Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1992, Blaðsíða 21

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1992, Blaðsíða 21
o Ýmislegt annað var býsna vanda- samt. Eg get nefnt að það var eng- inn leikur að mála háhýsi eða kirkjuturna á þessum tíma. Þegar við máluðum turninn á Fríkirkj- unni í Hafnarfirði sátum við á litl- um stól sem festur var með köðlum í hring sem lá efst í turninum. Kaðalendinn var síðan bundinn við girðingarstaur eða annað jarðfast stykki. Þarna sat maður og málaði sinn turn og sparkaði sig til í stóln- um yfir á kantana.“ Hefupðu alltaf unnið sjálfstætt? „Nei, við feðgar unnum saman allt til ársins 1962. Þá byrjaði ég sjálf- stætt enda faðir minn orðinn aldr- aður, svo til hættur, og ég var mest einn með syni mína. Lengi vel vann ég svo í félagi við annan málara, Hermann Ólafsson.“ Enu einhvep vepkefni öðpum minn- isstæðapi? „Já, ætli það sé ekki málningarvinn- an við Alverksmiðjuna í Straums- vík. Arið 1967 tók ég að mér máln- ingu á verksmiðjunni og var þar all- an byggingartímann, heil 4 ár. Eg var með um 15 til 30 manns í vinnu og mikið umleikis og á meðan kom enginn annar málari inn á þetta svæði. Ekki vegna þess að ég hefði eitthvert einkaleyfi á verkefnum Ál- félagsins. Oðru nær. Eg varð að gera tilboð í hvert einasta verk. Stundum gerðu sveinahópar tilboð á móti mér. En þótt þeir hefðu átt að geta undirboðið mig tókst þeim það samt ekki. Seinna tapaði ég verk- þætti yfir til annars málarameistara. Það fannst mér bara heiðarlegt. En það var ekki heiðarlegt að láta sveina bjóða á móti meisturum. Mér fannst það ekki. Það var einhvern tíma að svein- arnir mínir áttu að skera eins og kallað er; þeir áttu að draga lárétta línu, þráðbeina, með pensli. Þeir strikuðu fyrir línunni og ætluðu svo að skera með litlum pensli. Eg benti þeim á að nota frekar þungan pens- il, lfnan yrði beinni með honum. Ég gekk bara þarna að línunni og sýndi þeim þetta. Þá var þarna ein- hver svissneskur málari sem vildi prófa. Hann var sérfræðingur í færi- bandasprautun, hann kunni vel að losa um stíflu í spíssum og fleira í þeim dúr. Fyrir dygga þjónustu hafði hann fengið í verðlaun að ger- ast eftirlitsmaður málara. Hann

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.