Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1992, Blaðsíða 48

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1992, Blaðsíða 48
Páll Skúlason, heimspekingur: Menning og iðnaður Örlítið framlag til heimspeki iðnaðar Ein miklvæg afieiðing þeírrar afstöðu, sem hér er lýst, er tak- markaður skilningur á gildi verkmenntunar al- mennt og iðnmenntunar sérstaklega. Inngangsorð Menning er ofm úr þremur þáttum sem kenna má við bók, verk og sið. Sam- kvæmt þessu er rætt um bókmenningu, verkmenningu og siðmenningu. í þessu greinarkorni ræði ég þá skoðun að bók- menning hafi haft óæskilegan forgang umfram verkmenningu og siðmenningu og að löngu sé tímabært að auka veg verksvits og siðvits og bylta skólakerfi okkar í því skyni. Til að svo megi verða þarf að móta bæði verkspeki og siðspeki til jafns við bókspekina sem drottnar enn í skólakerfinu. Til að lesanda megi ljóst verða um hvað málið snýst bið ég hann að leiða hugann að deilum manna um það hvort bókvitið verði í askana látið. Sumir telja svo vera; bókvitið sé allra meina bót og grunnur menningarinnar; á bókmenn- ingu hvíli allt okkar starf. Aðrir telja bókvitið til einskis annars megnugt en framleiða fræði sem svala þekkingarfysn fólks þegar vel tekst til en eru að öðru leyti gagnslaus nema stöku sinnum þeg- ar menn gera tækniuppgötvanir í tengsl- um við þau. Þessa deilu tel ég marklausa og af hinu illa því að hún breiðir yfir hin nánu og mikilvægu tengsl sem eru á milli bókvits og verksvits í raunverulegu lífi mannfólksins. Hún breiðir einnig yf- ir hleypidóma og ranghugmyndir sem iðulega spilla umræðum um það sem máli skiptir í menningu okkar og dag- legum störfum. Þar með er siðvit okkar í hættu. í stuttri grein verður þessu efni ekki gerð viðunandi skil, því að það teygir anga sína svo víða, en fyrir mér vakir að varpa fram fáeinum atriðum til umhugs- unar. Iðnaður og íslenskt þjóðfélag Qvernig tengist þetta iðnaði? Iðnað- ur er meginþáttur verkmenningar sem fólgin er í framleiðslu varn- ings af öllu tagi. Með því að leiða ótal tól og tæki fram á svið athafna okkar og skynjana hefur iðnaðurinn orðið æ vold- ugri í þjóðfélaginu og jafnvel bolað á

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.