Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1992, Blaðsíða 19

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1992, Blaðsíða 19
o íj'jjjiiriY IBNAÐARI\HAIilNA andi var ofjarl manns. Svona liðu bernskuárin.“ Sigurður gekk í barnaskólann við Lækinn og lenti þar hjá, eftir því sem hann segir, „þokkalegum kenn- ara“. Sá hafði skrifað barnabækur en var dálítið hallur að Bakkusi. Þegar hringt var inn gullu stundum við þýskir hergöngumarsar úr hátölur- unum utan á skólanum. Undir þessu var gengið inn í skólann. „Ekki veit ég hvernig á því stóð, en minn bekkur átti það til að fara ekki inn í skólann þegar röðin kom að honum heldur ganga heim til kennarans til þess að ræsa hann. Gjarnan var ég sendur upp tröpp- urnar til þess að banka. Má vera að það hafi orðið til þess að við áttum eltki skap saman, ég og kennarinn. Svo kom að því að kennarinn hafði gengið svo fram af mér að ég tók mér vikufrí frá skóla.“ Sigurður hélt samt áfram að fara heiman frá sér á hverjum degi með skólatöskuna, að sjálfsögðu á réttum tíma. I stað þess að fara í skólann reikaði hann um bæinn. Auðvitað komust skólastjórnendur og foreldr- ar hans að því að ekki var allt með felldu. „Móðir mín hafði komist að raun um að marblettirnir á skrokknum á mér hefðu tæpast allir komið vegna slagsmála við félagana. Þegar hún gekk á mig varð ég að játa að þetta væri auðvitað eftir kennarann. Hún fór til viðtals við hann og heimtaði að skólastjórinn sæti það viðtal einnig. Eftir það var ég ekki til í augum kennarans; ég var aldrei spurður eins né neins. Skólavist mín var því hálfu verri eftir þetta. Mér tókst þó að læra og var heldur vel í meðallagi.“ að fara aftur í þriðja bekkinn. Gamli maðurinn hélt að ég myndi iðka göturáp og sagði að best væri að ég kæmi að mála með sér. Það varð úr. Ég byrjaði að læra málara- iðn 1940 og lauk henni 1944.“ Tilviljun frekar en ásetningur réð því að Sigurður lagði fyrir sig mál- araiðn. Eftir að barnaskólanámi lauk fór hann í Flensborgarskóla en var þar ekki nema tvo vetur. Eitt- hvað vafðist stærðfræðin fyrir hon- um. Strax eftir fermingu var hann sendur í sveit: Um haustið þegar hann kom heim sagði faðir hans honum að hann þyrfti að endurtaka stærðfræðina. „Ég var ekki tilbúinn til þess eftir að hafa verið á eftir kýrrössum og rollum yfir sumarið og neitaði því Hvernig (ór námið fram á þessum tíma? „Á þessum tíma var skólinn alla virka daga frá mánudegi til föstu- dags, frá kl. 18:00 til 22:00 á kvöld-

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.