1950 verður að teljast ftemur stuttaraleg en segir þó mikið um starftemi félagsins og ástand í málefhum iðnaðar um miðja öldina: „1949 gerðist þetta: Félagsmönnum ftölgaði um 3. Einn fluttist burtu. Félags- fúndir voru 2. Samkvæmt venju var samkoma í desember og ágóðinn lagður í hús- byggingarsjóð. Iðnskóli tók til starfa að tilhlutan félagsins, eru nemendur 10. Skólastjóri er prófasturinn Friðrik A. Friðriksson. Iðnaðarmenn hafa haft n&gjan- legt að starfa á árinu, en efhisskortur valdið miklum erfiðleikum21 ). “

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.