Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1992, Blaðsíða 40

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1992, Blaðsíða 40
Ingvar Guðmundsson, formaður fræðslunefndar Lands- sambands iðnaðarmanna: starfi Landssambands iðnað- armanna hefur alla tíð mikil áhersla verið lögð á iðn- menntun og vill Landssambandið veg hennar sem mestan. Til skamms tíma gerði þenslan í þjóðfé- laginu það að verkum að atvinnu- lífið var ekki í aðstöðu til að gera miklar kröfur til þeirra sem sóttust eftir vinnu. Nemendur gátu gengið í vinnu jafnvel þótt námi væri ekki lokið. Þetta er að breytast með erf- iðari tímum. Kröfurnar um hæfni starfsmanna eru meiri, nemendur verða að svara þeim kröfum og skólarnir verða að bregðast við. Til þess að skólarnir geti brugðist rétt við þurfa þeir í auknum mæli að leita til atvinnu- lífsins og hafa samstarf við það um hvað nem- endurnir þurfi að kunna. Það veltur svo aftur á hæfni starfsmanna hversu samkeppnishæf iðnfyrirtækin eru. Við viljum að iðnmenntun standist samanburð við það besta, sem gerist erlendis og setjum við markmiðin í samræmi við það. Eg tel að í dag vanti mikið til þess að við stöndumst þennan samanburð, aðallega á ýmsum tæknisviðum og vegna ófullnægjandi námsgagna. Þó stendur ýmislegt til bóta. Ég bind miklar vonir við upptöku vinnubóka, sem hluta af iðnnámi, kennslueftirlit í skólum og síðast en ekki síst bættu meistaranámi án blindgatna, sem Landssambandið hefur lengi barist fyrir. Þá tel ég að auknar áherslur á markaðsmál, gæðastjórnun og rekstur fyrirtækja, auk meiri krafna til meistaranámsins almennt, séu mjög mikilvægar í því skyni að bæta rekst- ur iðnfyrirtækja og gera þau sam- keppnishæfari. Takist vel til með þessar nýjungar höfum við stigið skrefið fram á við. Ég hef ekki miklar né nákvæmar upplýsingar um iðnmenntun í ná- lægum löndum og mótast svar mitt nokkuð af því. Auk þess hef ég vitneskju um að flest aðildarríki EES hafa eða eru að endurbæta verkmennun í löndum sínum til að gera hana sam- keppnishæfari innan EES. Það gerir samanburð enn erfiðari, þar sem augljóslega er ekki komin reynsla á endurbæturnar. Hins vegar hef ég nokkra þekk- ingu og upplýsingar um störf ís- lenskra iðnaðarmanna í nágranna- löndunum og e.t.v. gefur það nokkra hugmynd um gæði íslenska iðnnámsins. Reynsla þeirra er ekki síður þung á metunum vegna smæðar markaðarins og allrar þeirr- ar margbreytilegu kunnáttu, sem þeir þurfa að hafa á valdi sínu, sem í stærri þjóðfélögum er leyst með sér- hæfni iðnaðarmanna. Islenskir iðn- aðarmenn hafa staðið sig vel í ná- grannalöndunum, í samkeppni við þarlenda starfsbræður. Þess er kraf- ist af íslenskum byggingarmönnum, málmiðnaðarmönnum og fleiri greinum iðnaðarmanna, að byggja vönduð mannvirki, sem standast ís- lenskt veðurfar og annað álag frá náttúrunnar hendi. Allt þetta gerir það að verkum að íslenskir iðnaðar- menn verða að standast margbreyti- legar kröfur til iðnmenntunar, hér eftir sem hingað til. ú er EES í sjónmáli. Ég óttast í sjálfu sér ekki mikla sam- keppni frá verktökum suð- lægari EES-ríkja hér innanlands í þeim iðngreinum, þar sem aðstæður frá náttúrunnar hendi gera miklar kröfur til mannvirkja. Ég tel ís- lenska verkmenntun og -menningu hafa alla burði til að vera sam- keppnisfæra í alþjóðlegu samhengi. Meira svigrúm er fyrir erlenda aðila að hasla sér völl hérlendis í iðn- greinum, sem starfa að þjónustu. Þó getur það verið erfitt fyrir ýmsa út- lenda verktaka og þjónustuaðila vegna tungumálaerfiðleika og ólíkr- ar menningar. Ef til samkeppni kemur frá fyrirtækjum frá norðlæg- ari slóðum, geri ég ráð fyrir að hún verði á sviði verðlags. Á hinn bóg- inn tel ég möguleikana á útfiutningi íslenskra verktakaþjónustu og iðn- aðarvara ekki síður áhugaverða.

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.