Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1992, Blaðsíða 22

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1992, Blaðsíða 22
virtist hins vegar lítið kunna fyrir sér í því sem við kölluðum að mála. Sá svissneski missti pensilinn með alla sína breidd bæði niður fyrir og upp fyrir línuna. Hann reyndi þetta ekki aftur. Það varð því niðurstaða okkar að hann væri enginn málari heldur bara svissneskur málari.“ Þú varst ötull í ýmsum félagsmál- um. Hvert er upphafið að því? „Ef við tölum um félagsmálin frá byrjun er fyrst að nefna að ég tók sæti í stjórn Málarafélags Hafnar- fjarðar eftir að ég varð sveinn, árið 1946. Þá var þetta blandað félag sveina og meistara. Aðalmálin þá eins og svo oft síðar voru kaup og kjör. Það urðu aldrei nein læti út af þessu. Kaupkröfur okkar voru gjarnan afgreiddar með einföldum hætti á félagsfundi. Síðan gekk ég í Iðnaðarmannafé- lag Hafnarfjarðar 1958. Þar var ég kosinn varaformaður 1959 og svo formaður þess um 1960. Árið 1967 segi ég af mér en kem aftur inn 1968 og er formaður frá 1970 til 1989. Ég hætti árið eftir að félagið varð sextugt." Hvernig hótust atskipti pín at Landssambandi íðnaðarmanna? g byrjaði að mæta á Iðnþing 1960 þegar Björgvin Fredrik- sen hætti. Fyrsta þingið sat ég sem fulltrúi Málarafélagsins í Hafn- arfirði en önnur sem formaður Iðn- aðarmannafélagsins. Árið 1964 var Iðnþing haldið á Akureyri. Þar stakk kjörnefnd upp á mér í stjórn- ina. Við vorum fjölmennir þar Hafnfirðingar, einir 17, bæði frá fé- laginu og öðrum félögum. Nema hvað, þarna var ég kosinn í vara- stjórn Landssambands iðnaðar- manna. Ingólfur Finnbogason fékk 34 atkvæði, ég 32 og Bjarni Einars- son 28. Það var altalað að framboð okkar Bjarna væri dreifbýlisfram- boð, stefnt til höfuðs Reykjavíkur- fulltrúanum Ingólfi. Þeir settust að manni, landsbyggðafulltrúarnir, og gerðu mann að nokkurs konar trún- aðarmanni. Þeir hafa séð styrk í að það væru ekki tómir Reykvíkingar í stjórninni. í lögum Landssam- bandsins á þessum tíma sagði að menn máttu ekki vera búsettir ann- ars staðar en í Reykjavík og Hafnar- firði. Þótt þetta hljómi nú skringi- lega var fyrir þessu ástæða. Með þessu skyldi tryggt að stjórnarmenn gætu sótt fundi. Árið 1966 var lög- unum breytt til meira frjálsræðis fyrir landsbyggðina. Það var svo ár- ið 1965 að ég kom inn í aðalstjórn Landssambands iðnaðarmanna. Þú varst forseti Landssambands iðnaðarmanna 1973-1985. Hvaða málefni eru þér minnistæðust frá þessum tíma? „Málin voru mörg. Ef ég ætti að draga eitthvað eitt út úr yrði það þegar Landssambandi iðnaðar- manna var markaður grundvöllur sem atvinnurekendasamtök. Frá 1964 má segja að skipulagsmál L.i. hafi meira og minna verið aðalmál- ið. Ein meginspurningin var: Átti L.i. að vera blönduð samtök meist- ara og sveina eins og gömlu iðnað- armannafélögin? Hverjir skyldu eiga rétt á að sitja á Iðnþingum? Eitt- hvað vafðist þetta fyrir mönnum, kannski vegna þess að iðnaðar- mannafélögin voru, ásamt iðnráð- unum, aðalstofnaðilarnir. Stofnuð var sjö manna nefnd sem átti að koma með tillögur. Mikið var fund- að og mikið rætt — en lítið gekk. Fyrir Iðnþing í Hafnarfirði 1973 var síðan lagt til að Landssambandi iðn- aðarmanna yrði breytt í atvinnu- rekendasamtök. Þetta var sam- þykkt.“ Reyndi ekki mikið á þig í þessum ábyrgðarstöðum? „Maður varð að beita sig sjálfsaga á mörgum sviðunt. Ég átti það t.d. til að verða feiminn þegar ég stóð frammi fyrir sal, fullum af fólki, og eiga að halda ræðu. Það þótti mér bera vott um sjálfsaga. Þó held ég þetta hafi allt blessast, kannski ekki síst vegna þess að maður hafði verið í leiklist og átti þess vegna ekki í neinum erfiðleikum með að læra rulluna sína. Annars ganga allir hlutir vel ef maður vinnur með góðu fólki. Ég var heppinn með stjórnina; hún var úrval af sam- hentu fólki.“ í leiklist, segirðu. „Já, já. Afskipti mín af Leikfélagi Hafnarfjarðar byrjuðu með því að við bræður tókum að okkur að vera senumenn. Þetta var árið 1940. Það þurfti auðvitað að breyta sviðinu milli þátta og mála leiktjöld og ann- að slíkt. I þessu vorum við bræður

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.