Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1992, Blaðsíða 42

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1992, Blaðsíða 42
kennslufræðilega og fjárhagslega. Skipulag til tryggingar á nægjanlegu húsnæði, tækjabúnaði og annarri aðstöðu er þó mun betra á Norður- löndum en hér. Aðstaða er mun lakari hér á landi en í þeim skólum sem ég hef skoðað á Norðurlöndum, bæði húsnæði og tækjabúnaður. Kennslugögn hafa farið batnandi hér á landi en mikið vantar enn á að þau geti talist við- unandi. Kennslugögn eru að jafnaði meiri og betri í grannlöndunum enda auðveldara við að fást í fjöl- mennum þjóðlöndum. Menntun kennara hefur farið batnandi á undanförnum áratug. Eldri kennarar hafa aflað sér eftir- ntenntunar og nýir kennarar koma inn með meiri menntun en áður tíðkaðist, það er menntun þjóðar- innar hefur aukist og batnað á und- anförnum árum. Ég tel að menntun kennara við Iðnskólann í Reykjavík sé að meðaltali betri en í iðn- menntaskólum á Norðurlöndum. Af öllum skilyrðum skólastarfsins skiptir hæfni kennaranna mestu máli. Til þess að tryggja hana þarf að skapa þeim góða starfsaðstöðu og sambærileg launakjör og mennta- mönnum á almennum vinnumark- aði. Hér er rétt að geta þess að laun iðmenntakennara á Norðurlöndum eru að meðaltali u.þ.b. tvöfalt hærri en hér á landi. Starfsandi, stjórnun og framkvæmd í iðnmenntaskólum eru að mínu viti í allgóðu lagi og hafa farið batnandi. Kennslueftirlit er lítið og miklu minna en í nágrannalöndum en skilningur á þörf fyrir það fer vax- andi. Ekki er óalgengt að kostnaður á hvern nemanda í iðnmenntaskólum á Norðurlöndum sé þrefalt hærri en hér á landi. Skilningur og áhugi stjórnmálamanna á iðnmenntun er mun minni hér á landi en í ná- grannalöndunum. Langur lánstími, allt að 15 ár. Lán eru veitt í ISK og ýmsum erlendum myntum, s.s. ECU, DEM, USD, og GBP. Hagstæð lánakjör. Sé þitt fyrirtæki að íhuga fjár- festingu í atvinnurekstri þá skaltu leita nánari upplýsinga um starf- semi Iðnþróunarsjóðs. Það kostar ekkert að leita upplýsinga en getur verið dýrt að vera án þeirra. IÐNÞRÓUNARSJÓÐUR Kalkofnsvegi 1 • Sími 91-699990 • Myndsendir 62 9992

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.