Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1992, Blaðsíða 31

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1992, Blaðsíða 31
o fylgjast með því. Það er m.ö.o. ekk- ert samstarf milli byggingareftirlits og handiðnaðarráðanna (Hand- werkskammer) í Þýskalandi. Að öðru leyti má segja það um bygg- ingareftirlit í Þýskalandi að ekki fer fram úttekt á hverju einasta húsi sem byggt er. Einungis eru tekin sýnishorn og kannað hvort fram- kvæmdin hafi verið í samræmi við gildandi reglur. Þróunin á undan- förnum árum hefur raunar verið sú í Þýskalandi að fremur sé slakað á eftirliti með byggingarframkvæmd- um, a.m.k. framkvæmdum sem einkaaðilar standa að. Eftirlit með opinberum byggingarframlcvæmd- um er hins vegar tiltölulega strangt. Það sem gerir starfsemi byggingar- eftirlitsins í Þýskalandi einnig frá- brugðna því eins og við þekkjum hana, er að byggingareftirlitið þar í landi löggildir þá arkitekta og verk- fræðinga sem óska eftir að fá heim- ild til að teikna og hanna hús. Arki- tektar og verkfræðingar fá því ekki sjálfkrafa heimild til að teikna og hanna hús við það eitt að hafa lokið háskólaprófi í sinni grein. Verður þýskri iðnlöggjöf breytt á næstunni? Hvernig sjá svo Þjóðverjar þýsku iðnlöggjöfina þróast í ljósi þeirra breytinga sem nú eru að eiga sér stað í Evrópu? Löggjöfin eins og hún er í dag hefur það í för með sér, að það er bundið strangari skilyrð- um fyrir þýska þegna að afla sér réttinda til að hefja atvinnustarf- semi í handiðnaði en þegna flestra annarra ríkja Evrópubandalagsins, þar sem hvergi, nema hugsanlega í Lúxemborg, eru eins ströng skilyrði fyrir því að hefja starfsemi í hand- iðnaði. Hafa menn því spurt sig hvort þýsk stjórnvöld muni enda- laust halda sig við það að gera strangari kröfur til sinna eigin þegna en þeim er heimilt að gera gagnvart þegnum annarra ríkja. Menn hafa í þessu sambandi bent á að þessi skipan mála hafi þegar ver- ið við lýði um áratuga skeið, og að yfirleitt hafi ekki verið mikill ágreiningur um hana. Fyrirkomu- lagið sætir t.a.m. almennt ekki gagnrýni frá framleiðsluiðnaði. Þá má nefna að þýska iðnmenntakerfið er rótgróið, hefur reynst vel, og margar þjóðir líta það öfundar- augum. Staðreyndin er sú að til- tölulega fá fyrirtæki frá öðrum löndum EB hefja starfsemi í Þýska- landi, eða um 120 á ári að meðal- tali. Þau fyrirtæki frá öðrum ríkjum bandalagsins sem hafa hafið starf- semi í Þýskalandi frá því að reglur EB á þessu sviði voru settar árið 1964 eru ekki nema u.þ.b. 2200, en alls eru starfandi milli 600 og 700 þúsund fyrirtæki í handiðnaði í Þýskalandi. Af þessu má sjá að það liggur enginn straumur þegna ann- arra ríkja EB til að hefja starfsemi á þessu sviði í Þýskalandi. Hið sama virðist raunar gilda fyrir flest önnur Evrópulönd, að tiltölulega sjaldgæft er að fyrirtæki eða meistarar á sviði handiðnaðar færi sig milli landa. Fyrir nokkru lagði einkavæðing- arnefnd sem skipuð var af þýskum stjórnvöldum það til, að lögverndun á starfsréttindum meistara yrði af- numin í Þýskalandi. Stjórnvöld féll- ust ekki á þessar tillögur, en hins vegar leiddi þessi tillaga til þess að ákveðnar tilslakanir munu að öllum líkindum verða gerðar á hinum ströngu skilyrðum iðnaðarlaganna. Þessar breytingar munu einkum miða að auknum sveigjanleika, s.s. að heimila að meistarar megi reka starfsemi á sviði skyldra eða tengdra iðngreina. Virðist svo sem ekki sé uppi ágreiningur vegna þessa í Þýskalandi. Lokaonö Búast má við að á næstu árum eigi sér stað umræða hér á landi um það hvort halda beri iðnlöggjöfinni óbreyttri. Einkum má búast við umræðum um það hvort afnema beri hin lögvernduðu starfsréttindi sem meisturum, sveinum og nem- um eru þar tryggð. Fyrir alla þá sem þar hafa hagsmuna að gæta verður fróðlegt að fylgjast með þróun þess- ara mála í Þýskalandi. Þýsk iðnlög- gjöf byggir á langri hefð og er ekki við því að búast að grundvallar- breyting verði á þessu sviði í Þýska- landi á næstunni. Hvort íslenskum iðnaðarlögum verði breytt á næst- unni er ekki gott að spá um. Hins vegar er ekki ástæða til að ætla ann- að en að svipuð rök eigi við hér á landi og í Þýskalandi. Allar breyt- ingar hér á landi hljóta því að eiga sér stað eftir vandlega skoðun, enda málið viðlcvæmt og mörg sjónarmið sem taka þarf tillit til.

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.