Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1992, Blaðsíða 18

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1992, Blaðsíða 18
Félagsstörfin framar öðru Rætt við Sigurð Kristinsson, fyrrverandi forseta Landssambands iðnaðarmanna, um íslenskan iðn- að, sönglist, ieiklist og sviðsskrekk. — Viðtal: Ingi Bogi Bogason — „Það varð því niður- staða okkar að hann væri enginn málari held- ur bara svissneskur málari." Qrin virðast alveg hafa gleymt að marka manninn; Sigurður Kristinsson er kvikur í hreyfingum, augun snörp og hrafhsvart hárið kastast út í hægri vangann þegar hann varpar fram spurningu með höfúðhnykk: „Nú — hvað viltu vita?“ Þeir sem þekkja Sigurð vita að hann hefúr komið nálægt ýmsu sem fróðlegt er að heyra um. Hann hefúr verið ötull baráttumaður ís- lensks iðnaðar og íslenskra iðnaðarmanna; var forseti Landssambands iðnaðar- manna á annan áratug, Iðnaðarmannafélagsins í Hafnarfirði og í stjórn Mál- arafélags Hafúarfjarðar. Sigurður sat í stjórn Norræna iðnráðsins og var fúlltrúi Landssambands iðnaðarmanna í Norræna byggingardeginum. Og eins og marg- ir iðnaðarmenn fyrr og síðar tók hann þátt í ýmiss konar menningarstarfsemi. Hann starfaði um árabil með Leikfélagi Hafnarfjarðar, karlakórnum Þresti og lúðrasveitinni Svan. Honum hefúr verið auðsýndur margvíslegur sómi, er m.a. heiðursfélagi Landssambands iðnaðarmanna. Gísli Sigurður Bergvin Kristinsson, eins og hann heitir fullu nafni, fæddist síð- sumars 1922 í Hafnarfirði þar sem hann hefur búið æ síðan. Hann er fjórða barn hjónanna Kristins J. Magnússonar, mál- arameistara, og Maríu Albertsdóttur. Faðir hans var ættaður sunnan með sjó, Narfakoti í Innri Njarðvíkum, en móð- irin var frá Móakoti í Garðahreppi. „Það er mín gæfa að hafa alist upp í stórri fjölskyldu og hafa sjálfur eignast stóra og góða fjölskyldu,“ segir Sigurður. „Með barnaláninu kemur önnur velgengni eins og af sjálfú sér“. Sigurður er lcvæntur Onnu Dagmar Daníelsdóttur og eiga þau sjö börn; fimm dætur og tvo syni. „Við systkinin ólumst upp á Urðar- stíg 3, húsi sem var byggt árið 1925. Þetta voru indæl ár, mikil þroskaár. Maður lærði snemma að berja frá sér — og taka tillit til annarra ýmist af ein- hverri gæsku eða vegna þess að viðkom-

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.