Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1992, Blaðsíða 41

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1992, Blaðsíða 41
o Með reynslu íslenskra iðnaðar- manna og bætta menntun þeirra tel ég raunhæfa möguleika á auknum útflutningi iðnaðarvara og jafnvel verkefna til nálægari landa. Islensk iðnfyrirtæki verða að halda vöku sinni, svo ýmsir þættir verði þeim eklci um of í óhag. Á ég þar sérstaklega við nýjungar, s.s. tísku, nýja tækni og gæðakröfur, sem evrópskir staðlar gera kröfur um. Dæmi um þetta eru t.d. staðlar og gæðakröfur á sviði þjónustu, málmiðnaðar og byggingariðnaðar. í þessum efnum gegnir ýmiss konar endurmenntun og tengsl tækni- stofnana, atvinnulífs og skóla mikil- vægu hlutverki. Náum við góðum tökum á þessu bætum við sam- keppnisaðstöðuna, höldum verkefn- um í höndum innlendra aðila og jafnvel aukum möguleika á útflutn- ingi. Eg hef mikla tiltrú á hæfni ís- lenskra iðnaðarmanna. Menntun þeirra stendur til bóta þar sem þeir eru veikastir fyrir, þ.e. með nýju meistaranámi og aukinni áherslu á endurmenntun. Ég tel að íslensk iðnfyrirtæki, með vel menntaða iðn- aðarmenn á mörgum sviðum, hafi mikið að bjóða og standist oftar en ekki samanburð við sambærileg fyr- irtæki í nágrannalöndunum. Ef svo ber undir, þá tel ég að þau séu vel samkeppnisfær bæði hvað varðar þjónustugreinarnar og hvarvetna þar sem mildar kröfur eru gerðar til mannvirkja. Ég lít því björtum aug- um á framtíðina. Ingvar flsmundsson, skolameistari Iðnskólans í Reykja- vík: arkmið iðnmenntunar eru að mínu viti annars vegar að gera nemendur sem hæfasta til starfa í sinni atvinnugrein, hins vegar sem best til þess fallna að lifa hamingjuríku og ábyrgu menning- arlífi í lýðræðisþjóðfélagi. Auk þess þarf að stuðla að því að nemendur verði sem hæfastir til þess að bregð- ast við nýjum aðstæðum, skipta um starf og starfsgrein, jafnvel oft á lífs- leiðinni. Til þess að ná þessum markmiðum þarf: 1. Skólatíma 2. Námskrár 3. Skipulag 4. Aðstöðu, húsnæði og tækjabúnað 5. Kennslu- gögn 6. Kennara 7. Stjórnun 8. Eftirlit Svarið við spurningunni hér að ofan hlýtur að miðast fýrst og fremst við þá þekkingu sem ég hef á íslenskri iðnmenntun en hún er að sjálfsögðu lang mest á Iðnskólanum í Reykja- vík. Auk þess verð ég að byggja á yfirborðskenndri þekkingu á ann- arri iðnmenntun á Islandi og enn minni þekkingu á iðnmenntun í öðrum löndum, sem er að mestu leyti bundin við nágrannalöndin. Skólatími í iðngreinum á íslandi er ýmist lengri eða skemmri en meðaltími í hliðstæðum greinum erlendis. Hann er þó að mínum dómi of stuttur hér á landi í allt of mörgum greinum. Sumar iðngrein- ar njóta lítillar sem engrar þjónustu frá skólakerfinu. Miklu minna er lagt í námskrár hér á landi en í nágrannalöndunum. Þær hafa hér milda tilhneigingu til að úreldast því erfitt er að ná fram breytingum á þeim. Of lítil áhersla er lögð á almennar undirstöðugreinar, móðurmálið, a.m.k. eitt erlent mál og stærðfræð- ina. Þetta er þó enn verra á Norð- urlöndum, en þar eru menn nú á allra síðustu árum að reyna að lag- færa það. Mönn- um er sem betur fer, þar sem hér, orðið það ljóst að í tækniþjóðfélagi nútímans eru flestir iðnaðarmenn þeim mun betri, sem þeir eru betur læsir á móðurmálið, a.m.k. eitt er- lent mál og tölulegan texta. Skipulag gæti vissulega verið betra, en er þó að ýmsu leyti betra hér en í mágrannalöndunum. Áfangakerfið í íslenskri iðn- menntun hefur t.d. yfirburði yfir bekkjakerfi Norðurlanda, bæði

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.