Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1992, Blaðsíða 24

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1992, Blaðsíða 24
með trésmiðum. Síðan æxlaðist það þannig að maður fór að leika með og taka virkan þátt í starfinu. Hlutverkin voru mörg, maður man þau ekki öll. Ég man eftir tveim einþáttungum sem voru vin- sælir: Apakötturinn og Neiið. Guðmundur Jónsson, óperu- söngvari, sem þá var rétt kom- inn á skrið, var fenginn í hlut- verk og söng alveg stórkostlega. I Neiinu lék ég á móti Herdísi Þor- valdsdóttur. Önnur leikrit voru t.d. Ævintýri á gönguför, Kinnarhvols- systur, Afbrýðisöm eiginkona, Nóttin langa, Hreppstjórinn á Hraunhamri og fleiri. Ráðskona Bakkabræðra var sýnt einum 86 sinnum, sló alveg í gegn. Þetta var bráðskemmtilegt leikrit en þykir ekki gáfulegt á nokkurn hátt. Efni þess er eiginlega sænskar molbúa- sögur. Miðasalan var aldrei opin lengur en 20 mínútur því þá voru miðarnir búnir. Gamli salurinn í „Gúttó“ tók ekki nema 200 manns í sæti. Fyrir kom að menn komu úr Reykjavík og keyptu 20-30 miða í einu, fyrir heilu fyrirtækin. Óhætt er að fullyrða að ekkert leikrit hafi gengið jafn vel á þessum tíma nema ef vera skyldi Elsku Rut í Iðnó. A þessum tíma las Helgi Hjörvar Bör Börsson í útvarp, svo þú sérð að við máttum vel við una. Sum leikritin gengu svo vel að við vorum beðin að koma með þau út á land.“ Jæja? Segðu meira frá því. „Ein eftirminnilegasta leikförin, sem ég tók þátt í, var þegar við fór- um í yfirreið yfir Austfirði. Þetta var sumarið 1957. Við sendum búninga og leikgögn með Ríkisskipum til Seyðisfjarðar en flugum sjálf til Egilsstaða. Síðan lékum við á Eski- firði, Neskaupsst- að, Reyðarfirði og Breiðdalsvík. A öllum stöðum lékum við fyrir fúllu húsi. Nema hvað, rétt áður en við fór- um að sýna á Seyðisfirði var hringt í mig frá Stöðvarfirði. í símanum var Guðmundur Björnsson og spurði einfaldlega: „Hvers vegna ætlið þið að skilja Stöðvarfjörð eftir?“ Ég sagði honum eins og var að við ef- uðumst um að það væru nægir áhorfendur til staðar. Hann sagðist ekki hlusta á svona útskýringar heldur léti hann sækja okkur á báti til Stöðvarfjarðar. Það varð úr að við sýndum á Stöðvarfirði - og sannleikurinn er sá að við sáum alls ekki eftir því. Þau báru okkur á höndum sér, allir lögðu sitt af mörkum. Fyrst var okkur færður þessi fíni matur, sann- kölluð veisla. Síðan var farið að undirbúa sýningu og þá lögðust allir á eitt. Menn, konur og börn báru að allt sem til þurfti. Teppi voru notuð sem fortjöld á sviðinu. Stól- ana kom fólk með heiman frá sér, allt frá eldhúskollum upp í fínar mublur. Þetta var óneitanlega dálít- ið undarlegt, sérstaklega að vera selja fólki aðgang að eigin húsgögn- um! Og sýningin tókst vel. Þakklát- ari áhorfendur fengum við held ég aldrei.“ Það hlýtur að hafa verið snúið aO koma því heim og saman að vera í vandasömum trúnaöarstörfum og í leiklist samtímis? „Ég læt það vera. Sérstaklega ef haft er í huga að ég tók líka þátt í karla- kórnum Þröstum. Við sungum, ásamt fleiri kórum, á Lýðveldis- hátíðinni á Þingvöllum 1944. Það var eftirminnilegt. Síðan var ég líka lengi í lúðrasveitinni Svan, lék þar á túbu. En svona eftir á að hyggja hefði þetta auðvitað ekki átt að vera hægt. Líklega er samt allt hægt sé nægur vilji fyrir hendi.“ Víkjum í lokin að Landssambandi iðnaðarmanna. Nú eru töluverðar breytingar í aðsigi sem munu hafa ófyrirsjáanleg áhrif á íslenskan iðnað. Hvernig lýst þér, manni tveggja tíma, á framtíðina? „Islenskur iðnaður mun spjara sig, hvort sem við göngum í EES eða ekki. Tímarnir núna eru óhagstæðir íslenskum iðnaði. Ef við hins vegar tökum af alhug þátt í samkeppninni sem er hörð og verður harðari - og ef við gerum kröfur til aukinnar menntunar og færni í handverki og iðnaði þá hef ég engar áhyggjur. ís- lenskir iðnaðarmenn hafa staðið sig með sóma bæði hér heima og er- lendis. Og munu gera það áfram.“

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.