Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1992, Blaðsíða 50

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1992, Blaðsíða 50
staklega. Djúpar sögulegar ástæður eru fyrir þessu vanmati. íslendingar virðast hafa lifað af sem ein menn- ingarheild í skjóli bókarinnar sem stóð vörð um tunguna og söguvit- und fólks. Ég heyrði Björn Th. Björnsson eitt sinn segja sögu af manni sem þurfti að flýja til fjalla og hafi í skyndi orðið að grípa með sér þá hluti sem honum yrðu mest að gagni. Valdi hann eina stóra bók og var hann þó ólæs. Mig minnir að Björn Th. hafi í sömu ræðu haldið því fram að Islendingar hafi sannað fyrir sjálfum sér og heiminum hæfi- leika sína til vöruframleiðslu með því að hanna neftóbakspung sem væri alfullkominn. Þar með hafi iðnaðurinn verið afgreiddur, og menn snúið sér aftur að því að segja hver öðrum skemmtilegar sögur. Bókmenntir urðu íslendingum tamar til forna og íslenska skóla- kerfið var í upphafi hugsað til að miðla þeim og viðhalda, svo sem latínuskólarnir eru fræg dæmi um. fðnskólar og verkmenntaskólar koma miklu síðar og hafa aldrei notið virðingar með sama hætti og menntaskólarnir görrilu, þar sem menn lærðu fornan kveðskap og brot úr alls kyns bókvísindum. Menntaskólarnir gegndu tvíþættu hlutverki. Annars vegar útveguðu þeir lærdómsmenn sem tryggðu stöðu bókmenningarinnar. Hins vegar útveguðu þeir embættismenn sem sáu um bókhald ríkisins. Að sjálfsögðu voru þessi menntasetur einnig æfingabúðir upprennandi stjórnmálamanna sem flestir námu síðan lögfræði í háskólanum. (Margir gera það enn; fimm núver- andi ráðherrar eru löglærðir og sýna það vafalaust í stjórnarathöfnum sínum.) Afleiðingar þess að upphefja bók- speki umfram verkspeki og sið- skólakerfinu réð bókspekin ríkjum, verkspekin og sið- spekin sátu á hakanum. Þetta hefur ýmsar mikilvægar afleiðingar fyrir það mannlíf sem dafnar á Is- landi. Fólk áttar sig best á þeim ef það leiðir hugann að því sem bók- speki, verkspeki og siðspeki snúast um. Siðspekin snýst um farsælt líf, þær dygðir sem þarf að iðka, lesti sem ber að forðast. Verkspekin snýst um framleiðslu þeirra gagna og gæða sem farsælt líf þarfnast. Bókspeki snýst um orðlist af öllu tagi, þar með talinn skáldskap og fræði sem miða að því að lýsa upp veruleikann. Siðspekin og verkspek- in nýta sér bókspekina, hvor með sínum hætti. Siðspekin gerir það til að átta sig á farsældinni, skilyrðum hennar, aðstæðum og möguleikum. Verkspekin nýtir sér bókspekina til speki Q að ná tökum á staðreyndum um gögn okkar og gæði og hugsanleg- um möguleikum á nýrri fram- leiðslu. Bókspekin er þannig tæki siðspeki og verkspeki. Ástæðan fyrir því er einföld: bókvitið þenur út hugsanlegt svið athafna og fram- kvæmda með því að sýna okkur heiminn og sjálf okkur í nýju ljósi. Til þess að bókvitið fái að blómstra og nýtast sem skyldi þurfa bæði sið- vitið og verksvitið að vera þroskuð og heilsteypt. Að öðrum kosti er hætt við því að bókvitið spillist og kyndi undir ævintýramennsku og óráðsíu. Stórskáld íslendinga, Einar Benediktsson, var frægur fýrir hvort tveggja. Segja má að þjóðin hafi fet- að í fótspor hans. Tæknitrúin og skortur menningar- legrar undirstöðu Nú er vestrænt þjóðfélag, og þar með talið hið íslenska, sannkallað iðnaðarþjóðfélag. Sumir tala um hið nýja iðnríki okkar daga (samanber rit J.K. Galbraiths sem kom út á ís- lensku árið 1970). Á síðustu áratug- um hefur tölvutæknin með allri sinni hugvitsframleiðslu valdið enn nýrri þróun í iðnaði, þróun sem á trúlega enn eftir að bylta mörgum iðngreinum. Og íslenskt þjóðfélag er að sjálfsögðu iðnvætt í bak og fyrir í þeim skilningi að íslendingar sækjast eftir iðnvarningi, jafnvel langt umfram þarfir sínar. Segja má að íslenskt þjóðfélag sé orðið gegnsýrt af iðnvarningi án þess að hafa tileinkað sér þá verklegu og siðferðilegu menningu sem liggur nútíma iðnaðarþjóðfélagi til grund-

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.